Sjómannsins saknað en enginn vill axla ábyrgð á hvarfi hans Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 15. ágúst 2017 06:00 Verkið í mótun á vegg Sjávarútvegshússins árið 2015. vísir/vilhelm Enginn vill axla ábyrgð á hvarfi sjómannsins sem prýtt hefur Sjávarútvegshúsið undanfarin tvö ár. Ráðuneytið bendir á borgina, borgin bendir á húseigendur. „Ég er alls ekki hress með þetta,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. „Mér skilst það hafi borist kvörtun frá einhverjum tilteknum íbúum um að þetta hefði bara átt að vera tímabundið og það eigi að mála yfir þetta, en myndin var mjög viðeigandi fyrir húsið og það hefði vel mátt setja þetta í eitthvað ferli með nágrönnum okkar og spyrja hvort ekki mætti halda verkinu,“ segir Þorgerður Katrín og bætir við. „Mér finnst þetta bara verulega vanhugsað og enn verra ef menn eru ekki að virða höfundarrétt og rétt listamanna.“Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.vísir/eyþórHvorki listamanninum sjálfum, né forsvarsmönnum Iceland Airwaves sem fjármagnaði verkið, var gert sérstaklega viðvart um að mála ætti yfir verkið. „Nei nei, það var enginn látinn vita, ekki nokkur maður,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves. „Við urðum að hlíta fyrirmælum borgarinnar,“ segir Kristján Skarphéðinsson ráðuneytisstjóri í atvinnuvegaráðuneytinu. „Þeir fara með skipulagsvaldið. Þetta fór ekki í grenndarkynningu á sínum tíma enda átti þetta aldrei að standa til eilífðar. Upphaflega stóð til að verkið yrði á veggnum í tvær vikur en svo leist okkur svo vel á þetta þegar þetta var komið upp að við óskuðum eftir því við höfunda að þetta fengi að standa lengur. Svo kom bréf frá Reykjavíkurborg og við vorum beðin að mála yfir þetta,“ segir Kristján. Hjá borginni kannast enginn við að hafa krafist þess að málað yrði yfir vegginn. „Þetta kemur mér nú frekar á óvart,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur. „Mér fannst mikil prýði að þessari mynd og vildi helst þetta fengi að vera í friði og af hálfu borgarinnar var ákveðið að láta húseigendum eftir hver afdrif myndanna yrðu.“ Þetta staðfestir Ólöf Örvarsdóttir, forstöðumaður skipulagssviðs borgarinnar og segir að borgin hafi ákveðið að aðhafast ekki frekar vegna málsins. Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi alþingismaður, og íbúi við Vatnsstíg mun vera einn háværasti andstæðingur sjómannsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sem herma að hann hafi gengið mjög eftir því að verkið yrði fjarlægt. Hjörleifur vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira
Enginn vill axla ábyrgð á hvarfi sjómannsins sem prýtt hefur Sjávarútvegshúsið undanfarin tvö ár. Ráðuneytið bendir á borgina, borgin bendir á húseigendur. „Ég er alls ekki hress með þetta,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. „Mér skilst það hafi borist kvörtun frá einhverjum tilteknum íbúum um að þetta hefði bara átt að vera tímabundið og það eigi að mála yfir þetta, en myndin var mjög viðeigandi fyrir húsið og það hefði vel mátt setja þetta í eitthvað ferli með nágrönnum okkar og spyrja hvort ekki mætti halda verkinu,“ segir Þorgerður Katrín og bætir við. „Mér finnst þetta bara verulega vanhugsað og enn verra ef menn eru ekki að virða höfundarrétt og rétt listamanna.“Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.vísir/eyþórHvorki listamanninum sjálfum, né forsvarsmönnum Iceland Airwaves sem fjármagnaði verkið, var gert sérstaklega viðvart um að mála ætti yfir verkið. „Nei nei, það var enginn látinn vita, ekki nokkur maður,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves. „Við urðum að hlíta fyrirmælum borgarinnar,“ segir Kristján Skarphéðinsson ráðuneytisstjóri í atvinnuvegaráðuneytinu. „Þeir fara með skipulagsvaldið. Þetta fór ekki í grenndarkynningu á sínum tíma enda átti þetta aldrei að standa til eilífðar. Upphaflega stóð til að verkið yrði á veggnum í tvær vikur en svo leist okkur svo vel á þetta þegar þetta var komið upp að við óskuðum eftir því við höfunda að þetta fengi að standa lengur. Svo kom bréf frá Reykjavíkurborg og við vorum beðin að mála yfir þetta,“ segir Kristján. Hjá borginni kannast enginn við að hafa krafist þess að málað yrði yfir vegginn. „Þetta kemur mér nú frekar á óvart,“ segir Hjálmar Sveinsson, formaður skipulagsráðs Reykjavíkur. „Mér fannst mikil prýði að þessari mynd og vildi helst þetta fengi að vera í friði og af hálfu borgarinnar var ákveðið að láta húseigendum eftir hver afdrif myndanna yrðu.“ Þetta staðfestir Ólöf Örvarsdóttir, forstöðumaður skipulagssviðs borgarinnar og segir að borgin hafi ákveðið að aðhafast ekki frekar vegna málsins. Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi alþingismaður, og íbúi við Vatnsstíg mun vera einn háværasti andstæðingur sjómannsins, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins sem herma að hann hafi gengið mjög eftir því að verkið yrði fjarlægt. Hjörleifur vildi ekki tjá sig um málið þegar eftir því var leitað.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Sjá meira