Erfingjar nóbelsskáldsins gefast upp gagnvart síðustu aðförinni Jóhann Óli Eiðsson skrifar 6. júlí 2017 06:00 Guðný Halldórsdóttir, Auður Laxness og Halldór Kiljan Laxness. vísir/gva Leikstjórinn Guðný Halldórsdóttir Laxness segir að ofsóknir íslenskra skattayfirvalda gegn föður hennar nái út yfir gröf og dauða. Erfingjar nóbelsskáldsins hafa deilt við skattayfirvöld síðastliðin fjögur ár vegna skipta á dánarbúi hans. Í október 2012 lést Auður Laxness en hún hafði setið í óskiptu búi eftir eiginmann sinn frá því að hann lést í febrúar 1998. Í kjölfar andláts hennar óskuðu erfingjar eftir því að ljúka einkaskiptum á búi hjónanna en sýslumannsembætti hafnaði því þar sem það taldi verðmæti höfundaréttar vanmetinn í erfðafjárskýrslu erfingja. Í skýrslunni var höfundarétturinn metinn á 500 þúsund krónur. Samtímis synjuninni lagði sýslumaður það til að skipaður yrði matsmaður til að meta verðmæti höfundaréttarins. Reiknaði sá út vegið meðaltal teknanna árin 2010-13 og komst að þeirri niðurstöðu að verðmætið væri 28 milljónir króna. Þetta sættu erfingjarnir sig ekki við og kærðu niðurstöðuna til yfirskattanefndar. Í greinargerð þeirra kom fram að höfundarétturinn væri óseljanlegur sæmdarréttur og því myndaði hann ekki skattstofn. Þeir „hafi metið höfundaréttinn á 500.000 kr. í einkaskiptabeiðni og hafi það verið meira gert af kurteisi við íslenska ríkið og íslenska þjóð en nokkru öðru þótt skoðun kærenda sé að verðmæti höfundaréttarins sem skattstofn sé í raun 0 kr. Er í því sambandi vísað til árangurslausra sölutilrauna á útgáfuréttindum vegna verka [Halldórs]“. Skemmst er frá því að segja að yfirskattanefnd féllst ekki á þessi rök. Þá benti nefndin á að hefðu erfingjarnir verið ósáttir við matið hefði þeim verið í lófa lagið að krefjast yfirmats. Kröfum þeirra var hafnað. „Skatturinn virðist halda að við séum með nóbelspeninginn undir koddanum en íslenska ríkið fékk hann að gjöf. Það hefur enginn íslenskur listamaður lent í slíkum ofsóknum af skattsins hálfu sem hann faðir minn. Yfir gröf og yfir dauða,“ segir Guðný Halldórsdóttir. Hún segir að sýslumaðurinn hafi troðið upp á þau matsmanni sem hefði ekkert vit á bókmenntum og listum. „Mér sýnist sýslumaður ekki hafa farið að lögum og ráðið hæfan matsmann, heldur ungan ofurlaunaðan hagfræðing úti í bæ, sem veit ekkert um höfundarétt. Þetta er hrein og klár valdníðsla.“ Guðný segir að nefndin hafi ekki tekið efnislega afstöðu til matsins heldur aðeins bent á að erfingjarnir hefðu getað krafist yfirmats. Hún bætir því við að slíkt hefði kostað alla vega þrenn árslaun rithöfundar og „sennilegast orðið ágiskun líka“. Að sögn Guðnýjar eru engin fordæmi fyrir gjörningi sem þessum. „Ég hef verið í sambandi við niðja annarra rithöfunda og enginn hefur þurft að borga skatt af ímynduðum framtíðartekjum nokkurs listamanns.“ Líkt og áður segir verður skattstofn höfundaréttarins 28 milljónir króna. Frá því dregst kostnaður við matsgerðina, en gerð hennar tók um tvær vikur, en hann var tæpar 1,4 milljónir króna. Úrskurður nefndarinnar verður ekki kærður áfram. „Við gefumst bara upp gagnvart þessari, vonandi, síðustu aðför sýslumanns gegn Halldóri Kiljan Laxness,“ segir Guðný. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira
Leikstjórinn Guðný Halldórsdóttir Laxness segir að ofsóknir íslenskra skattayfirvalda gegn föður hennar nái út yfir gröf og dauða. Erfingjar nóbelsskáldsins hafa deilt við skattayfirvöld síðastliðin fjögur ár vegna skipta á dánarbúi hans. Í október 2012 lést Auður Laxness en hún hafði setið í óskiptu búi eftir eiginmann sinn frá því að hann lést í febrúar 1998. Í kjölfar andláts hennar óskuðu erfingjar eftir því að ljúka einkaskiptum á búi hjónanna en sýslumannsembætti hafnaði því þar sem það taldi verðmæti höfundaréttar vanmetinn í erfðafjárskýrslu erfingja. Í skýrslunni var höfundarétturinn metinn á 500 þúsund krónur. Samtímis synjuninni lagði sýslumaður það til að skipaður yrði matsmaður til að meta verðmæti höfundaréttarins. Reiknaði sá út vegið meðaltal teknanna árin 2010-13 og komst að þeirri niðurstöðu að verðmætið væri 28 milljónir króna. Þetta sættu erfingjarnir sig ekki við og kærðu niðurstöðuna til yfirskattanefndar. Í greinargerð þeirra kom fram að höfundarétturinn væri óseljanlegur sæmdarréttur og því myndaði hann ekki skattstofn. Þeir „hafi metið höfundaréttinn á 500.000 kr. í einkaskiptabeiðni og hafi það verið meira gert af kurteisi við íslenska ríkið og íslenska þjóð en nokkru öðru þótt skoðun kærenda sé að verðmæti höfundaréttarins sem skattstofn sé í raun 0 kr. Er í því sambandi vísað til árangurslausra sölutilrauna á útgáfuréttindum vegna verka [Halldórs]“. Skemmst er frá því að segja að yfirskattanefnd féllst ekki á þessi rök. Þá benti nefndin á að hefðu erfingjarnir verið ósáttir við matið hefði þeim verið í lófa lagið að krefjast yfirmats. Kröfum þeirra var hafnað. „Skatturinn virðist halda að við séum með nóbelspeninginn undir koddanum en íslenska ríkið fékk hann að gjöf. Það hefur enginn íslenskur listamaður lent í slíkum ofsóknum af skattsins hálfu sem hann faðir minn. Yfir gröf og yfir dauða,“ segir Guðný Halldórsdóttir. Hún segir að sýslumaðurinn hafi troðið upp á þau matsmanni sem hefði ekkert vit á bókmenntum og listum. „Mér sýnist sýslumaður ekki hafa farið að lögum og ráðið hæfan matsmann, heldur ungan ofurlaunaðan hagfræðing úti í bæ, sem veit ekkert um höfundarétt. Þetta er hrein og klár valdníðsla.“ Guðný segir að nefndin hafi ekki tekið efnislega afstöðu til matsins heldur aðeins bent á að erfingjarnir hefðu getað krafist yfirmats. Hún bætir því við að slíkt hefði kostað alla vega þrenn árslaun rithöfundar og „sennilegast orðið ágiskun líka“. Að sögn Guðnýjar eru engin fordæmi fyrir gjörningi sem þessum. „Ég hef verið í sambandi við niðja annarra rithöfunda og enginn hefur þurft að borga skatt af ímynduðum framtíðartekjum nokkurs listamanns.“ Líkt og áður segir verður skattstofn höfundaréttarins 28 milljónir króna. Frá því dregst kostnaður við matsgerðina, en gerð hennar tók um tvær vikur, en hann var tæpar 1,4 milljónir króna. Úrskurður nefndarinnar verður ekki kærður áfram. „Við gefumst bara upp gagnvart þessari, vonandi, síðustu aðför sýslumanns gegn Halldóri Kiljan Laxness,“ segir Guðný.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Ætla að fjölga lögreglumönnum verulega Vilja ekki plast eða vír á leiðisskreytingar í kirkjugörðum Þetta eru ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Sjá meira