FÍB vill lægri iðgjöld í ljósi mikils hagnaðar Sæunn Gísladóttir skrifar 28. ágúst 2017 06:00 Runólfur Ólafsson segir að á einu ári hafi vísitala ábyrgðatryggingar hækkað um sex prósent. Fréttablaðið/Auðunn Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, telur að góð afkoma stærstu tryggingafélaga landsins á fyrri helmingi ársins gefi tilefni til að lækka iðgjöld. „Miðað við þessar tölur sem við erum að sjá núna um jákvæða afkomu tryggingafélaganna, þá virðist ganga töluvert betur með vátryggingastarfsemina og þar vega til að mynda bílatryggingar einna þyngst. Á sama tíma höfum við verið að horfa upp á það að iðgjöld ökutækjatrygginga hafa verið að hækka langt umfram vísitölu. Þannig að það er mín sýn að það sé tilefni til lækkunar á iðgjöldum ökutækjatrygginga," segir Runólfur. Stærstu tryggingafélög landsins högnuðust um 4,8 milljarða króna á fyrri árshelmingi 2017. Um er að ræða verulegan viðsnúning milli ára en á sama tímabili í fyrra högnuðust félögin um 2,1 milljarð króna. „Á einu ári hefur vísitala ábyrgðatryggingar hækkað um sex prósent og við erum innan þriggja prósenta viðmiðunarmarka Seðlabankans í sambandi við verðlagsþróun almennt. Þannig að þetta hefur hækkað langt umfram þróun verðlags," segir Runólfur. „Á sama tíma er vísitala reksturs eigin bifreiðar sex prósentum lægri en hún var fyrir ári síðan. Þannig að það er klárlega lag til að koma til móts við almenna bílaeigendur," segir Runólfur. Gengi hlutabréfa í tveimur af tryggingafélögunum hækkuðu í gær eftir afkomutilkynningarnar. Hlutabréf í Sjóvá lækkuðu um 0,9 prósent, en hlutabréf í VÍS hækkuðu um 3,47 prósent og í TM um 3,29 prósent. Mestur viðsnúningur er hjá VÍS sem hagnaðist um 1.107 milljónir króna í ár, samanborið við 238 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Hagnaður á hlut nam 0,50 krónum samanborið við 0,10 krónur fyrir sama tímabil árið 2016. Í tilkynningu segir að félagið hafi frá árinu 2015 unnið að breytingum á iðgjöldum til að bregðast við mikilli hækkun í tíðni tjóna og tjónakostnaðar. Því sé niðurstaða fjórðungsins gleðiefni og vonast er til að farið sé að draga úr þessari miklu hækkun tjónakostnaðar. Hagnaður TM á öðrum ársfjórðungi var 909 milljónir króna en hagnaður á fyrri helming ársins nam 1.875 milljónum króna. Hagnaður á öðrum ársfjórðungi var ríflega 200 milljónum króna meiri en kom fram í afkomuviðvörun félagsins þann 18. júlí síðastliðinn. Betri afkoma skýrist einkum af hærri fjárfestingatekjum vegna endurmats á óskráðum hlutabréfum segir í tilkynningu. Hagnaður Sjóvá jókst um 1.100 milljónir milli ára og nam 1.803 milljónum á fyrri árshelmingi. Hagnaður af vátryggingastarfsemi fyrir skatta nam 250 milljónum króna. Hagnaður af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta nam 539 milljónum króna. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda, telur að góð afkoma stærstu tryggingafélaga landsins á fyrri helmingi ársins gefi tilefni til að lækka iðgjöld. „Miðað við þessar tölur sem við erum að sjá núna um jákvæða afkomu tryggingafélaganna, þá virðist ganga töluvert betur með vátryggingastarfsemina og þar vega til að mynda bílatryggingar einna þyngst. Á sama tíma höfum við verið að horfa upp á það að iðgjöld ökutækjatrygginga hafa verið að hækka langt umfram vísitölu. Þannig að það er mín sýn að það sé tilefni til lækkunar á iðgjöldum ökutækjatrygginga," segir Runólfur. Stærstu tryggingafélög landsins högnuðust um 4,8 milljarða króna á fyrri árshelmingi 2017. Um er að ræða verulegan viðsnúning milli ára en á sama tímabili í fyrra högnuðust félögin um 2,1 milljarð króna. „Á einu ári hefur vísitala ábyrgðatryggingar hækkað um sex prósent og við erum innan þriggja prósenta viðmiðunarmarka Seðlabankans í sambandi við verðlagsþróun almennt. Þannig að þetta hefur hækkað langt umfram þróun verðlags," segir Runólfur. „Á sama tíma er vísitala reksturs eigin bifreiðar sex prósentum lægri en hún var fyrir ári síðan. Þannig að það er klárlega lag til að koma til móts við almenna bílaeigendur," segir Runólfur. Gengi hlutabréfa í tveimur af tryggingafélögunum hækkuðu í gær eftir afkomutilkynningarnar. Hlutabréf í Sjóvá lækkuðu um 0,9 prósent, en hlutabréf í VÍS hækkuðu um 3,47 prósent og í TM um 3,29 prósent. Mestur viðsnúningur er hjá VÍS sem hagnaðist um 1.107 milljónir króna í ár, samanborið við 238 milljónir króna á sama tímabili í fyrra. Hagnaður á hlut nam 0,50 krónum samanborið við 0,10 krónur fyrir sama tímabil árið 2016. Í tilkynningu segir að félagið hafi frá árinu 2015 unnið að breytingum á iðgjöldum til að bregðast við mikilli hækkun í tíðni tjóna og tjónakostnaðar. Því sé niðurstaða fjórðungsins gleðiefni og vonast er til að farið sé að draga úr þessari miklu hækkun tjónakostnaðar. Hagnaður TM á öðrum ársfjórðungi var 909 milljónir króna en hagnaður á fyrri helming ársins nam 1.875 milljónum króna. Hagnaður á öðrum ársfjórðungi var ríflega 200 milljónum króna meiri en kom fram í afkomuviðvörun félagsins þann 18. júlí síðastliðinn. Betri afkoma skýrist einkum af hærri fjárfestingatekjum vegna endurmats á óskráðum hlutabréfum segir í tilkynningu. Hagnaður Sjóvá jókst um 1.100 milljónir milli ára og nam 1.803 milljónum á fyrri árshelmingi. Hagnaður af vátryggingastarfsemi fyrir skatta nam 250 milljónum króna. Hagnaður af fjárfestingarstarfsemi fyrir skatta nam 539 milljónum króna.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira