Kársnesskóli rifinn vegna myglu og rakaskemmda um áramótin Baldur Hrafnkell Jónsson, Helga María Guðmundsdóttir og Ingvar Þór Björnsson skrifa 27. ágúst 2017 13:26 Kársnesskóli í Kópavogi. Vísir/hörður Byrjað verður að rífa Kársnesskóli um áramótin sökum myglu og rakaskemmda. Skólastarf mun ekki skerðast á meðan á framkvæmdum stendur að sögn skólastjóra. Byggingin er orðin sextíu ára gömul og uppfyllir ekki lengur staðla fyrir skólahald segir Björg Baldursdóttir skólastjóri Kársnesskóla í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Hann er mjög illa farinn af raka og svo komu upp mygluskemmdir þarna líka. Þá er líka breytt reglugerð varðandi aðkomu fatlaðra." Þá segir hún jafnframt að reglugerð fyrir loftræstingu og hljóðvist hafi breyst. Ekki er komin nákvæm dagsetning á framkvæmdirnar en ljóst er að annar skóli verður byggður á sama stað. „Þessi starfshópur sem verður stofnaður núna á næstu vikum fer í það að skoða þessi mál og undirbúa tillögur þannig að hægt sé að fara í það að leggja fyrir verktaka og þá sem koma til með að taka við verkinu,“ segir Björg. Aðspurð hvað eigi að koma í staðinn fyrir skólann sem er núna segir hún að það verði alltaf þannig að það komi nýr skóli en hvernig skóli, hvernig hann er samsettur eða hvernig hann lítur út eigi allt eftir að ráðast á næstu vikum og mánuðum.Skólastarfsemi á ekki að skerðast á meðan á framkvæmdum stendur Ákveðið hefur verið að stofna sérstakan starfshóp sem mun fara yfir hvernig skóli verður byggður. „Starfshópurinn verður væntanlega skipaður fulltrúum frá meirihluta og minnihluta hérna í bæjarstjórn Kópavogs. Ég kem til með að sitja í starfshópnum, fulltrúar frá mennta-, umhverfis- og framkvæmdasviði, fulltrúar foreldra, fulltrúar nemenda og kennarar í skólanum þannig að þetta er stór hópur.“ Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar taki um þrjú ár og á skólastarfsemin ekki að skerðast á meðan. „Það er búið að hugsa til þess að við verðum með allt að tuttugu lausar kennslustofur þarna á malarvellinum sem er við hliðina á skólanum. Við sjáum ekki fyrir okkur að neitt skólastarf muni riðlast. Við erum náttúrulega að kenna núna áttunda til tíunda bekk þar sem bæjarskrifstofur voru áður til húsa þannig það fer ekki illa um okkur,“ segir Björg. Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Sjá meira
Byrjað verður að rífa Kársnesskóli um áramótin sökum myglu og rakaskemmda. Skólastarf mun ekki skerðast á meðan á framkvæmdum stendur að sögn skólastjóra. Byggingin er orðin sextíu ára gömul og uppfyllir ekki lengur staðla fyrir skólahald segir Björg Baldursdóttir skólastjóri Kársnesskóla í hádegisfréttum Bylgjunnar. „Hann er mjög illa farinn af raka og svo komu upp mygluskemmdir þarna líka. Þá er líka breytt reglugerð varðandi aðkomu fatlaðra." Þá segir hún jafnframt að reglugerð fyrir loftræstingu og hljóðvist hafi breyst. Ekki er komin nákvæm dagsetning á framkvæmdirnar en ljóst er að annar skóli verður byggður á sama stað. „Þessi starfshópur sem verður stofnaður núna á næstu vikum fer í það að skoða þessi mál og undirbúa tillögur þannig að hægt sé að fara í það að leggja fyrir verktaka og þá sem koma til með að taka við verkinu,“ segir Björg. Aðspurð hvað eigi að koma í staðinn fyrir skólann sem er núna segir hún að það verði alltaf þannig að það komi nýr skóli en hvernig skóli, hvernig hann er samsettur eða hvernig hann lítur út eigi allt eftir að ráðast á næstu vikum og mánuðum.Skólastarfsemi á ekki að skerðast á meðan á framkvæmdum stendur Ákveðið hefur verið að stofna sérstakan starfshóp sem mun fara yfir hvernig skóli verður byggður. „Starfshópurinn verður væntanlega skipaður fulltrúum frá meirihluta og minnihluta hérna í bæjarstjórn Kópavogs. Ég kem til með að sitja í starfshópnum, fulltrúar frá mennta-, umhverfis- og framkvæmdasviði, fulltrúar foreldra, fulltrúar nemenda og kennarar í skólanum þannig að þetta er stór hópur.“ Gert er ráð fyrir að framkvæmdirnar taki um þrjú ár og á skólastarfsemin ekki að skerðast á meðan. „Það er búið að hugsa til þess að við verðum með allt að tuttugu lausar kennslustofur þarna á malarvellinum sem er við hliðina á skólanum. Við sjáum ekki fyrir okkur að neitt skólastarf muni riðlast. Við erum náttúrulega að kenna núna áttunda til tíunda bekk þar sem bæjarskrifstofur voru áður til húsa þannig það fer ekki illa um okkur,“ segir Björg.
Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Sjá meira