Hversu oft ættu fyrirtæki að mæla viðhorf starfsmanna? Gunnhildur Arnardóttir skrifar 16. ágúst 2017 07:00 Það hefur lengi þekkst að mæla viðhorf starfsmanna í árlegum vinnustaðakönnunum. Slíkar mælingar eru mikilvægar og gefa margvíslegar upplýsingar um upplifun starfsmanna á mikilvægum þáttum. Vandamálið er hins vegar að frá því mælingin er gerð og þar til niðurstöður liggja fyrir líða oft margir mánuðir. Sífellt fleiri stjórnendur eru að gera sér grein fyrir hversu mikils virði er að mæla oftar. Hraðvirkari upplýsingagjöf á stjórnunarupplýsingum hefur bein áhrif á fjárhagslegan árangur fyrirtækja. Með því að gera stuttar hnitmiðaðar viðhorfsmælingar sést strax hvar er verið að gera vel og hvar má gera betur. Einnig er komið til móts við nýja kynslóð starfsmanna sem vilja njóta trausts yfirmanns síns og vera þátttakandi í að móta vinnustaðinn. Að láta reglulega álit sitt í ljós á mikilvægustu þáttum í vinnustaðaumhverfinu sem strax eru birtir og ræddir fær starfsmanninn til að upplifa að álit hans skipti máli. Að sama skapi fá stjórnendur endurgjöf frá starfsmönnum varðandi það hvort þeir drífi verkefni áfram, hvort starfsmenn viti nákvæmlega til hvers er ætlast, hvort samskipti séu opin og eðlileg og hvort borin sé virðing fyrir þeim. En það er ekki nóg að mæla, það þarf að skilja gögnin, kynna niðurstöður strax fyrir hverjum hóp fyrir sig, ræða opinskátt um niðurstöðuna og hverju þarf að breyta. Þannig myndast stöðug lærdómskúrfa og gagnsæi sem nýtist öllum á vinnustaðnum. Ákvörðunartaka verður hnitmiðaðri, stjórnendur eflast og starfsmenn upplifa mikilvægi sitt. Fyrstu hugleiðingar stjórnenda eru oft þær að starfsmenn fái leiða á að svara og svörunarhlutfall muni minnka með tímanum. HR Monitor er íslenskt fyrirtæki sem býður vinnustöðum upp á mánaðarlegar rauntímamælingar. Á meðan mæling stendur yfir fá allir stjórnendur daglega upplýsingar um svörunarhlutfall í sinni deild. Niðurstöður þeirra leiða í ljós að því oftar sem upplifun er mæld því hærra er svörunarhlutfallið. Þetta er í takt við niðurstöður þeirra sem starfa með slíkar mælingar erlendis. Richard Branson segir: „Viðskiptavinurinn er ekki númer eitt, það er starfsmaðurinn sem er númer eitt. Ef þú hugsar vel um starfsmennina þá hugsa þeir vel um viðskiptavininn.“ Viðhorf starfsmanna ætti því að mæla mánaðarlega rétt eins og aðrar lykiltölur fyrirtækisins.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál á Íslandi er langtímaverkefni Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við erum rétt að byrja! Jónína Guðmundsdóttir skrifar Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Kjósum Vinstri græn til áhrifa Svandísi Svavarsdóttur skrifar Skoðun Frjálsar handfæraveiðar Kári Jónsson skrifar Skoðun Að vera stjórntækur að mati Viðreisnar Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Skilningsleysi xD og xM á hælisleitendakerfinu Kári Allansson skrifar Skoðun Börn á Íslandi, best í heimi! Sigríður Gísladóttir skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir vindorkuverum Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Börn með ADHD mega bara bíða Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað á ég að gera við barnið mitt þegar það vex úr grasi? Fjóla Hrund Björnsdóttir skrifar Skoðun Af hverju stappa börn niður fótunum? Hans Steinar Bjarnason skrifar Skoðun Afurðastöðvar í samkeppni við sjálfar sig? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Leikskólamálin – eitt stærsta jafnréttismálið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfest í mínum skóla Sigmar Þormar skrifar Skoðun Á réttri leið Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Íslenskt loftslagsflóttafólk og kosningarnar Halldór Reynisson skrifar Skoðun Á degi barnsins Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið og flokkarnir Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Frelsi eykur fjölbreytni og er hvetjandi fyrir samfélagið Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Fólkið sem Sjálfstæðisflokkurinn og Viðreisn treystir ekki Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hvar býr lýðræðið? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Óraunhæf tilboð Jón Hákon Halldórsson skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – skynsamlegt val fyrir framtíðina Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Okkar plan virkar - þetta er allt að koma! Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Dagur mannréttinda barna 20. nóvember Salvör Nordal skrifar Sjá meira
Það hefur lengi þekkst að mæla viðhorf starfsmanna í árlegum vinnustaðakönnunum. Slíkar mælingar eru mikilvægar og gefa margvíslegar upplýsingar um upplifun starfsmanna á mikilvægum þáttum. Vandamálið er hins vegar að frá því mælingin er gerð og þar til niðurstöður liggja fyrir líða oft margir mánuðir. Sífellt fleiri stjórnendur eru að gera sér grein fyrir hversu mikils virði er að mæla oftar. Hraðvirkari upplýsingagjöf á stjórnunarupplýsingum hefur bein áhrif á fjárhagslegan árangur fyrirtækja. Með því að gera stuttar hnitmiðaðar viðhorfsmælingar sést strax hvar er verið að gera vel og hvar má gera betur. Einnig er komið til móts við nýja kynslóð starfsmanna sem vilja njóta trausts yfirmanns síns og vera þátttakandi í að móta vinnustaðinn. Að láta reglulega álit sitt í ljós á mikilvægustu þáttum í vinnustaðaumhverfinu sem strax eru birtir og ræddir fær starfsmanninn til að upplifa að álit hans skipti máli. Að sama skapi fá stjórnendur endurgjöf frá starfsmönnum varðandi það hvort þeir drífi verkefni áfram, hvort starfsmenn viti nákvæmlega til hvers er ætlast, hvort samskipti séu opin og eðlileg og hvort borin sé virðing fyrir þeim. En það er ekki nóg að mæla, það þarf að skilja gögnin, kynna niðurstöður strax fyrir hverjum hóp fyrir sig, ræða opinskátt um niðurstöðuna og hverju þarf að breyta. Þannig myndast stöðug lærdómskúrfa og gagnsæi sem nýtist öllum á vinnustaðnum. Ákvörðunartaka verður hnitmiðaðri, stjórnendur eflast og starfsmenn upplifa mikilvægi sitt. Fyrstu hugleiðingar stjórnenda eru oft þær að starfsmenn fái leiða á að svara og svörunarhlutfall muni minnka með tímanum. HR Monitor er íslenskt fyrirtæki sem býður vinnustöðum upp á mánaðarlegar rauntímamælingar. Á meðan mæling stendur yfir fá allir stjórnendur daglega upplýsingar um svörunarhlutfall í sinni deild. Niðurstöður þeirra leiða í ljós að því oftar sem upplifun er mæld því hærra er svörunarhlutfallið. Þetta er í takt við niðurstöður þeirra sem starfa með slíkar mælingar erlendis. Richard Branson segir: „Viðskiptavinurinn er ekki númer eitt, það er starfsmaðurinn sem er númer eitt. Ef þú hugsar vel um starfsmennina þá hugsa þeir vel um viðskiptavininn.“ Viðhorf starfsmanna ætti því að mæla mánaðarlega rétt eins og aðrar lykiltölur fyrirtækisins.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.