Öryggismál vinnustaða á Íslandi Þorgeir R. Valsson skrifar 23. júlí 2017 11:27 Í kjölfar frétta um tvö banaslys á vinnustöðum á Íslandi í sömu vikunni get ég ekki orða bundist varðandi öryggismál á vinnustöðum. Sem öryggisfulltrúi í yfir 10 ár og nokkur önnur ár þar áður sem slökkviliðs og sjúkraflutningamaður hef ég séð bæði slæma og góða öryggismenningu á vinnustöðum á Íslandi, fyrst er ég var sjúkraflutningamaður við byggingu Kárahnjúkarvirkjunar þar sem því miður var virðing fyrir starfsfólki, mannslífum og slysum algerlega óviðunandi. Nánast engin þjálfun eða fræðsla ríkjandi tungumálaörðuleikar til staðar og eftirlit lélegt þó sumir sem áttu að gegna eftirlitshlutverki hafi gert sitt allra besta til að reyna að sporna við slysum þá var við erfiðan verktaka „Impregilo„ að etja sem virti manneskjuna að engu og þeirra stjórnendur sem áttu að gæta öryggis starfsmanna hafi ekki sinnt skyldu sinni, einnig að mínu mati voru Íslenskir eftirlitsaðilar svo fjársveltir eða áhugalausir um það sem gekk á uppá Kárahnjúkum að mér blöskraði oft á tíðum þeirra viðbrögð við tilkynningum. Sem betur fer bauðst mér vinna á Reyðarfirði sem öryggisfulltrúi og komst ég þar í kynni við alveg hinn pólinn á öryggismenningu miðað við Kárahnjúka, starfsmenn fengu alla þá þjálfun og fræðslu sem þurfti ásamt stöðugu og góðu eftirliti enda slys mjög fátíð á þeim vinnustað og öll eftirfylgni og skráning á þeim fáu atvikum sem þar urðu til mikillar fyrirmyndar. Og fyrir mitt leyti er það byrjun á öryggismenningu á Íslandi. Ég hef unnið að öryggismálum við stóriðju á Íslandi sem öryggisfulltrúi verktaka t.d. við álver og hafa öryggismál verið til mikillar fyrirmyndar, kröfur til verktaka mjög strangar sem hefur verið mjög góð reynsla og hef til dæmis tekið mikið af þeim lærdóm og reynslu inní mitt fyrirtæki. Öll stærri fyrirtæki á Íslandi hafa yfirleitt mjög góða öryggismenningu en mín reynsla er sú að smærri fyrirtæki hafa ekki sinnt þessari skyldu sinni að veita starfsmönnum þann aðbúnað og hollustuþætti sem þeim ber samkvæmt lögum og reglum á Íslandi. Þó öryggismál kosti stundum smá pening sem er þó ekki alltaf raunin þá er eins og fyrirtæki veigri sér við því að tryggja öryggi starfsmanna eins og þeim ber með því að skaffa þeim ekki þann öryggisbúnað þjálfun og fræðslu sem þeim ber vegna kostnaðar. Kostnaður vegna mannslífa verður aldrei metinn til fjár! Virkjum betur öryggismál á Íslandi.Þorgeir R. Valsson, öryggisfulltrúi hjá Ístak Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Skoðun Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Í kjölfar frétta um tvö banaslys á vinnustöðum á Íslandi í sömu vikunni get ég ekki orða bundist varðandi öryggismál á vinnustöðum. Sem öryggisfulltrúi í yfir 10 ár og nokkur önnur ár þar áður sem slökkviliðs og sjúkraflutningamaður hef ég séð bæði slæma og góða öryggismenningu á vinnustöðum á Íslandi, fyrst er ég var sjúkraflutningamaður við byggingu Kárahnjúkarvirkjunar þar sem því miður var virðing fyrir starfsfólki, mannslífum og slysum algerlega óviðunandi. Nánast engin þjálfun eða fræðsla ríkjandi tungumálaörðuleikar til staðar og eftirlit lélegt þó sumir sem áttu að gegna eftirlitshlutverki hafi gert sitt allra besta til að reyna að sporna við slysum þá var við erfiðan verktaka „Impregilo„ að etja sem virti manneskjuna að engu og þeirra stjórnendur sem áttu að gæta öryggis starfsmanna hafi ekki sinnt skyldu sinni, einnig að mínu mati voru Íslenskir eftirlitsaðilar svo fjársveltir eða áhugalausir um það sem gekk á uppá Kárahnjúkum að mér blöskraði oft á tíðum þeirra viðbrögð við tilkynningum. Sem betur fer bauðst mér vinna á Reyðarfirði sem öryggisfulltrúi og komst ég þar í kynni við alveg hinn pólinn á öryggismenningu miðað við Kárahnjúka, starfsmenn fengu alla þá þjálfun og fræðslu sem þurfti ásamt stöðugu og góðu eftirliti enda slys mjög fátíð á þeim vinnustað og öll eftirfylgni og skráning á þeim fáu atvikum sem þar urðu til mikillar fyrirmyndar. Og fyrir mitt leyti er það byrjun á öryggismenningu á Íslandi. Ég hef unnið að öryggismálum við stóriðju á Íslandi sem öryggisfulltrúi verktaka t.d. við álver og hafa öryggismál verið til mikillar fyrirmyndar, kröfur til verktaka mjög strangar sem hefur verið mjög góð reynsla og hef til dæmis tekið mikið af þeim lærdóm og reynslu inní mitt fyrirtæki. Öll stærri fyrirtæki á Íslandi hafa yfirleitt mjög góða öryggismenningu en mín reynsla er sú að smærri fyrirtæki hafa ekki sinnt þessari skyldu sinni að veita starfsmönnum þann aðbúnað og hollustuþætti sem þeim ber samkvæmt lögum og reglum á Íslandi. Þó öryggismál kosti stundum smá pening sem er þó ekki alltaf raunin þá er eins og fyrirtæki veigri sér við því að tryggja öryggi starfsmanna eins og þeim ber með því að skaffa þeim ekki þann öryggisbúnað þjálfun og fræðslu sem þeim ber vegna kostnaðar. Kostnaður vegna mannslífa verður aldrei metinn til fjár! Virkjum betur öryggismál á Íslandi.Þorgeir R. Valsson, öryggisfulltrúi hjá Ístak
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar