Sautján stiga maðurinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2017 06:00 Andri Rúnar Bjarnason á ferðinni með boltann í leik á móti KR í Vesturbænum. Andri Rúnar gerði út um þann leik eins og marga fleiri í sumar en hann fiskaði víti í lokin og skoraði úr því sigurmarkið í leiknum. vísir/stefán Nú eru liðnir 57 dagar síðan nýliðar Grindvíkingar töpuðu síðast leik í Pepsi-deild karla. Jafnlangur tími er enn fremur liðinn síðan Grindvíkingar skoruðu mark þar sem Andri Rúnar Bjarnason kom hvergi nærri. Andri Rúnar Bjarnason skoraði sigurmarkið og lagði upp fyrra markið í 2-1 sigri á KA um helgina og hefur nú komið að tólf mörkum Grindvíkinga í röð með því annaðhvort að skora (10) eða gefa stoðsendingu (2). Sigurinn á KA á sunnudaginn var sjöundi deildarleikur Grindavíkur í röð án þess að tapa og liðið hefur náð í 17 af 21 stigi í boði á undanförnum tveimur mánuðum. Andri Rúnar skoraði sitt fjórða sigurmark í sumar á móti KA en hann tryggði Grindavíkurliðinu einnig öll þrjú stigin á móti Reykjavikurliðunum KR, Val og Víkingi. Grindavíkurliðið hefur skorað sextán mörk í fyrstu tíu deildarleikjum sínum og í aðeins þremur þeirra hefur Andri Rúnar ekki átt beinan þátt. Framherjinn stóri og stæðilegi hefur því komið að 13 af 16 mörkum eða 81 prósenti marka liðsins á leiktíðinni. Andri Rúnar skoraði sitt tíunda deildarmark á móti KA og það þarf að fara alla leið aftur til sumarsins 1986 til að finna leikmann sem var fljótari en Andri Rúnar að komast yfir tíu marka múrinn. Framarinn Guðmundur Torfason skoraði þá sitt tíunda og ellefta mark 3. júlí. Guðmundur endaði á því að skora 19 mörk á tímabilinu og jafnaði þar með markamet Péturs Péturssonar. Þórður Guðjónsson (ÍA 1993) og Tryggvi Guðmundsson (ÍBV 1997) hafa náð að jafna metin en engum hefur enn tekist að slá metið sem Pétur setti í búningi Skagamanna sumarið 1978. Ekki þarf að koma fólki mikið á óvart að stigatafla Pepsi-deildarinnar væri allt öðruvísi ef Andri Rúnar hefði ekki klæðst Grindavíkurtreyjunni í sumar. Grindavík væri þá aðeins með fjögur stig og langneðst í deildinni, heilum sex stigum frá öruggu sæti. Hér fyrir ofan má sjá hvernig Andri Rúnar hefur skilað sautján stigum í hús með Grindavík í sumar en það eru fleiri stig en níu lið deildarinnar eru með samanlagt. Þarna má sjá mörk hans og stoðsendingar og stigin sem þau skiluðu í hverjum leik.grafík/fréttablaðið Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Enski boltinn „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfubolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Mahomes kennir sjálfum sér um tapið í nótt Sport Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Rekinn fyrir sjö vikum en er nú mættur aftur Fótbolti Fleiri fréttir Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Sjá meira
Nú eru liðnir 57 dagar síðan nýliðar Grindvíkingar töpuðu síðast leik í Pepsi-deild karla. Jafnlangur tími er enn fremur liðinn síðan Grindvíkingar skoruðu mark þar sem Andri Rúnar Bjarnason kom hvergi nærri. Andri Rúnar Bjarnason skoraði sigurmarkið og lagði upp fyrra markið í 2-1 sigri á KA um helgina og hefur nú komið að tólf mörkum Grindvíkinga í röð með því annaðhvort að skora (10) eða gefa stoðsendingu (2). Sigurinn á KA á sunnudaginn var sjöundi deildarleikur Grindavíkur í röð án þess að tapa og liðið hefur náð í 17 af 21 stigi í boði á undanförnum tveimur mánuðum. Andri Rúnar skoraði sitt fjórða sigurmark í sumar á móti KA en hann tryggði Grindavíkurliðinu einnig öll þrjú stigin á móti Reykjavikurliðunum KR, Val og Víkingi. Grindavíkurliðið hefur skorað sextán mörk í fyrstu tíu deildarleikjum sínum og í aðeins þremur þeirra hefur Andri Rúnar ekki átt beinan þátt. Framherjinn stóri og stæðilegi hefur því komið að 13 af 16 mörkum eða 81 prósenti marka liðsins á leiktíðinni. Andri Rúnar skoraði sitt tíunda deildarmark á móti KA og það þarf að fara alla leið aftur til sumarsins 1986 til að finna leikmann sem var fljótari en Andri Rúnar að komast yfir tíu marka múrinn. Framarinn Guðmundur Torfason skoraði þá sitt tíunda og ellefta mark 3. júlí. Guðmundur endaði á því að skora 19 mörk á tímabilinu og jafnaði þar með markamet Péturs Péturssonar. Þórður Guðjónsson (ÍA 1993) og Tryggvi Guðmundsson (ÍBV 1997) hafa náð að jafna metin en engum hefur enn tekist að slá metið sem Pétur setti í búningi Skagamanna sumarið 1978. Ekki þarf að koma fólki mikið á óvart að stigatafla Pepsi-deildarinnar væri allt öðruvísi ef Andri Rúnar hefði ekki klæðst Grindavíkurtreyjunni í sumar. Grindavík væri þá aðeins með fjögur stig og langneðst í deildinni, heilum sex stigum frá öruggu sæti. Hér fyrir ofan má sjá hvernig Andri Rúnar hefur skilað sautján stigum í hús með Grindavík í sumar en það eru fleiri stig en níu lið deildarinnar eru með samanlagt. Þarna má sjá mörk hans og stoðsendingar og stigin sem þau skiluðu í hverjum leik.grafík/fréttablaðið
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segja Viktor læra af þeim besta hjá Barcelona og greina frá næsta félaga hans Handbolti Ernirnir flugu hátt í Super Bowl og rassskelltu meistarana Sport Mikil sorg í hnefaleikasamfélaginu eftir óvænt andlát Sport Kennir í brjósti um Arnór en er líka á förum Enski boltinn „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfubolti Dansari smyglaði inn fánum á sýninguna á Super Bowl Fótbolti Sumarfrí, siðareglur, fleiri varamenn og ekki mismunað eftir þjóðerni Fótbolti Mahomes kennir sjálfum sér um tapið í nótt Sport Hneyksli í Tyrklandi: Fóru heim í fýlu yfir víti Fótbolti Rekinn fyrir sjö vikum en er nú mættur aftur Fótbolti Fleiri fréttir Framarar fundu strax leið úr skammarkróknum Tvær þrennur í níu marka stórsigri Hrannar með þrennu gegn Þór Sjáðu sigurmark Örvars og önnur mörk úr Lengjubikarnum Íhugaði að lauma mynd af húsinu í myndaalbúm fjölskyldunnar ÍR vann níu FH-inga og Valskonur í stuði Hituðu upp fyrir Grikkina í snjónum: Danna þema hjá Víkingum Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Einar heim í Hafnarfjörðinn Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Framarar lausir við Frambanann Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Sjá meira