Strákarnir rústuðu Svíum og eru komnir í 8-liða úrslit Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. júlí 2017 13:15 Kári Jónsson sneri aftur eftir meiðsli og var stigahæstur í íslenska liðinu. vísir/ernir Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri er komið í 8-liða úrslit á EM eftir stórsigur á Svíum, 39-73, í dag. Ísland er ekki bara komið í 8-liða úrslit heldur er það öruggt með áframhaldandi sæti í A-deild Evrópumótsins. Í upphafi leiks benti ekkert til þess að Íslendingar myndu vinna 34 stiga sigur. Svíar byrjuðu af miklum krafti og um miðjan 1. leikhluta var staðan 14-2, sænsku strákunum í vil. Það reyndist lognið á undan storminum. Íslenska vörnin skellti hreinlega í lás og á síðustu 35 leiksins fékk Ísland aðeins 25 stig á sig. Íslensku strákarnir náðu forystunni undir 1. leikhluta og litu ekki til baka eftir það. Þeir hreinlega rúlluðu yfir ráðalausa Svía. Staðan í hálfleik var 21-40, Íslandi í vil, og í seinni hálfleik breikkaði bilið. Á endanum munaði 34 stigum á liðunum, 39-73. Tryggvi Snær Hlinason átti enn einn stórleikinn fyrir Ísland á mótinu. Bárðdælingurinn skoraði 13 stig, tók 12 fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði tvö skot. Eftir að hafa misst af síðasta leik vegna meiðsla sneri Kári Jónsson aftur í íslenska liðið og skoraði 15 stig. Breki Gylfason kom öflugur af bekknum og skilaði 10 stigum, sex fráköstum og fjórum stoðsendingum. Kristinn Pálsson skoraði einnig 10 stig. Það kemur í ljós síðar í dag hvort Ísland mætir Ísrael eða Ítalíu í 8-liða úrslitunum á morgun.Leikinn má sjá hér að neðan og tölfræði leiksins má nálgast með því að smella hér. Körfubolti Tengdar fréttir Naumt tap gegn Frökkum U20 ára landslið Íslands í körfubolta töpuðu gegn því franska, 50-58 í fyrsta leik liðsins í A-deildinni á Evrópumóti U20 landsliða sem fer fram í Grikklandi. 15. júlí 2017 14:57 Annar leikhluti varð íslenska liðinu að falli gegn Tyrklandi Tyrkir unnu sextán stiga sigur á Íslandi á EM u20 ára 82-66 á Krít en eftir jafnan leik framan af settu Tyrkirnir í gír í öðrum leikhluta og náðu góðu forskoti sem Íslandi mistókst að brúa. 16. júlí 2017 16:00 Tryggvi öflugur í fyrsta sigri strákanna Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann góðan sigur á Svartfjallalandi, 50-60, í B-riðli A-deildar Evrópumótsins á Krít í dag. 17. júlí 2017 13:15 Tryggvi með hæsta framlagið í riðlakeppni EM U-20 Íslenski miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason hefur spilað frábærlega með íslenska tuttugu ára landsliðinu í körfubolta í úrslitakeppni EM í Grikklandi. 18. júlí 2017 08:30 Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Ætla að láta frjálsíþróttakonur gangast undir kynjapróf Sport Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum Sport Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íslenski boltinn Fleiri fréttir Púað á Butler í endurkomunni til Miami Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Sjá meira
Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri er komið í 8-liða úrslit á EM eftir stórsigur á Svíum, 39-73, í dag. Ísland er ekki bara komið í 8-liða úrslit heldur er það öruggt með áframhaldandi sæti í A-deild Evrópumótsins. Í upphafi leiks benti ekkert til þess að Íslendingar myndu vinna 34 stiga sigur. Svíar byrjuðu af miklum krafti og um miðjan 1. leikhluta var staðan 14-2, sænsku strákunum í vil. Það reyndist lognið á undan storminum. Íslenska vörnin skellti hreinlega í lás og á síðustu 35 leiksins fékk Ísland aðeins 25 stig á sig. Íslensku strákarnir náðu forystunni undir 1. leikhluta og litu ekki til baka eftir það. Þeir hreinlega rúlluðu yfir ráðalausa Svía. Staðan í hálfleik var 21-40, Íslandi í vil, og í seinni hálfleik breikkaði bilið. Á endanum munaði 34 stigum á liðunum, 39-73. Tryggvi Snær Hlinason átti enn einn stórleikinn fyrir Ísland á mótinu. Bárðdælingurinn skoraði 13 stig, tók 12 fráköst, gaf fjórar stoðsendingar og varði tvö skot. Eftir að hafa misst af síðasta leik vegna meiðsla sneri Kári Jónsson aftur í íslenska liðið og skoraði 15 stig. Breki Gylfason kom öflugur af bekknum og skilaði 10 stigum, sex fráköstum og fjórum stoðsendingum. Kristinn Pálsson skoraði einnig 10 stig. Það kemur í ljós síðar í dag hvort Ísland mætir Ísrael eða Ítalíu í 8-liða úrslitunum á morgun.Leikinn má sjá hér að neðan og tölfræði leiksins má nálgast með því að smella hér.
Körfubolti Tengdar fréttir Naumt tap gegn Frökkum U20 ára landslið Íslands í körfubolta töpuðu gegn því franska, 50-58 í fyrsta leik liðsins í A-deildinni á Evrópumóti U20 landsliða sem fer fram í Grikklandi. 15. júlí 2017 14:57 Annar leikhluti varð íslenska liðinu að falli gegn Tyrklandi Tyrkir unnu sextán stiga sigur á Íslandi á EM u20 ára 82-66 á Krít en eftir jafnan leik framan af settu Tyrkirnir í gír í öðrum leikhluta og náðu góðu forskoti sem Íslandi mistókst að brúa. 16. júlí 2017 16:00 Tryggvi öflugur í fyrsta sigri strákanna Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann góðan sigur á Svartfjallalandi, 50-60, í B-riðli A-deildar Evrópumótsins á Krít í dag. 17. júlí 2017 13:15 Tryggvi með hæsta framlagið í riðlakeppni EM U-20 Íslenski miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason hefur spilað frábærlega með íslenska tuttugu ára landsliðinu í körfubolta í úrslitakeppni EM í Grikklandi. 18. júlí 2017 08:30 Mest lesið Lýsti ofbeldinu sem faðir hans beitti hann Sport Paul vill nú berjast við fyrrum heimsmeistara í pílu Sport Rekinn fyrir að vera í sambandi með leikmanni en vill annað tækifæri Enski boltinn „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Handbolti Ætla að láta frjálsíþróttakonur gangast undir kynjapróf Sport Lífsferill íþróttamannsins: Við verðum að tala meira um sálina í íþróttunum Sport Eygló tilnefnd sem lyftingakona ársins í Evrópu Sport Argentína rústaði Brasilíu og er komin á HM Fótbolti Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Íslenski boltinn Fleiri fréttir Púað á Butler í endurkomunni til Miami Martin dældi út stoðsendingum í enn einu Evróputapinu Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Evans farinn frá Njarðvík Lögmál leiksins: Menningin dáin hjá Heat Kippti í hár körfuboltastelpu og var rekinn Risinn á Álftanesi nýtrúlofaður og borðar hunang á bekknum Martin með tíu stoðsendingar en liðið kastaði sigrinum frá sér Styrmir stigahæstur gegn meisturunum Máluðu Smárann rauðan Græn gleði í Smáranum Lakers fékk skell í endurkomu LeBrons Uppgjörið: KR - Valur 78-96 | Valsmenn bikarmeistarar í fimmta sinn „Eins og ég sé kominn í úrslitakeppnina tveimur vikum áður en hún byrjar“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 81-74 | Njarðvíkingar bikarmeistarar „Það er ekkert gefið og þú verður að vinna fyrir öllu“ „Ég er alltaf bjartsýnn en alltaf stressaður“ Bíður stórleiksins: „Búið að keyra upp alvöru stemningu“ Byrjaði í fyrsta sinn í þrjú ár svo einhverfur sonur hans gæti séð hann spila Mætir KR-ingum á morgun en stýrði þeim síðast: „Þeir slátruðu okkur“ „Hvaða leikmaður gefur frá sér mestu Doc orkuna?“ Bronny stigahæstur hjá Lakers Uppselt á úrslitaleik KR og Vals Celtics selt sem dýrasta félag í sögu Bandaríkjanna Forkaupsréttur fyrir Íslendinga í fimm daga Sigurður Ingimundar.: Þurfum að vera meira solid Joshua: Orka og undirbúningur skiluðu þessum sigri „Markmiðið fyrir tímabilið að vinna þennan bikar“ „Sviðið sem við viljum vera á“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit Sjá meira
Naumt tap gegn Frökkum U20 ára landslið Íslands í körfubolta töpuðu gegn því franska, 50-58 í fyrsta leik liðsins í A-deildinni á Evrópumóti U20 landsliða sem fer fram í Grikklandi. 15. júlí 2017 14:57
Annar leikhluti varð íslenska liðinu að falli gegn Tyrklandi Tyrkir unnu sextán stiga sigur á Íslandi á EM u20 ára 82-66 á Krít en eftir jafnan leik framan af settu Tyrkirnir í gír í öðrum leikhluta og náðu góðu forskoti sem Íslandi mistókst að brúa. 16. júlí 2017 16:00
Tryggvi öflugur í fyrsta sigri strákanna Íslenska karlalandsliðið í körfubolta skipað leikmönnum 20 ára og yngri vann góðan sigur á Svartfjallalandi, 50-60, í B-riðli A-deildar Evrópumótsins á Krít í dag. 17. júlí 2017 13:15
Tryggvi með hæsta framlagið í riðlakeppni EM U-20 Íslenski miðherjinn Tryggvi Snær Hlinason hefur spilað frábærlega með íslenska tuttugu ára landsliðinu í körfubolta í úrslitakeppni EM í Grikklandi. 18. júlí 2017 08:30
Uppgjörið: Keflavík - Valur 67-91 | Frábærir Valsmenn rúlluðu yfir Keflavík á leið sinni í bikarúrslit