Ákvörðun Donalds Trump vekur hræðslu Sæunn Gísladóttir skrifar 27. júlí 2017 07:00 Alda Villiljós, formaður Trans-Íslands, segir ákvörðun Trumps ekki koma sérstaklega á óvart miðað við stefnu hans. Mynd/Villiljós Visual Art „Þetta er frekar hræðilegt í fyllstu merkingu þess orðs, maður verður dálítið hræddur um hvað komi næst, hverjir verði næst fyrir barðinu og hvaða réttindi verða tekin af okkur næst,“ segir Alda Villiljós, formaður Trans-Íslands um þá ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta að banna transfólki að starfa fyrir Bandaríkjaher. „Þetta er ekkert sem kemur á óvart þannig séð miðað við stefnu Trumps og breytingar þessarar ríkisstjórnar í málefnum hinsegin fólks almennt. Þetta gefur til kynna hatur ríkisstjórnarinnar á hinsegin fólki og hversu tilbúin þau eru að bregðast öllum fyrri yfirlýsingum um stuðning og allt,“ segir Alda. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna ´78. Vísir/Anton BrinkTrump tilkynnti ákvörðun sína í gær. „Eftir að hafa ráðfært mig við hershöfðingja og sérfræðinga tilkynni ég að ríkisstjórnin mun ekki leyfa transfólki að starfa að nokkru leyti innan Bandaríkjahers. Herinn okkar verður að einbeita sér að því að vinna skýra sigra og má ekki láta þann heilbrigðiskostnað og þá truflun sem myndi fylgja transfólki í hernum afvegaleiða sig,“ tísti forsetinn. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna '78, tekur í svipaðan streng og Alda Villiljós. „Ég held að þetta sé nú bara bæði jafn forkastanlegt og það er fyrirsjáanlegt úr þessu tiltekna heygarðshorni,“ segir hún. „Þessi pólitík sem hann stundar snýst svo mikið um að höfða til grunnra flokkadrátta og „við á móti þeim“, hún snýst alltaf á endanum upp í einhvers konar útskúfun og jaðarsetningu á viðkvæmum hópum,“ segir María Helga. „Það kemur mér því miður ekkert á óvart að hann skuli spila inn á þessa transfóbíu sem því miður grasserar svo mikið í Bandaríkjunum.“ María Helga segist miður sín yfir stöðu mála. „Við þurfum að vera árvökul og halda áfram baráttunni,“ segir hún. Ákvörðun Trumps markar brotthvarf frá stefnu sem Barack Obama, forveri Trumps, samþykkti á síðasta ári og átti að heimila transfólki að ganga í herinn. Í júní frestaði James Mattis varnarmálaráðherra gildistöku ákvörðunar Obama til að leyfa hernum að endurskoða stefnu sína og veita innsýn í aðbúnað og hæfi hermanna. Hefur forsetinn nú horfið alveg frá stefnu Obama. Samkvæmt hinni óháðu Rand-stofnun voru í fyrra 2.450 af 1.200.000 hermönnum transfólk. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher. 26. júlí 2017 13:37 Kastar trans fólki úr hernum fyrir múrinn Þingmenn sem vilja losna við kostnað ríkisins vegna kynleiðréttingaraðgerða hermanna leituðu til Trump eftir að leiðtogar Repúblikanaflokksins á þinginu komu í veg fyrir ætlanir þeirra. 26. júlí 2017 20:52 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
„Þetta er frekar hræðilegt í fyllstu merkingu þess orðs, maður verður dálítið hræddur um hvað komi næst, hverjir verði næst fyrir barðinu og hvaða réttindi verða tekin af okkur næst,“ segir Alda Villiljós, formaður Trans-Íslands um þá ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta að banna transfólki að starfa fyrir Bandaríkjaher. „Þetta er ekkert sem kemur á óvart þannig séð miðað við stefnu Trumps og breytingar þessarar ríkisstjórnar í málefnum hinsegin fólks almennt. Þetta gefur til kynna hatur ríkisstjórnarinnar á hinsegin fólki og hversu tilbúin þau eru að bregðast öllum fyrri yfirlýsingum um stuðning og allt,“ segir Alda. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna ´78. Vísir/Anton BrinkTrump tilkynnti ákvörðun sína í gær. „Eftir að hafa ráðfært mig við hershöfðingja og sérfræðinga tilkynni ég að ríkisstjórnin mun ekki leyfa transfólki að starfa að nokkru leyti innan Bandaríkjahers. Herinn okkar verður að einbeita sér að því að vinna skýra sigra og má ekki láta þann heilbrigðiskostnað og þá truflun sem myndi fylgja transfólki í hernum afvegaleiða sig,“ tísti forsetinn. María Helga Guðmundsdóttir, formaður Samtakanna '78, tekur í svipaðan streng og Alda Villiljós. „Ég held að þetta sé nú bara bæði jafn forkastanlegt og það er fyrirsjáanlegt úr þessu tiltekna heygarðshorni,“ segir hún. „Þessi pólitík sem hann stundar snýst svo mikið um að höfða til grunnra flokkadrátta og „við á móti þeim“, hún snýst alltaf á endanum upp í einhvers konar útskúfun og jaðarsetningu á viðkvæmum hópum,“ segir María Helga. „Það kemur mér því miður ekkert á óvart að hann skuli spila inn á þessa transfóbíu sem því miður grasserar svo mikið í Bandaríkjunum.“ María Helga segist miður sín yfir stöðu mála. „Við þurfum að vera árvökul og halda áfram baráttunni,“ segir hún. Ákvörðun Trumps markar brotthvarf frá stefnu sem Barack Obama, forveri Trumps, samþykkti á síðasta ári og átti að heimila transfólki að ganga í herinn. Í júní frestaði James Mattis varnarmálaráðherra gildistöku ákvörðunar Obama til að leyfa hernum að endurskoða stefnu sína og veita innsýn í aðbúnað og hæfi hermanna. Hefur forsetinn nú horfið alveg frá stefnu Obama. Samkvæmt hinni óháðu Rand-stofnun voru í fyrra 2.450 af 1.200.000 hermönnum transfólk.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher. 26. júlí 2017 13:37 Kastar trans fólki úr hernum fyrir múrinn Þingmenn sem vilja losna við kostnað ríkisins vegna kynleiðréttingaraðgerða hermanna leituðu til Trump eftir að leiðtogar Repúblikanaflokksins á þinginu komu í veg fyrir ætlanir þeirra. 26. júlí 2017 20:52 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Trump: Transfólk má ekki gegna herþjónustu Transfólki verður bannað að gegna allri herþjónustu samkvæmt ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta. Hann telur transfólk truflun og byrði á Bandaríkjaher. 26. júlí 2017 13:37
Kastar trans fólki úr hernum fyrir múrinn Þingmenn sem vilja losna við kostnað ríkisins vegna kynleiðréttingaraðgerða hermanna leituðu til Trump eftir að leiðtogar Repúblikanaflokksins á þinginu komu í veg fyrir ætlanir þeirra. 26. júlí 2017 20:52