Flest vinnuslys vegna umgengni og falls Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 24. júlí 2017 20:00 Tveir menn létu lífið á vikutímabili við störf núna í júlí. 17. júlí féll maður á sextugsaldri úr byggingakrana á vinnusvæði í Hafnarfirði og fjórum dögum lést maður eftir að hann klemmdist í vinnuvél hjá Plastgerð Suðurnesja. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins, segir slysin vera til rannsóknar. „Það er mikilvægt að horfa til þess að svona má aldrei gerast. Það eru heilög mannréttindi okkar, að koma heil heim úr vinnunni.“ Kristinn hefur áhyggjur af því að spenna í samfélaginu auki áhættu á vinnuslysum. „Þetta er spenna sem felst í því að það eru mörg verkefni í gangi og mikil eftirspurn og margar óvanar hendur í verkefnum," segir hann. Vinnuslysum hefur þó ekki fjölgað milli ára. Frá janúar til júlí á síðasta ári var tilkynnt um 1.131 vinnuslys til Vinnueftirlitsins og var tvöfalt fleiri karlar sem lentu í slysum. Frá janúar til júlí á þessu ári hefur verið tilkynnt um 818 slys en Kristinn tekur fram að líklega eigi fleiri tilkynningar eftir að berast og gerir ráð fyrir svipuðum fjölda og í fyrra. Flest slys verða í janúar og febrúar vegna veðurskilyrða. „Á sumrin eru þessar áhættur í lágmarki. Í raun ætti, ef vel ætti að vera, sárafá slys á sumrin. En því miður er það ekki þannig." Tvenns konar vinnuslys eru algengust. Slæm umgengni á vinnustað og ýmis konar fallslys, bæði úr hæð og jafnsléttu. „Þetta eru slys, þegar maður fer yfir þau verður að ætla að hægt væri að fyrirbyggja með einföldum aðgerðum.“ Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira
Tveir menn létu lífið á vikutímabili við störf núna í júlí. 17. júlí féll maður á sextugsaldri úr byggingakrana á vinnusvæði í Hafnarfirði og fjórum dögum lést maður eftir að hann klemmdist í vinnuvél hjá Plastgerð Suðurnesja. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins, segir slysin vera til rannsóknar. „Það er mikilvægt að horfa til þess að svona má aldrei gerast. Það eru heilög mannréttindi okkar, að koma heil heim úr vinnunni.“ Kristinn hefur áhyggjur af því að spenna í samfélaginu auki áhættu á vinnuslysum. „Þetta er spenna sem felst í því að það eru mörg verkefni í gangi og mikil eftirspurn og margar óvanar hendur í verkefnum," segir hann. Vinnuslysum hefur þó ekki fjölgað milli ára. Frá janúar til júlí á síðasta ári var tilkynnt um 1.131 vinnuslys til Vinnueftirlitsins og var tvöfalt fleiri karlar sem lentu í slysum. Frá janúar til júlí á þessu ári hefur verið tilkynnt um 818 slys en Kristinn tekur fram að líklega eigi fleiri tilkynningar eftir að berast og gerir ráð fyrir svipuðum fjölda og í fyrra. Flest slys verða í janúar og febrúar vegna veðurskilyrða. „Á sumrin eru þessar áhættur í lágmarki. Í raun ætti, ef vel ætti að vera, sárafá slys á sumrin. En því miður er það ekki þannig." Tvenns konar vinnuslys eru algengust. Slæm umgengni á vinnustað og ýmis konar fallslys, bæði úr hæð og jafnsléttu. „Þetta eru slys, þegar maður fer yfir þau verður að ætla að hægt væri að fyrirbyggja með einföldum aðgerðum.“
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Fleiri fréttir Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sjá meira