Innlent

Endurfundir breyttust í styrktarkvöld

Atli Ísleifsson og Samúel Karl Ólason skrifa
Darri hefur verið á Barnaspítala Hringsins frá áramótum.
Darri hefur verið á Barnaspítala Hringsins frá áramótum.
„Við vorum að fara að halda „reunion“ og sáum frétt um Darra. Þá tókum við þá ákvörðun að breyta þessu kvöldi í eitthvað jákvætt,“ segir Valgarður Finnbogason, einn skippuleggjenda styrktarkvölds, sem haldið verður á föstudag, fyrir hinn átján mánaða Darra Magnússon sem berst við bráðahvítblæði. Darri hefur verið á Barnaspítala Hringsins frá áramótum.

Faðir Darra, Magnús Reynisson, fagnar tuttugu ára útskriftarafmæli úr Foldaskóla á þessu ári og ákváðu gamlir skólafélagar hans að nýta tækifærið og skipuleggja skemmtikvöld á Gullöldinni í Grafarvogi þar sem allir eru velkomnir, í stað þess að halda hefðbundna skemmtun fyrir árganginn.

Um tíu manns koma að söfnuninni og segir Valgarður að viðburðurinn verði öllum opinn og að allur hagnaður muni renna óskiptur til fjölskyldu Darra. „Þetta er búið að breytast mjög á stuttum tíma, úr því að vera lítið og nett yfir í að vera mun stærra. Það er mjög gaman, en við erum komin með tugi vinninga upp á nokkuð hundruð þúsund króna,“ segir Valgarður.

Valgarður segir að Gylfi Sigurðsson, leikmaður íslenska landsliðsins, hafi gefið tvær áritaðar Swansea-treyjur til styrktar málefninu. Verður önnur treyjanna boðin upp á opnu uppboði á Facebook en hin verður meðal vinninga í happdrætti sem fram fer á styrktarkvöldinu.

Hér má Facebook-síðu viðburðarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×