Heimilislaus í Reykjanesbæ: Lagt til að setja börnin í fóstur Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 22. júlí 2017 20:00 Sigrún Dóra á fjögur börn á aldrinum þriggja til fjórtán ára. Eldri börnin eiga föður í Noregi og búa því alfarið hjá henni en yngri börnin eiga föður í Reykjanesbæ sem þau eru hjá aðra hverja viku. Eftir að Sigrún missti íbúð sem hún leigði í Reykjanesbæ hefur hún fengið að gista hjá vinkonu sinni. „Börnin tvö eldri eru í Noregi hjá föður sínum til 4. ágúst. Yngri drengirnir eru hjá pabba sínum. Af því að hér get ég ekki verið með öll þessi börn," segir hún. Sigrún hefur sótt um allar íbúðir sem hafa verið auglýstar í bænum. En það hefur ekki gengið vel. „Ég fékk að skoða eina íbúð og ég held ég hafi verið númer 67," segir hún en hún hefur miklar áhyggjur af því hvað hún eigi að gera þegar eldri börnin koma heim enda hafi þau í engin hús að venda. Yngri börnin hafi þó föðurfjölskylduna í Reykjanesbæ. „Ég gæti búið hvar sem er. í Kolbeinsey þess vegna. Þetta snýst ekki um mig. Þetta snýst um fjölskyldu. Þetta snýst um systkinahópinn og að hann fái að vera saman." Sigrún hefur ítrekað leitað til félagssmálayfirvalda en það er fátt um svör. Bent er á að margir séu í sömu stöðu og hún þurfi að finna íbúð sjálf. „Einu svörin, eða eina úrlausnin sem er boðið upp á, er að mér var bent á að það væri til fullt af góðum fósturforeldrum fyrir eldri börnin. Ókunnugt fóolk. Ég veit ekki hvort það hafi átt að skipta þeim upp eða hvað. Þetta voru svör barnaverndarnefndar. Félagsmálayfirvöld segja að það sé mögulega hægt að hjálpa mér með geymslu fyrir búslóðina eða bjóða mér rúm á gistiheimili, fyrir mig eina. Einnig að ég geti fengið aðstoð með tryggingu fyrir íbúð - en það er engar íbúðir að fá." Sigrún segist ekki þurfa fósturfjölskyldu fyrir börnin. Hún geti vel séð um börnin. Aftur á móti sé hún ekki í standi til að missa þau. „Ef ég missi börnin, þá er þetta búið," segir hún. Tengdar fréttir Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00 Kona á sjötugsaldri býr í fellihýsi eftir að hafa misst leiguhúsnæði Kona á sjötugsaldri hefur undanfarnar vikur búið á tjaldsvæði í Sandgerði eftir að leiguhúsnæði hennar til níu ára var selt ofan af henni. Sonur konunnar segir aðstæður vera hræðilegar, ekkert húsnæði sé að fá á svæðinu og að fátt sé um svör hjá bæjaryfirvöldum. 11. júlí 2017 18:45 Fá ekki leiguíbúðir í Reykjanesbæ Íbúar í Reykjanesbæ sem ekki hafa tök á að kaupa íbúð eru í verulegum vandræðum og dæmi eru um fólk í mikilli neyð, annað hvort inni á vandamönnum eða á leiðinni á götuna. 29. júní 2017 19:30 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Sjá meira
Sigrún Dóra á fjögur börn á aldrinum þriggja til fjórtán ára. Eldri börnin eiga föður í Noregi og búa því alfarið hjá henni en yngri börnin eiga föður í Reykjanesbæ sem þau eru hjá aðra hverja viku. Eftir að Sigrún missti íbúð sem hún leigði í Reykjanesbæ hefur hún fengið að gista hjá vinkonu sinni. „Börnin tvö eldri eru í Noregi hjá föður sínum til 4. ágúst. Yngri drengirnir eru hjá pabba sínum. Af því að hér get ég ekki verið með öll þessi börn," segir hún. Sigrún hefur sótt um allar íbúðir sem hafa verið auglýstar í bænum. En það hefur ekki gengið vel. „Ég fékk að skoða eina íbúð og ég held ég hafi verið númer 67," segir hún en hún hefur miklar áhyggjur af því hvað hún eigi að gera þegar eldri börnin koma heim enda hafi þau í engin hús að venda. Yngri börnin hafi þó föðurfjölskylduna í Reykjanesbæ. „Ég gæti búið hvar sem er. í Kolbeinsey þess vegna. Þetta snýst ekki um mig. Þetta snýst um fjölskyldu. Þetta snýst um systkinahópinn og að hann fái að vera saman." Sigrún hefur ítrekað leitað til félagssmálayfirvalda en það er fátt um svör. Bent er á að margir séu í sömu stöðu og hún þurfi að finna íbúð sjálf. „Einu svörin, eða eina úrlausnin sem er boðið upp á, er að mér var bent á að það væri til fullt af góðum fósturforeldrum fyrir eldri börnin. Ókunnugt fóolk. Ég veit ekki hvort það hafi átt að skipta þeim upp eða hvað. Þetta voru svör barnaverndarnefndar. Félagsmálayfirvöld segja að það sé mögulega hægt að hjálpa mér með geymslu fyrir búslóðina eða bjóða mér rúm á gistiheimili, fyrir mig eina. Einnig að ég geti fengið aðstoð með tryggingu fyrir íbúð - en það er engar íbúðir að fá." Sigrún segist ekki þurfa fósturfjölskyldu fyrir börnin. Hún geti vel séð um börnin. Aftur á móti sé hún ekki í standi til að missa þau. „Ef ég missi börnin, þá er þetta búið," segir hún.
Tengdar fréttir Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00 Kona á sjötugsaldri býr í fellihýsi eftir að hafa misst leiguhúsnæði Kona á sjötugsaldri hefur undanfarnar vikur búið á tjaldsvæði í Sandgerði eftir að leiguhúsnæði hennar til níu ára var selt ofan af henni. Sonur konunnar segir aðstæður vera hræðilegar, ekkert húsnæði sé að fá á svæðinu og að fátt sé um svör hjá bæjaryfirvöldum. 11. júlí 2017 18:45 Fá ekki leiguíbúðir í Reykjanesbæ Íbúar í Reykjanesbæ sem ekki hafa tök á að kaupa íbúð eru í verulegum vandræðum og dæmi eru um fólk í mikilli neyð, annað hvort inni á vandamönnum eða á leiðinni á götuna. 29. júní 2017 19:30 Mest lesið Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Innlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Innlent Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Innlent Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Innlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Innlent Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sparnaðarleit, flugeldarusl og kuldaþjálfun í beinni Með Loga þegar hann skreið inn á þing og núna í ráðuneytinu Hugtakið þjóðarmorð sé lagatæknileg skilgreining Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Harður árekstur á Fífuhvammsvegi Valdimar tekinn við af Rósu sem bæjarstjóri Jakob Birgisson og Þórólfur Heiðar aðstoðarmenn Þorbjargar Kristrún auglýsir eftir sparnaðarráðum Ingileif aðstoðarmaður í utanríkisráðuneytinu Talinn hafa drepið hjónin í Neskaupstað með hamri Sundabraut forgangsmál, fjármögnuð með veggjöldum Greiða atkvæði um tillögu Kristrúnar um „flottan einstakling“ Tungumálaörðugleikar tefji fyrir rannsókn Hlíðarfjall opnað í fyrsta sinn í vetur Ríkisstjórnin ætlar á vinnufund á Þingvöllum Stefanía aðstoðar Hönnu Katrínu Sveitarfélög geti sparað milljónir með breyttri götulýsingu Maðurinn er Íslendingur á fimmtugsaldri Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Reykur barst inn í Háteigsskóla Tóku tvo billjardkjuða af manni í annarlegu ástandi Fálkaorðuhafi um ferilinn: „Ég er bara ekki stolt af neinu“ „Alltof mikið að gera“ hjá Dýrfinnu yfir áramótin Sjá meira
Mikil fjölgun íbúa er áskorun fyrir skuldum hlaðinn Reykjanesbæ Íbúar Reykjanesbæjar orðnir 17.000. Hefur fjölgað um 6,4% á einu ári. Húsnæðisskortur er mikill en byggingaframkvæmdir framundan. 28. júní 2017 20:00
Kona á sjötugsaldri býr í fellihýsi eftir að hafa misst leiguhúsnæði Kona á sjötugsaldri hefur undanfarnar vikur búið á tjaldsvæði í Sandgerði eftir að leiguhúsnæði hennar til níu ára var selt ofan af henni. Sonur konunnar segir aðstæður vera hræðilegar, ekkert húsnæði sé að fá á svæðinu og að fátt sé um svör hjá bæjaryfirvöldum. 11. júlí 2017 18:45
Fá ekki leiguíbúðir í Reykjanesbæ Íbúar í Reykjanesbæ sem ekki hafa tök á að kaupa íbúð eru í verulegum vandræðum og dæmi eru um fólk í mikilli neyð, annað hvort inni á vandamönnum eða á leiðinni á götuna. 29. júní 2017 19:30