Byggja nýjan sölu- og þjónustuskála á Þórshöfn Atli Ísleifsson og Gissur Sigurðsson skrifa 14. ágúst 2017 16:15 N1 hefur ákveðið að byggja nýjan sölu- og þjónustuskála á Þórshöfn í stað þess sem brann til grunna í desember. Heimamenn segja að gamli skálinn hafi þjónað hlutverki félagsmiðstöðvar í bænum og fagna þeir því að nýr skáli skuli rísa. Elías Pétursson, sveitarstjóri á Þórshöfn, segir að á fundi sveitarstjórnar fyrir helgi hafi verið lögð fram frumdrög að teikningu af nýjum þjónustuskála. „Þær voru samþykktar þar. Þær höfðu áður verið samþykktar á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar. Nú er verið að hanna húsið og verður, að því er ég best veit, byrjað að byggja í haust.“ Grillskáli N1 brann til kaldra kola í desember síðastliðinn. Var um að ræða einu bensínstöðina í byggðarlaginu og var ekkert eldsneyti til sölu í bænum um nokkra daga skeið. Verið var að vinna við framkvæmdir, meðal annars að skipta um olíutanka, þegar eldurinn kom upp.Gegndi hlutverki félagsmiðstöðvar Elías segir mikla ánægju vera í sveitarfélaginu vegna framkvæmdanna, en fyrri skálinn þjónaði að ákveðnu marki hlutverki félagsmiðstöðvar. „Það er mikil ánægja með þetta og það eru engar ýkjur að þetta var félagsmiðstöð íbúa. Þarna hittust menn, fengu sér kaffi og spjölluðu. Þannig að það var mikið tjón þegar þetta fer og þar af leiðandi er mikil ánægja með að N1 skuli hafa ákveðið að byggja nýtt hús.“Kristinn LárussonEr hann ekki mikilvægur fyrir ferðaþjónustuna þarna?„Að sjálfsögðu. Þarna er öll þjónusta sem að ferðamenn eru að fá, svo sem salernisaðstaða og svo sala á skyndifæði og smávörum. Þetta er mjög mikið atriði fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu.“ Elías segir að nýi skálinn verði í kringum 120 til 130 fermetrar. Tengdar fréttir Lögregluvarðstjórinn á Þórshöfn hefur misst húsið, bátinn og vinnustaðinn í eldsvoða Jón Stefánsson lögregluvarðstjóri á Þórshöfn hefur í þrígang lent í alvarlegum eldsvoða. 15. desember 2016 11:43 Eldsneyti aftur selt á Þórshöfn N1 byrjaði í gær að selja eldsneyti á Þórshöfn en Grillskálinn í bænum brann til kaldra kola aðfaranótt þriðjudags. 16. desember 2016 07:00 Bensínstöð brann á Þórshöfn Grillskáli N-1 á Þórshöfn á Langanesi gjöreyðilagðist í eldi í nótt. Eldsins varð vart rétt fyrir klukkan fjögur. 13. desember 2016 07:01 Miðstöð félagslífsins á Þórshöfn hvarf í eldi Grillskálinn í Þórshöfn var félagsmiðstöð íbúa Þórshafnar. Þar hittust bæjarbúar yfir rjúkandi kaffibolla og fóru yfir daginn og veginn í rúm 50 ár. Skálinn brann í fyrrinótt og eru bæjarbúar slegnir yfir að hafa misst eitt sitt 14. desember 2016 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
N1 hefur ákveðið að byggja nýjan sölu- og þjónustuskála á Þórshöfn í stað þess sem brann til grunna í desember. Heimamenn segja að gamli skálinn hafi þjónað hlutverki félagsmiðstöðvar í bænum og fagna þeir því að nýr skáli skuli rísa. Elías Pétursson, sveitarstjóri á Þórshöfn, segir að á fundi sveitarstjórnar fyrir helgi hafi verið lögð fram frumdrög að teikningu af nýjum þjónustuskála. „Þær voru samþykktar þar. Þær höfðu áður verið samþykktar á fundi umhverfis- og skipulagsnefndar. Nú er verið að hanna húsið og verður, að því er ég best veit, byrjað að byggja í haust.“ Grillskáli N1 brann til kaldra kola í desember síðastliðinn. Var um að ræða einu bensínstöðina í byggðarlaginu og var ekkert eldsneyti til sölu í bænum um nokkra daga skeið. Verið var að vinna við framkvæmdir, meðal annars að skipta um olíutanka, þegar eldurinn kom upp.Gegndi hlutverki félagsmiðstöðvar Elías segir mikla ánægju vera í sveitarfélaginu vegna framkvæmdanna, en fyrri skálinn þjónaði að ákveðnu marki hlutverki félagsmiðstöðvar. „Það er mikil ánægja með þetta og það eru engar ýkjur að þetta var félagsmiðstöð íbúa. Þarna hittust menn, fengu sér kaffi og spjölluðu. Þannig að það var mikið tjón þegar þetta fer og þar af leiðandi er mikil ánægja með að N1 skuli hafa ákveðið að byggja nýtt hús.“Kristinn LárussonEr hann ekki mikilvægur fyrir ferðaþjónustuna þarna?„Að sjálfsögðu. Þarna er öll þjónusta sem að ferðamenn eru að fá, svo sem salernisaðstaða og svo sala á skyndifæði og smávörum. Þetta er mjög mikið atriði fyrir ferðaþjónustuna á svæðinu.“ Elías segir að nýi skálinn verði í kringum 120 til 130 fermetrar.
Tengdar fréttir Lögregluvarðstjórinn á Þórshöfn hefur misst húsið, bátinn og vinnustaðinn í eldsvoða Jón Stefánsson lögregluvarðstjóri á Þórshöfn hefur í þrígang lent í alvarlegum eldsvoða. 15. desember 2016 11:43 Eldsneyti aftur selt á Þórshöfn N1 byrjaði í gær að selja eldsneyti á Þórshöfn en Grillskálinn í bænum brann til kaldra kola aðfaranótt þriðjudags. 16. desember 2016 07:00 Bensínstöð brann á Þórshöfn Grillskáli N-1 á Þórshöfn á Langanesi gjöreyðilagðist í eldi í nótt. Eldsins varð vart rétt fyrir klukkan fjögur. 13. desember 2016 07:01 Miðstöð félagslífsins á Þórshöfn hvarf í eldi Grillskálinn í Þórshöfn var félagsmiðstöð íbúa Þórshafnar. Þar hittust bæjarbúar yfir rjúkandi kaffibolla og fóru yfir daginn og veginn í rúm 50 ár. Skálinn brann í fyrrinótt og eru bæjarbúar slegnir yfir að hafa misst eitt sitt 14. desember 2016 07:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Sjá meira
Lögregluvarðstjórinn á Þórshöfn hefur misst húsið, bátinn og vinnustaðinn í eldsvoða Jón Stefánsson lögregluvarðstjóri á Þórshöfn hefur í þrígang lent í alvarlegum eldsvoða. 15. desember 2016 11:43
Eldsneyti aftur selt á Þórshöfn N1 byrjaði í gær að selja eldsneyti á Þórshöfn en Grillskálinn í bænum brann til kaldra kola aðfaranótt þriðjudags. 16. desember 2016 07:00
Bensínstöð brann á Þórshöfn Grillskáli N-1 á Þórshöfn á Langanesi gjöreyðilagðist í eldi í nótt. Eldsins varð vart rétt fyrir klukkan fjögur. 13. desember 2016 07:01
Miðstöð félagslífsins á Þórshöfn hvarf í eldi Grillskálinn í Þórshöfn var félagsmiðstöð íbúa Þórshafnar. Þar hittust bæjarbúar yfir rjúkandi kaffibolla og fóru yfir daginn og veginn í rúm 50 ár. Skálinn brann í fyrrinótt og eru bæjarbúar slegnir yfir að hafa misst eitt sitt 14. desember 2016 07:00