Sjálfstæðisflokkurinn í yfirburðastöðu Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. ágúst 2017 02:00 Ráðhús Reykjavíkur. vísir/stefán Sjálfstæðisflokkurinn fengi mestan stuðning allra flokka í Reykjavíkurborg ef borgarstjórnarkosningar færu fram í dag. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Flokkurinn fengi 34,2 prósent atkvæða. Það er næstum tvöfalt meira en Vinstri grænir fengju, en þeir eru næststærsti flokkurinn samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Samfylkingin er með 13,7 prósent, Píratar 12,4 prósent. Flokkur fólksins kemur svo sterkur inn með 7 prósenta fylgi. Halldór Halldórsson, núverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir fylgið á töluverðri hreyfingu. Hann bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið með 32 prósent fylgi í könnun í desember en síðan um 27 prósent fyrir um það bil mánuði. Sveitarstjórnarkosningar fara fram í vor. Halldór segir að fylgið muni hreyfast þangað til ljóst verður hverjir bjóða fram. „En ég ætla að vona að þetta sé til marks um það að eitthvað af málflutningnum hafi skilað sér,“ segir Halldór, sem sjálfur hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í næstu kosningum. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.063 manns í Reykjavík samkvæmt lagskiptu slembiúrtaki dagana 28. og 29. ágúst þar til náðist í 791. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Svarhlutfallið var 74,4 prósent. Alls tóku 46 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Tólf prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða skila auðu, tæp 18 prósent voru ekki búin að gera upp hug sinn og 24 prósent vildu ekki svara spurningunni. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn fengi mestan stuðning allra flokka í Reykjavíkurborg ef borgarstjórnarkosningar færu fram í dag. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Flokkurinn fengi 34,2 prósent atkvæða. Það er næstum tvöfalt meira en Vinstri grænir fengju, en þeir eru næststærsti flokkurinn samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Samfylkingin er með 13,7 prósent, Píratar 12,4 prósent. Flokkur fólksins kemur svo sterkur inn með 7 prósenta fylgi. Halldór Halldórsson, núverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir fylgið á töluverðri hreyfingu. Hann bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið með 32 prósent fylgi í könnun í desember en síðan um 27 prósent fyrir um það bil mánuði. Sveitarstjórnarkosningar fara fram í vor. Halldór segir að fylgið muni hreyfast þangað til ljóst verður hverjir bjóða fram. „En ég ætla að vona að þetta sé til marks um það að eitthvað af málflutningnum hafi skilað sér,“ segir Halldór, sem sjálfur hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í næstu kosningum. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.063 manns í Reykjavík samkvæmt lagskiptu slembiúrtaki dagana 28. og 29. ágúst þar til náðist í 791. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Svarhlutfallið var 74,4 prósent. Alls tóku 46 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Tólf prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða skila auðu, tæp 18 prósent voru ekki búin að gera upp hug sinn og 24 prósent vildu ekki svara spurningunni. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk?
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Sjá meira