Norskir eldisrisar bjargi landsbyggðinni Gunnlaugur Stefánsson skrifar 25. júlí 2017 07:00 Íslenskir umboðsmenn norskra eldisrisa boða nú að laxeldið bjargi búsetunni á landsbyggðinni. Það sögðu stjórnendur Samherja og Granda ekki þegar þeir ráku umfangsmikið fiskeldi á Austfjörðum. Þeir þekktu áhættuna og leyfðu sér ekki að beita skrumi í áróðri. Samherji batt miklar vonir við eldið og byggði t.d. stórt laxasláturhús á Norðfirði og vandaði til allra verka. En vandamálin af völdum náttúrunnar auk umtalsverðra slysasleppinga urðu til þess að eldið var lagt af. Nú koma norskir eldisrisar aðþrengdir vegna slæmrar reynslu af eldisiðjunni fyrir lífríkið á þeirra heimaslóðum og heimta ókeypis afnot af íslenskum sjó í von um skjótfenginn gróða. Í fyrstu var fullyrt að eldið skaði ekki lífríkið. Niðurstöður vísindamanna eins og Erfðanefndar landbúnaðarins leiða annað í ljós og telja stóraukið fiskeldi hafi ófyrirséðar afleiðingar og ráðleggja stöðvun á útgáfu leyfa. Eldistækni með opnum sjókvíum er nú talin úrelt í Noregi og bönnuð þar í nýjum eldisfjárfestingum. Þá er gripið í síðasta hálmstráið og boðað að laxeldið bjargi landsbyggðinni og sjálfsagt sé að fórna minni hagsmunum fyrir stærri. Hvaða minni hagsmunir eru hér í húfi? Það er hin óspillta náttúra sem við teljum til einstakra gæða. En það er einmitt landsbyggðarfólkið umfram aðra sem ber ábyrgð á að nýta þessi gæði af sjálfbærni og varðveita af virðingu. Viljum við fórna þeim gæðum í skiptum fyrir skjótfenginn gróða norskra eldisrisa? Það væri þó reisn yfir því, ef sveitarstjórnir eldissvæða og umhverfisstofnanir settu skilyrði um að allt eldi verði með ófrjóum fiski í lokuðum og sjálfbærum kerfum eins og víðast er nú krafist í nágrannalöndum. Myndum við leyfa geymslu kjarnorkuúrgangs í íslenskum fjörðum fyrir offjár í boði ef bjargi búsetu og lífskjörum á landsbyggðinni um ókomna framtíð? En hvað verður ef endir af ævintýrum verður sá sami og Samherji og Grandi reyndu? Dettur nokkrum manni í hug að norskum eldisrisum þyki þá ofurvænt um íslenskt landsbyggðarfólk?Höfundur er sóknarprestur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Allt að vinna, engu að tapa! Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar Skoðun Fiskurinn í blokkunum Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar vald óttast þekkingu Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskir umboðsmenn norskra eldisrisa boða nú að laxeldið bjargi búsetunni á landsbyggðinni. Það sögðu stjórnendur Samherja og Granda ekki þegar þeir ráku umfangsmikið fiskeldi á Austfjörðum. Þeir þekktu áhættuna og leyfðu sér ekki að beita skrumi í áróðri. Samherji batt miklar vonir við eldið og byggði t.d. stórt laxasláturhús á Norðfirði og vandaði til allra verka. En vandamálin af völdum náttúrunnar auk umtalsverðra slysasleppinga urðu til þess að eldið var lagt af. Nú koma norskir eldisrisar aðþrengdir vegna slæmrar reynslu af eldisiðjunni fyrir lífríkið á þeirra heimaslóðum og heimta ókeypis afnot af íslenskum sjó í von um skjótfenginn gróða. Í fyrstu var fullyrt að eldið skaði ekki lífríkið. Niðurstöður vísindamanna eins og Erfðanefndar landbúnaðarins leiða annað í ljós og telja stóraukið fiskeldi hafi ófyrirséðar afleiðingar og ráðleggja stöðvun á útgáfu leyfa. Eldistækni með opnum sjókvíum er nú talin úrelt í Noregi og bönnuð þar í nýjum eldisfjárfestingum. Þá er gripið í síðasta hálmstráið og boðað að laxeldið bjargi landsbyggðinni og sjálfsagt sé að fórna minni hagsmunum fyrir stærri. Hvaða minni hagsmunir eru hér í húfi? Það er hin óspillta náttúra sem við teljum til einstakra gæða. En það er einmitt landsbyggðarfólkið umfram aðra sem ber ábyrgð á að nýta þessi gæði af sjálfbærni og varðveita af virðingu. Viljum við fórna þeim gæðum í skiptum fyrir skjótfenginn gróða norskra eldisrisa? Það væri þó reisn yfir því, ef sveitarstjórnir eldissvæða og umhverfisstofnanir settu skilyrði um að allt eldi verði með ófrjóum fiski í lokuðum og sjálfbærum kerfum eins og víðast er nú krafist í nágrannalöndum. Myndum við leyfa geymslu kjarnorkuúrgangs í íslenskum fjörðum fyrir offjár í boði ef bjargi búsetu og lífskjörum á landsbyggðinni um ókomna framtíð? En hvað verður ef endir af ævintýrum verður sá sami og Samherji og Grandi reyndu? Dettur nokkrum manni í hug að norskum eldisrisum þyki þá ofurvænt um íslenskt landsbyggðarfólk?Höfundur er sóknarprestur
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar? Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar