Iðnmenntaðir oft og tíðum á hærri launum Sæunn Gísladóttir skrifar 25. júlí 2017 06:00 Sérstaklega mikill skortur er á kjötiðnaðarmönnum í atvinnulífinu, þó er skortur á iðnaðarmönnum í nánast öllum greinum. vísir/stefán Heildarlaun iðnmenntaðra starfsmanna eru í mörgum tilfellum hærri en heildarlaun háskólamenntaðra, þetta sýna tölur Hagstofunnar. Eins og Fréttablaðið greindi frá er atvinnuleysi minna meðal þeirra sem lokið hafa iðnnámi heldur en stúdentsprófi, það er einnig mun minna en þeirra sem lokið hafa háskólanámi samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. „Við í BHM höfum margoft bent stjórnvöldum á að atvinnuleysi meðal háskólamenntaðra hefur ekki horfið eftir hrun. Það náði einhverju stigi og hefur haldist þar og það hefur verið okkur mikið áhyggjuefni,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM.„Allt snýst þetta um fjölbreytt störf á vinnumarkaði. Fólk sækir sér menntun sem er gjaldgeng á vinnumarkaði og það segir sig sjálft að í uppgangi eins og núna hafa orðið til mörg störf í iðngreinum. Eins og atvinnuástandið hefur verið hafa ekki orðið til nógu mörg störf ætluð háskólamenntuðu fólki,“ segir Þórunn. Samkvæmt tölum Hagstofunnar sem ná yfir meðallaun í einstaka störfum árið 2015 eru heildarlaun iðnmenntaðra rafvirkja til að mynda 662 þúsund krónur á mánuði sem er 1.000 krónum meira en laun hjúkrunarfræðinga og umtalsvert hærra en laun ljósmæðra og sjúkraþjálfara sem og þeirra sem starfa við kennslu og uppeldisfræði. Sumar greinar sem krefjast háskólamenntunar gefa hærri laun en iðngreinar en oft munar ekki miklu, til dæmis eru þeir sem starfa við sérfræðistörf við endurskoðun með 730 þúsund í heildarlaun á mánuði en þeir sem eru iðnlærðir vélvirkjar eru með 699 þúsund að meðaltali. Í öðrum störfum sem krefjast háskólamenntunar eru töluvert hærri meðallaun en í störfum sem krefjast iðnmenntunar sé litið til heildarlauna. Læknar voru til að mynda með 1,34 milljónir í heildarlaun á mánuði árið 2015. „Við gerum engar athugasemdir við það að aðrir hópar fái góð laun. En við minnum enn og aftur á að samkvæmt evrópskum mælingum auðgast tekjur fólks minnst á Íslandi við það að fara í framhaldsnám. Þá er verið að bera saman við ófaglærða. Sú staðreynd hefur ekki breyst í mörg ár og henni verður að breyta,“ segir Þórunn. „Því verður að breyta af því að það verður að borga sig að fara í háskólanám. Það er ekki bara mikilvægt fyrir einstaklinginn heldur fyrir samfélag sem vill halda úti góðri almannaþjónustu.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Slegist um alla iðnnema Mikill skortur er á iðnmenntuðu fólki í nær öllum greinum atvinnulífsins. Sérstakur skortur er á kjötiðnaðarmönnum. Atvinnuleysi iðnmenntaðra er minna en þeirra sem hafa lokið bóknámi. Hringt er í skóla og beðið eftir nemendum. 24. júlí 2017 06:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Heildarlaun iðnmenntaðra starfsmanna eru í mörgum tilfellum hærri en heildarlaun háskólamenntaðra, þetta sýna tölur Hagstofunnar. Eins og Fréttablaðið greindi frá er atvinnuleysi minna meðal þeirra sem lokið hafa iðnnámi heldur en stúdentsprófi, það er einnig mun minna en þeirra sem lokið hafa háskólanámi samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar. „Við í BHM höfum margoft bent stjórnvöldum á að atvinnuleysi meðal háskólamenntaðra hefur ekki horfið eftir hrun. Það náði einhverju stigi og hefur haldist þar og það hefur verið okkur mikið áhyggjuefni,“ segir Þórunn Sveinbjarnardóttir, formaður BHM.„Allt snýst þetta um fjölbreytt störf á vinnumarkaði. Fólk sækir sér menntun sem er gjaldgeng á vinnumarkaði og það segir sig sjálft að í uppgangi eins og núna hafa orðið til mörg störf í iðngreinum. Eins og atvinnuástandið hefur verið hafa ekki orðið til nógu mörg störf ætluð háskólamenntuðu fólki,“ segir Þórunn. Samkvæmt tölum Hagstofunnar sem ná yfir meðallaun í einstaka störfum árið 2015 eru heildarlaun iðnmenntaðra rafvirkja til að mynda 662 þúsund krónur á mánuði sem er 1.000 krónum meira en laun hjúkrunarfræðinga og umtalsvert hærra en laun ljósmæðra og sjúkraþjálfara sem og þeirra sem starfa við kennslu og uppeldisfræði. Sumar greinar sem krefjast háskólamenntunar gefa hærri laun en iðngreinar en oft munar ekki miklu, til dæmis eru þeir sem starfa við sérfræðistörf við endurskoðun með 730 þúsund í heildarlaun á mánuði en þeir sem eru iðnlærðir vélvirkjar eru með 699 þúsund að meðaltali. Í öðrum störfum sem krefjast háskólamenntunar eru töluvert hærri meðallaun en í störfum sem krefjast iðnmenntunar sé litið til heildarlauna. Læknar voru til að mynda með 1,34 milljónir í heildarlaun á mánuði árið 2015. „Við gerum engar athugasemdir við það að aðrir hópar fái góð laun. En við minnum enn og aftur á að samkvæmt evrópskum mælingum auðgast tekjur fólks minnst á Íslandi við það að fara í framhaldsnám. Þá er verið að bera saman við ófaglærða. Sú staðreynd hefur ekki breyst í mörg ár og henni verður að breyta,“ segir Þórunn. „Því verður að breyta af því að það verður að borga sig að fara í háskólanám. Það er ekki bara mikilvægt fyrir einstaklinginn heldur fyrir samfélag sem vill halda úti góðri almannaþjónustu.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Slegist um alla iðnnema Mikill skortur er á iðnmenntuðu fólki í nær öllum greinum atvinnulífsins. Sérstakur skortur er á kjötiðnaðarmönnum. Atvinnuleysi iðnmenntaðra er minna en þeirra sem hafa lokið bóknámi. Hringt er í skóla og beðið eftir nemendum. 24. júlí 2017 06:00 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Slegist um alla iðnnema Mikill skortur er á iðnmenntuðu fólki í nær öllum greinum atvinnulífsins. Sérstakur skortur er á kjötiðnaðarmönnum. Atvinnuleysi iðnmenntaðra er minna en þeirra sem hafa lokið bóknámi. Hringt er í skóla og beðið eftir nemendum. 24. júlí 2017 06:00