Innlent

Konur í meirihluta í lögreglunámi

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Elsti nemandinn er fæddur 1964 en þeir yngstu árið 1997.
Elsti nemandinn er fæddur 1964 en þeir yngstu árið 1997. Vísir/Pjetur
Alls 76 konur eru innritaðar á haustönn í lögreglufræðum við Háskólann á Akureyri en í námið eru nú skráðir 150 nemendur. Hlutfall kynjanna er því nánast jafnt en innritaðir karlar eru 74 talsins.

Um heildarfjölda er að ræða, eða bæði nýnema og nemendur sem eru að hefja síðara námsár sitt. Þetta sýna tölur sem Fréttablaðið hefur undir höndum. Langflestir nemendanna eru skráðir í fjarnám eða yfir 80 prósent.

Vilhjálmur Árnason, alþingismaður og fyrrverandi lögreglumaður, segir fjarnámið, sem var tekið upp eftir að námið var fært upp á háskólastig, góða viðbót þar sem skortur á lögreglumönnum sé ekki síst vandamál á landsbyggðinni.

„Menn á landsbyggðinni eru þá líklegri til að vilja fara í námið í fjarnámi og þá jafnvel meðfram lögreglustarfi í sinni heimabyggð.“





Aftur á móti komast færri löggæslunemar í starfsnám, sem er hluti námsins, en að jafnaði eru einungis 40 nemendur teknir inn í það á hverju ári. Fjöldi starfsnema hverju sinni endurspeglar áætlaðan fjölda útskrifaðra lögreglumanna á ári.

Auk tveggja ára diplómanáms, sem veitir starfsréttindi, er boðið upp á þriggja ára nám til BA-prófs í lögreglufræðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×