Innlent

Veiðimönnum treyst í Eyjum

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Georg Eiður Arnarson að háfa lunda.
Georg Eiður Arnarson að háfa lunda. Mynd/Óskar P. Friðriksson
Þótt lög heimili veiðar á lunda frá 1. júlí til 15. ágúst verður aðeins leyft að veiða lunda í þrjá ágústdaga í Vestamannaeyjum líkt og undanfarin tvö ár. Þessi takmörkun er vegna mjög slaks ástands lundastofnsins.

Fulltrúi minnihluta E-listans í umhverfisráði Vestmannaeyja vildi að ekki yrði strax ákveðið með veiðarnar. „Þar sem það sést varla lundi í fjöllunum né á sjónum er algerlega ótímabært að ákveða nú hvort óhætt sé að leyfa veiðidaga í ágúst,“ bókaði Georg Eiður Arnarson.

Fulltrúar meirihluta Sjálfstæðisflokks sögðu lundaveiðina viðhalda merkilegri menningu og hvöttu „bjargveiðimenn til þess að ganga fram af varkárni við veiðar og haga þeim með þeim hætti að lundinn njóti ætíð vafans“. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×