Tekið á móti hinsegin flóttafólki í annað sinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. ágúst 2017 10:45 Réttindi hinsegin fólks eru víða fótum troðin í Afríku og sæta einstaklingar ofsóknum og mæta miklum fordómum. Stjórnvöld taka nú á móti hópi hinsegin flóttafólks í annað sinn en þessi mynd er úr Gleðigöngunni í Reykjavík. vísir/vilhelm Ríkisstjórnin samþykkti í gær að taka á móti allt að 55 kvótaflóttamönnum á næsta ári. Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra, segir í samtali við Vísi að um sé að ræða 40 til 45 flóttamenn úr flóttamannabúðum í Jórdaníu og Líbanon og svo allt fimm til tíu hinsegin flóttamenn sem eru í flóttamannabúðum í Afríku. Fyrst var greint frá samþykkt ríkisstjórnarinnar í tíufréttum RÚV í gærkvöldi. Í fyrra var tekið á móti 56 kvótaflóttamönnum og á þessu ári hefur verið tekið á móti 40 manns. „Við erum að gera ráð fyrir 40 til 45 flóttamönnum sem koma þá úr flóttamannabúðum í Líbanon og Jórdaníu og koma aðallega frá Sýrlandi. Við erum þó að víkka þetta aðeins út en við höfum nær eingöngu einblínt á sýrlenska flóttamenn að undanförnu. Vandinn er auðvitað áfram langmestur þar þannig að við munum áfram horfa mjög ákveðið í þá átt, en Flóttamannastofnunin hefur bent á að áhersla nærri allra móttökuríkja hafi fyrst og fremst beinst að sýrlenskum flóttamönnum undanfarin ár. Því eru fjölmargir aðrir hópar sem hafa orðið út undan svo við ætlum að breikka sjónarhornið hjá okkur í takt við þeirra ráðleggingar,“ segir Þorsteinn.Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.VÍSIR/VILHELMEkki liggur fyrir hvaðan flóttamennirnir eru sem koma hingað til lands en Þorsteinn segir að stærstu hóparnir í búðunum séu frá Sýrlandi, Afganistan, Írak og ríkjum á borð við Suður-Súdan.Hópur í gríðarlega erfiðri stöðu Íslensk stjórnvöld munu síðan í annað sinn taka á móti hinsegin flóttafólki en fyrst var tekið á móti einstaklingum úr þeim hópi árið 2015. „Þetta er hópur sem er í gríðarlega erfiðri stöðu. Þessir einstaklingar hafa flúið ofsóknir og mikla fordóma í heimalandi en eru ekkert endilega í betri stöðu í landinu sem þeir hafa flúið til þar sem þeir lenda í miklu áreiti og fordómum í flóttamannabúðunum. Þess vegna vildum við leggja sérstaka áherslu á að hluti þessa hóps kæmi þá úr röðum hinsegin flóttamanna,“ segir Þorsteinn. Þessir einstaklingar koma væntanlega úr flóttamannabúðum í Kenýa þó að það liggi ekki alveg fyrir. Þá liggur heldur ekki fyrir hvaðan þeir koma en Þorsteinn segir að þeir séu fyrst og fremst frá Afríkuríkjum. Aðspurður hvernig hann sjái síðan fyrir sér framhald flóttamannamála hér á landi segir Þorsteinn að stefnt sé að því að við lok gildistíma fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar verði búið að fjölga kvótaflóttamönnum úr 50 í 100. Verði það gert í jöfnum skrefum árlega en ríkisfjármálaáætlunin gildir til ársins 2022. „Því til viðbótar erum við líka að leggja áherslu á að efla móttöku þeirra hælisleitenda sem fá hér hæli, það er að segja að fá meira samræmi á milli þeirrar þjónustu sem þeim hópi er boðið upp á miðað við kóvtaflóttamenn.“ Flóttamenn Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira
Ríkisstjórnin samþykkti í gær að taka á móti allt að 55 kvótaflóttamönnum á næsta ári. Þorsteinn Víglundsson, félagsmálaráðherra, segir í samtali við Vísi að um sé að ræða 40 til 45 flóttamenn úr flóttamannabúðum í Jórdaníu og Líbanon og svo allt fimm til tíu hinsegin flóttamenn sem eru í flóttamannabúðum í Afríku. Fyrst var greint frá samþykkt ríkisstjórnarinnar í tíufréttum RÚV í gærkvöldi. Í fyrra var tekið á móti 56 kvótaflóttamönnum og á þessu ári hefur verið tekið á móti 40 manns. „Við erum að gera ráð fyrir 40 til 45 flóttamönnum sem koma þá úr flóttamannabúðum í Líbanon og Jórdaníu og koma aðallega frá Sýrlandi. Við erum þó að víkka þetta aðeins út en við höfum nær eingöngu einblínt á sýrlenska flóttamenn að undanförnu. Vandinn er auðvitað áfram langmestur þar þannig að við munum áfram horfa mjög ákveðið í þá átt, en Flóttamannastofnunin hefur bent á að áhersla nærri allra móttökuríkja hafi fyrst og fremst beinst að sýrlenskum flóttamönnum undanfarin ár. Því eru fjölmargir aðrir hópar sem hafa orðið út undan svo við ætlum að breikka sjónarhornið hjá okkur í takt við þeirra ráðleggingar,“ segir Þorsteinn.Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra.VÍSIR/VILHELMEkki liggur fyrir hvaðan flóttamennirnir eru sem koma hingað til lands en Þorsteinn segir að stærstu hóparnir í búðunum séu frá Sýrlandi, Afganistan, Írak og ríkjum á borð við Suður-Súdan.Hópur í gríðarlega erfiðri stöðu Íslensk stjórnvöld munu síðan í annað sinn taka á móti hinsegin flóttafólki en fyrst var tekið á móti einstaklingum úr þeim hópi árið 2015. „Þetta er hópur sem er í gríðarlega erfiðri stöðu. Þessir einstaklingar hafa flúið ofsóknir og mikla fordóma í heimalandi en eru ekkert endilega í betri stöðu í landinu sem þeir hafa flúið til þar sem þeir lenda í miklu áreiti og fordómum í flóttamannabúðunum. Þess vegna vildum við leggja sérstaka áherslu á að hluti þessa hóps kæmi þá úr röðum hinsegin flóttamanna,“ segir Þorsteinn. Þessir einstaklingar koma væntanlega úr flóttamannabúðum í Kenýa þó að það liggi ekki alveg fyrir. Þá liggur heldur ekki fyrir hvaðan þeir koma en Þorsteinn segir að þeir séu fyrst og fremst frá Afríkuríkjum. Aðspurður hvernig hann sjái síðan fyrir sér framhald flóttamannamála hér á landi segir Þorsteinn að stefnt sé að því að við lok gildistíma fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar verði búið að fjölga kvótaflóttamönnum úr 50 í 100. Verði það gert í jöfnum skrefum árlega en ríkisfjármálaáætlunin gildir til ársins 2022. „Því til viðbótar erum við líka að leggja áherslu á að efla móttöku þeirra hælisleitenda sem fá hér hæli, það er að segja að fá meira samræmi á milli þeirrar þjónustu sem þeim hópi er boðið upp á miðað við kóvtaflóttamenn.“
Flóttamenn Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Fleiri fréttir Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Sjá meira