Innlent

Konunum sem villtust á Fimmvörðuhálsi komið til byggða

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Björgunarsveitir fylgdu konunum til Skóga en mikil þoka og lítið skyggni var á Fimmvörðuhálsi þar sem þær villtust.
Björgunarsveitir fylgdu konunum til Skóga en mikil þoka og lítið skyggni var á Fimmvörðuhálsi þar sem þær villtust. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út um klukkan 14:30 í dag vegna tveggja kvenna sem villtust á Fimmvörðuhálsi. Mikil þoka var á svæðinu og lélegt skyggni en konurnar náðu sambandi við Neyðarlínuna.

Þær voru ekki slasaðar en þó kaldar og hraktar. Þær héldu kyrru fyrir á þeim stað þar sem þær náðu sambandi við Neyðarlínu og fundu björgunarsveitarmenn þær þar en þeir komu til þeirra á bílum, sexhjólum og gangandi.

Konurnar vildu fara niður að Skógum með með björgunarsveitunum enda kaldar og hraktar, eins og áður segir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×