Macron vonar að Trump vendi kvæði sínu í kross í loftslagsmálum Kjartan Kjartansson skrifar 16. júlí 2017 09:16 Vel virtist fara á með Macron og Trump þegar sá síðarnefndi heimsótti Frakkland fyrir helgi. Vísir/AFP Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segist vongóður um að Donald Trump Bandaríkjaforseti snúi við ákvörðun sinni um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu eftir opinbera heimsókn hans á þjóðhátíðardegi Frakka. „Trump sagði mér að hann myndi reyna að finna lausn á næstu mánuðum. Við ræddum ítarlega um hvað gæti fengið hann til að ganga aftur inn í Parísarsamkomulagið,“ sagði Macron við franska dagblaðið Le Journal du Dimanche og Reuters-fréttastofan hefur eftir. Trump tilkynnti um þá ákvörðun sína að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu sem er ætlað að stemma stigu við losun á gróðurhúsalofttegundum til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga 1. júní.Draga tennurnar úr loftslagsaðgerðum Obama heima fyrirJafnvel þó að Macron telji hugsanlegt að Trump hætti við að hætta þá hafa aðgerðir Bandaríkjastjórnar fram að þessu gert áframhaldandi þátttöku hennar í Parísarsamkomulaginu nær merkingarlausa. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna hefur þegar gripið til aðgerða til þess að snúa við loftslagsaðgerðum sem voru hafnar í stjórnartíð Baracks Obama, þar á meðal viðmiðum um losun gróðurhúsalofttegunda. Trump hefur einnig ítrekað lýst yfir vilja sínum til að endurlífga kolaiðnaðinn í Bandaríkjunum sem hefur átt verulega undir högg að sækja. Forsetinn og bandamenn hans telja ástæðuna íþyngjandi reglur, þar á meðal vegna loftslagsaðgerða. Raunverulega segja sérfræðingar að kol hafi einfaldlega orðið undir í samkeppninni við ódýrt jarðgas og endurnýjanlega orkugjafa. Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. 21. júní 2017 11:36 Einangrun Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum staðfest í Hamborg Margir leiðtoga G-20-ríkja lögðust á Donald Trump forseta Bandaríkjanna til að fá hann til að hætta við að draga Bandaríkin út úr skuldbindingum Parísarsáttmálans í loftlagsmálum. 8. júlí 2017 19:30 Trump lék á als oddi í París og gefur Parísarsamkomulaginu undir fótinn Hann var heiðursgestur Emmanuel Macron á þjóðhátíðardegi Frakka í dag en forsetarnir eru sammála um að þjóðirnar eigi margt sameiginlegt. 14. júlí 2017 20:30 Dómstóll bannar ríkisstjórn Trump að frysta loftmengunarreglur Umhverfisstofnun Bandaríkjanna mátti ekki fresta gildistöku viðmiða um loftmengun sem voru ákveðin í tíð Baracks Obama. Úrskurður áfrýjunardómstóls þessa efni gæti torveldað ríkisstjórn Donalds Trump að afnema reglur og viðmið sem stofnanir komu á áður hún tók við völdum. 3. júlí 2017 23:22 Trump gefur í skyn að hann muni breyta afstöðu sinni gagnvart Parísarsamkomulaginu Orð Trumps komu í kjölfar þess að Macron sagðist virða ákvörðun forsetans að draga Bandaríkin úr aðild að samningnum og að þeir vissu báðir að afstaða þeirra væri mismunandi, hins vegar væri mikilvægt að halda áfram. 13. júlí 2017 22:49 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, segist vongóður um að Donald Trump Bandaríkjaforseti snúi við ákvörðun sinni um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu eftir opinbera heimsókn hans á þjóðhátíðardegi Frakka. „Trump sagði mér að hann myndi reyna að finna lausn á næstu mánuðum. Við ræddum ítarlega um hvað gæti fengið hann til að ganga aftur inn í Parísarsamkomulagið,“ sagði Macron við franska dagblaðið Le Journal du Dimanche og Reuters-fréttastofan hefur eftir. Trump tilkynnti um þá ákvörðun sína að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu sem er ætlað að stemma stigu við losun á gróðurhúsalofttegundum til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga 1. júní.Draga tennurnar úr loftslagsaðgerðum Obama heima fyrirJafnvel þó að Macron telji hugsanlegt að Trump hætti við að hætta þá hafa aðgerðir Bandaríkjastjórnar fram að þessu gert áframhaldandi þátttöku hennar í Parísarsamkomulaginu nær merkingarlausa. Umhverfisstofnun Bandaríkjanna hefur þegar gripið til aðgerða til þess að snúa við loftslagsaðgerðum sem voru hafnar í stjórnartíð Baracks Obama, þar á meðal viðmiðum um losun gróðurhúsalofttegunda. Trump hefur einnig ítrekað lýst yfir vilja sínum til að endurlífga kolaiðnaðinn í Bandaríkjunum sem hefur átt verulega undir högg að sækja. Forsetinn og bandamenn hans telja ástæðuna íþyngjandi reglur, þar á meðal vegna loftslagsaðgerða. Raunverulega segja sérfræðingar að kol hafi einfaldlega orðið undir í samkeppninni við ódýrt jarðgas og endurnýjanlega orkugjafa.
Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. 21. júní 2017 11:36 Einangrun Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum staðfest í Hamborg Margir leiðtoga G-20-ríkja lögðust á Donald Trump forseta Bandaríkjanna til að fá hann til að hætta við að draga Bandaríkin út úr skuldbindingum Parísarsáttmálans í loftlagsmálum. 8. júlí 2017 19:30 Trump lék á als oddi í París og gefur Parísarsamkomulaginu undir fótinn Hann var heiðursgestur Emmanuel Macron á þjóðhátíðardegi Frakka í dag en forsetarnir eru sammála um að þjóðirnar eigi margt sameiginlegt. 14. júlí 2017 20:30 Dómstóll bannar ríkisstjórn Trump að frysta loftmengunarreglur Umhverfisstofnun Bandaríkjanna mátti ekki fresta gildistöku viðmiða um loftmengun sem voru ákveðin í tíð Baracks Obama. Úrskurður áfrýjunardómstóls þessa efni gæti torveldað ríkisstjórn Donalds Trump að afnema reglur og viðmið sem stofnanir komu á áður hún tók við völdum. 3. júlí 2017 23:22 Trump gefur í skyn að hann muni breyta afstöðu sinni gagnvart Parísarsamkomulaginu Orð Trumps komu í kjölfar þess að Macron sagðist virða ákvörðun forsetans að draga Bandaríkin úr aðild að samningnum og að þeir vissu báðir að afstaða þeirra væri mismunandi, hins vegar væri mikilvægt að halda áfram. 13. júlí 2017 22:49 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Erlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Fleiri fréttir Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Menendez bræðurnir nær frelsinu Skjótasta leiðin að friði að verða við kröfum Rússa Þessi Airbus gæti flogið á íslenskri orku til Oslóar Sjá meira
Orkumálaráðherra Trump hafnar því að menn beri ábyrgð á hlýnun jarðar Ráðherrar og embættismenn í ríkisstjórn Donalds Trump virðast ekki skilja orsakir hnattrænnar hlýnunar. Orkumálaráðherrann neitaði því í viðtali að koltvísýringur væri aðalorsakavaldur hennar. 21. júní 2017 11:36
Einangrun Bandaríkjastjórnar í loftslagsmálum staðfest í Hamborg Margir leiðtoga G-20-ríkja lögðust á Donald Trump forseta Bandaríkjanna til að fá hann til að hætta við að draga Bandaríkin út úr skuldbindingum Parísarsáttmálans í loftlagsmálum. 8. júlí 2017 19:30
Trump lék á als oddi í París og gefur Parísarsamkomulaginu undir fótinn Hann var heiðursgestur Emmanuel Macron á þjóðhátíðardegi Frakka í dag en forsetarnir eru sammála um að þjóðirnar eigi margt sameiginlegt. 14. júlí 2017 20:30
Dómstóll bannar ríkisstjórn Trump að frysta loftmengunarreglur Umhverfisstofnun Bandaríkjanna mátti ekki fresta gildistöku viðmiða um loftmengun sem voru ákveðin í tíð Baracks Obama. Úrskurður áfrýjunardómstóls þessa efni gæti torveldað ríkisstjórn Donalds Trump að afnema reglur og viðmið sem stofnanir komu á áður hún tók við völdum. 3. júlí 2017 23:22
Trump gefur í skyn að hann muni breyta afstöðu sinni gagnvart Parísarsamkomulaginu Orð Trumps komu í kjölfar þess að Macron sagðist virða ákvörðun forsetans að draga Bandaríkin úr aðild að samningnum og að þeir vissu báðir að afstaða þeirra væri mismunandi, hins vegar væri mikilvægt að halda áfram. 13. júlí 2017 22:49