Mikill fjöldi ferðamanna leggur með fram veginum til að forðast gjaldskyld stæði við Seljalandsfoss Ingvar Þór Björnsson og Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 13. ágúst 2017 19:56 Helgi Helgason, sá sem upphaflega vakti athygli á málinu, segir auk þess að bílastæðin og hliðarvegurinn á tjaldsvæðinu við Gljúfrabúa séu nú notuð í auknum mæli. Helgi Helgason Mikill fjöldi ferðamanna kýs að leggja úti á vegi í stað þess að leggja í bílastæði við Seljalandsfoss. Hefur þetta skapað talsverða slysahættu en 90 kílómetra hámarkshraði er á veginum. Helgi Helgason, sá sem upphaflega vakti athygli á málinu í Facebookhópnum Bakland ferðaþjónustunnar, segir auk þess að bílastæðin og hliðarvegurinn á tjaldsvæðinu við Gljúfrabúa séu nú notuð í auknum mæli. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, segir í samtali við Vísi að hann hafi frétt af því að einhverjir reyni að komast hjá því að borga fyrir bílastæðin. Segir hann jafnframt að í stórum dráttum hafi tekist nokkuð vel að innleiða gjaldtökuna. „Í raun og veru erum við búnir að vera mjög lengi að velta þessum hlutum fyrir okkur. Sveitarfélagið hefur borið kostnað af rekstri á klósettunum, skipulagsmálum og mörgu fleira. Á meðan ríkið gefur jafn lítið og raun ber vitni neyðumst við til að gera þetta með þessum hætti. Þetta er engin óskastaða, hvorki hjá okkur né einhverjum öðrum,“ segir Ísólfur.Ökutækin trufla umferð Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að lögreglan hafi haft afskipti af bílum núna sem leggja þarna fyrir helgi og sé með þetta í skoðun. „Það er staðreynd að þarna eru ökutæki sem trufla og tefja umferð en ég veit ekki hvort ástæðan sé að menn tími ekki að borga eða að stæðin séu full. Ég þori ekki að fullyrða um það.“ Kristján Ólafsson, bóndi á Seljalandi og formaður landeigendafélagsins við Seljalandsfoss, segir að það sé verið að leysa málið í samstarfi við Vegagerðina. Segir hann að unnið sé að því að setja upp merkingar við veginn en engar merkingar eru þar núna. „Þeta er þjóðvegur. Það er 90 kílómetra hámarkshraði þarna og þetta skapar talsverða slysahættu“. Spurður hvort hann telji að gjaldtakan hvetji ferðamenn til að leggja ekki í bílastæðin telur hann ekki svo vera. „Þegar einn byrjar að leggja þarna koma hinir í kjölfarið,“ sagði Kristján í samtali við Vísir. Kristján segir jafnframt að von sé á úrbótum. „Við erum í samstarfi við Vegagerðina, Rangárþing Eystra og landeigendur að merkja þetta almennilega. Þetta verður vonandi komið í betra horf í næstu viku.“Hér að neðan má sjá myndskeið af aðstæðum í námunda við Seljalandsfoss. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Svona er gjaldtakan á landinu Samhliða vexti ferðaþjónustunnar hér á landi hefur færst í aukana að innheimt sé gjald vegna inngöngu, salerna eða bílastæða við vinsælar náttúruperlur víða um land. Nú síðast hófst gjaldtaka við Seljalandsfoss fyrir helgi. 25. júlí 2017 06:00 Byrjað að rukka fyrir bílastæði við Seljalandsfoss Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir fulla þörf á úrbótum enda dregur fossinn að sér mikinn fjölda ferðamanna. 23. júlí 2017 12:16 Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Sjá meira
Mikill fjöldi ferðamanna kýs að leggja úti á vegi í stað þess að leggja í bílastæði við Seljalandsfoss. Hefur þetta skapað talsverða slysahættu en 90 kílómetra hámarkshraði er á veginum. Helgi Helgason, sá sem upphaflega vakti athygli á málinu í Facebookhópnum Bakland ferðaþjónustunnar, segir auk þess að bílastæðin og hliðarvegurinn á tjaldsvæðinu við Gljúfrabúa séu nú notuð í auknum mæli. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, segir í samtali við Vísi að hann hafi frétt af því að einhverjir reyni að komast hjá því að borga fyrir bílastæðin. Segir hann jafnframt að í stórum dráttum hafi tekist nokkuð vel að innleiða gjaldtökuna. „Í raun og veru erum við búnir að vera mjög lengi að velta þessum hlutum fyrir okkur. Sveitarfélagið hefur borið kostnað af rekstri á klósettunum, skipulagsmálum og mörgu fleira. Á meðan ríkið gefur jafn lítið og raun ber vitni neyðumst við til að gera þetta með þessum hætti. Þetta er engin óskastaða, hvorki hjá okkur né einhverjum öðrum,“ segir Ísólfur.Ökutækin trufla umferð Oddur Árnason, yfirlögregluþjónn á Suðurlandi, segir að lögreglan hafi haft afskipti af bílum núna sem leggja þarna fyrir helgi og sé með þetta í skoðun. „Það er staðreynd að þarna eru ökutæki sem trufla og tefja umferð en ég veit ekki hvort ástæðan sé að menn tími ekki að borga eða að stæðin séu full. Ég þori ekki að fullyrða um það.“ Kristján Ólafsson, bóndi á Seljalandi og formaður landeigendafélagsins við Seljalandsfoss, segir að það sé verið að leysa málið í samstarfi við Vegagerðina. Segir hann að unnið sé að því að setja upp merkingar við veginn en engar merkingar eru þar núna. „Þeta er þjóðvegur. Það er 90 kílómetra hámarkshraði þarna og þetta skapar talsverða slysahættu“. Spurður hvort hann telji að gjaldtakan hvetji ferðamenn til að leggja ekki í bílastæðin telur hann ekki svo vera. „Þegar einn byrjar að leggja þarna koma hinir í kjölfarið,“ sagði Kristján í samtali við Vísir. Kristján segir jafnframt að von sé á úrbótum. „Við erum í samstarfi við Vegagerðina, Rangárþing Eystra og landeigendur að merkja þetta almennilega. Þetta verður vonandi komið í betra horf í næstu viku.“Hér að neðan má sjá myndskeið af aðstæðum í námunda við Seljalandsfoss.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Svona er gjaldtakan á landinu Samhliða vexti ferðaþjónustunnar hér á landi hefur færst í aukana að innheimt sé gjald vegna inngöngu, salerna eða bílastæða við vinsælar náttúruperlur víða um land. Nú síðast hófst gjaldtaka við Seljalandsfoss fyrir helgi. 25. júlí 2017 06:00 Byrjað að rukka fyrir bílastæði við Seljalandsfoss Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir fulla þörf á úrbótum enda dregur fossinn að sér mikinn fjölda ferðamanna. 23. júlí 2017 12:16 Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Sjá meira
Svona er gjaldtakan á landinu Samhliða vexti ferðaþjónustunnar hér á landi hefur færst í aukana að innheimt sé gjald vegna inngöngu, salerna eða bílastæða við vinsælar náttúruperlur víða um land. Nú síðast hófst gjaldtaka við Seljalandsfoss fyrir helgi. 25. júlí 2017 06:00
Byrjað að rukka fyrir bílastæði við Seljalandsfoss Sveitarstjóri Rangárþings eystra segir fulla þörf á úrbótum enda dregur fossinn að sér mikinn fjölda ferðamanna. 23. júlí 2017 12:16