Flest vinnuslys vegna umgengni og falls Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. júlí 2017 20:00 Tveir menn létu lífið á vikutímabili við störf núna í júlí. 17. júlí féll maður á sextugsaldri úr byggingakrana á vinnusvæði í Hafnarfirði og fjórum dögum lést maður eftir að hann klemmdist í vinnuvél hjá Plastgerð Suðurnesja. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins, segir slysin vera til rannsóknar. „Það er mikilvægt að horfa til þess að svona má aldrei gerast. Það eru heilög mannréttindi okkar, að koma heil heim úr vinnunni.“ Kristinn hefur áhyggjur af því að spenna í samfélaginu auki áhættu á vinnuslysum. „Þetta er spenna sem felst í því að það eru mörg verkefni í gangi og mikil eftirspurn og margar óvanar hendur í verkefnum," segir hann. Vinnuslysum hefur þó ekki fjölgað milli ára. Frá janúar til júlí á síðasta ári var tilkynnt um 1.131 vinnuslys til Vinnueftirlitsins og var tvöfalt fleiri karlar sem lentu í slysum. Frá janúar til júlí á þessu ári hefur verið tilkynnt um 818 slys en Kristinn tekur fram að líklega eigi fleiri tilkynningar eftir að berast og gerir ráð fyrir svipuðum fjölda og í fyrra. Flest slys verða í janúar og febrúar vegna veðurskilyrða. „Á sumrin eru þessar áhættur í lágmarki. Í raun ætti, ef vel ætti að vera, sárafá slys á sumrin. En því miður er það ekki þannig." Tvenns konar vinnuslys eru algengust. Slæm umgengni á vinnustað og ýmis konar fallslys, bæði úr hæð og jafnsléttu. „Þetta eru slys, þegar maður fer yfir þau verður að ætla að hægt væri að fyrirbyggja með einföldum aðgerðum.“ Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
Tveir menn létu lífið á vikutímabili við störf núna í júlí. 17. júlí féll maður á sextugsaldri úr byggingakrana á vinnusvæði í Hafnarfirði og fjórum dögum lést maður eftir að hann klemmdist í vinnuvél hjá Plastgerð Suðurnesja. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins, segir slysin vera til rannsóknar. „Það er mikilvægt að horfa til þess að svona má aldrei gerast. Það eru heilög mannréttindi okkar, að koma heil heim úr vinnunni.“ Kristinn hefur áhyggjur af því að spenna í samfélaginu auki áhættu á vinnuslysum. „Þetta er spenna sem felst í því að það eru mörg verkefni í gangi og mikil eftirspurn og margar óvanar hendur í verkefnum," segir hann. Vinnuslysum hefur þó ekki fjölgað milli ára. Frá janúar til júlí á síðasta ári var tilkynnt um 1.131 vinnuslys til Vinnueftirlitsins og var tvöfalt fleiri karlar sem lentu í slysum. Frá janúar til júlí á þessu ári hefur verið tilkynnt um 818 slys en Kristinn tekur fram að líklega eigi fleiri tilkynningar eftir að berast og gerir ráð fyrir svipuðum fjölda og í fyrra. Flest slys verða í janúar og febrúar vegna veðurskilyrða. „Á sumrin eru þessar áhættur í lágmarki. Í raun ætti, ef vel ætti að vera, sárafá slys á sumrin. En því miður er það ekki þannig." Tvenns konar vinnuslys eru algengust. Slæm umgengni á vinnustað og ýmis konar fallslys, bæði úr hæð og jafnsléttu. „Þetta eru slys, þegar maður fer yfir þau verður að ætla að hægt væri að fyrirbyggja með einföldum aðgerðum.“
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira