Handbolti

Teitur Örn markahæstur allra

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Teitur fagnar einu af 66 mörkum sínum á mótinu.
Teitur fagnar einu af 66 mörkum sínum á mótinu. Vísir/Facebook-síða HSÍ
Teitur Örn Einarsson var markahæstur á Heimsmeistaramóti U-19 landsliða í handbolta, sem lauk í dag.

Selfyssingurinn skoraði 66 mörk fyrir Ísland á mótinu. Næstmarkahæstur var Killian Villeminot sem skoraði 60 mörk fyrir Frakkland, þar af 13 úr 14 skotum í úrslitaleiknum í dag. Villeminot spilar fyrir franska stórveldið Montpellier.

Íslenska liðið spilaði aðeins 7 leiki á mótinu, en þeir töpuðu fyrir Svíþjóð í 16-liða úrslitum eftir að hafa unnið sinn riðil og töpuðu svo gegn Þýskalandi í leik um 9. sætið.

Frakkar fóru með sigur í mótinu, en þeir unnu Spánverja 28-25 í úrslitaleiknum í dag. Ísland endað í 10. sæti mótsins.


Tengdar fréttir

Stórtap í síðasta leiknum

Íslenska karlalandsliðið í handbolta skipað leikmönnum 19 ára og yngri steinlá fyrir því þýska, 26-37, í leik um 9. sætið á HM í Georgíu í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×