Sjálfstæðisflokkurinn í yfirburðastöðu Jón Hákon Halldórsson skrifar 30. ágúst 2017 02:00 Ráðhús Reykjavíkur. vísir/stefán Sjálfstæðisflokkurinn fengi mestan stuðning allra flokka í Reykjavíkurborg ef borgarstjórnarkosningar færu fram í dag. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Flokkurinn fengi 34,2 prósent atkvæða. Það er næstum tvöfalt meira en Vinstri grænir fengju, en þeir eru næststærsti flokkurinn samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Samfylkingin er með 13,7 prósent, Píratar 12,4 prósent. Flokkur fólksins kemur svo sterkur inn með 7 prósenta fylgi. Halldór Halldórsson, núverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir fylgið á töluverðri hreyfingu. Hann bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið með 32 prósent fylgi í könnun í desember en síðan um 27 prósent fyrir um það bil mánuði. Sveitarstjórnarkosningar fara fram í vor. Halldór segir að fylgið muni hreyfast þangað til ljóst verður hverjir bjóða fram. „En ég ætla að vona að þetta sé til marks um það að eitthvað af málflutningnum hafi skilað sér,“ segir Halldór, sem sjálfur hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í næstu kosningum. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.063 manns í Reykjavík samkvæmt lagskiptu slembiúrtaki dagana 28. og 29. ágúst þar til náðist í 791. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Svarhlutfallið var 74,4 prósent. Alls tóku 46 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Tólf prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða skila auðu, tæp 18 prósent voru ekki búin að gera upp hug sinn og 24 prósent vildu ekki svara spurningunni. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn fengi mestan stuðning allra flokka í Reykjavíkurborg ef borgarstjórnarkosningar færu fram í dag. Þetta sýna niðurstöður nýrrar skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Flokkurinn fengi 34,2 prósent atkvæða. Það er næstum tvöfalt meira en Vinstri grænir fengju, en þeir eru næststærsti flokkurinn samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar. Samfylkingin er með 13,7 prósent, Píratar 12,4 prósent. Flokkur fólksins kemur svo sterkur inn með 7 prósenta fylgi. Halldór Halldórsson, núverandi oddviti Sjálfstæðisflokksins, segir fylgið á töluverðri hreyfingu. Hann bendir á að Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið með 32 prósent fylgi í könnun í desember en síðan um 27 prósent fyrir um það bil mánuði. Sveitarstjórnarkosningar fara fram í vor. Halldór segir að fylgið muni hreyfast þangað til ljóst verður hverjir bjóða fram. „En ég ætla að vona að þetta sé til marks um það að eitthvað af málflutningnum hafi skilað sér,“ segir Halldór, sem sjálfur hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í næstu kosningum. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1.063 manns í Reykjavík samkvæmt lagskiptu slembiúrtaki dagana 28. og 29. ágúst þar til náðist í 791. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir aldri. Svarhlutfallið var 74,4 prósent. Alls tóku 46 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Tólf prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða skila auðu, tæp 18 prósent voru ekki búin að gera upp hug sinn og 24 prósent vildu ekki svara spurningunni. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til sveitarstjórnarkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk?
Birtist í Fréttablaðinu Sjálfstæðisflokkurinn Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira