Umræða um Hvalárvirkjun á villigötum Tómas Guðbjartsson skrifar 8. september 2017 07:00 Undanfarið hefur fyrirhuguð Hvalárvirkjun á Ströndum verið mikið til umræðu, ekki síst eftir að við Ólafur Már Björnsson augnlæknir ákváðum að birta myndir á Facebook af fossum sem verða undir verði virkjunin að veruleika. Átakið köllum við #fossadagatal á Ströndum undir formerkjum #LifiNatturan, en við ráðgerum að birta myndir af einum fossi á dag í 30 daga. Með þessu viljum við kynna fyrir almenningi, ráðamönnum og þeim sem koma að þessari umdeildu framkvæmd hvað er í húfi. Og það gerum við á forsendum náttúrunnar. Ástæðan er sú að okkur hefur fundist skorta mjög á upplýsingagjöf um framkvæmdina og við teljum að náttúran á þessu stórkostlega svæði hafi ekki fengið að njóta vafans. Við erum ekki aðeins að beina spjótum okkar að framkvæmdaaðilum virkjunarinnar, HS Orku og Vesturverki, heldur ekki síður þeim sem veitt hafa virkjuninni brautargengi í Rammaáætlun og sveitarstjórn Árneshrepps. Einnig truflar okkur að eigandi Eyvindarfjarðarár sé ítalskur huldu-barónn sem selt hefur vatnsréttindi sín til kanadísks milljarðamærings, Ross Beaty, sem er eigandi 68% hlutar í HS Orku - fyrirtækis sem síðan á 70% í Vesturverki, framkvæmdaaðila virkjunarinnar. Því er vandséð að íslenskir eða vestfirskir hagsmunir séu í forgangi.Ófrægingarherferð hagsmunaaðila Það er ekkert launungarmál að við vildum ná athygli með fossadagatalinu - átaki sem við kostum að öllu leyti sjálfir. Það gleður okkur hversu margir hafa sýnt því áhuga. En því miður fylgir oft böggull skammrifi – því að umræðan um fossadagatalið, og þá sérstaklega á Vestfjörðum, hefur algjörlega snúist á hvolf og fókusinn frekar snúist um mig, starf mitt og persónu heldur en málefnið. Þannig er fullyrt að á samfélagsmiðlum að ég sé „lattelepjandi íbúi í 101 Reykjavík“ og „óvinur Vestfjarða“ sem ekki ætti að „skipta mér af framtíð landshluta sem mér komi ekki við“. Í þessu samhengi vil ég minna á að faðir minn er fæddur á Vestfjörðum, þar búa mörg ættmenni mín og þarna hef ég starfað sem læknir, bæði sumur og vetur. Öllu langsóttara er þó að færni mín sem skurðlæknis eða skortur á henni sé tengd þessari umræðu eða sett spurningarmerki við kynhneigð mína eins og hún komi þessu máli við. Fyrrverandi alþingismenn og ritstjórar segja okkur Ólaf með „upplásið egó“ og formaður bæjarráðs Ísafjarðar hryndur af stað herferð þar sem ég er sakaður um að vera „mikilvægari en aðrir“, „tali niður Vestfirði og Vestfirðinga“, og segi þá „umhverfissóða“. Ekki kannast ég við þessi ummæli en stend við það sem ég hef sagt oftsinnis áður að ég telji að sumir Vestfirðingar hafi látið glepjast af fagurgala HS-Orku um ávinning og arðbærni Hvalárvirkjunar. Ég er sem Íslendingur í fullum rétti til að halda fram þeirri skoðun. Ofangreind ummæli dæma sig sjálf. Engu að síður er undarlegt að einstaklingar í ráðandi stöðum skuli taka umræðuna á jafn lágt plan. Sama á við um suma starfsmenn HS Orku og Flokk mannsins.Umræða á lágu plani Það skal tekið skýrt fram að ég er ekki að kveinka mér undan umræðunni, enda oftsinnis tekist á um erfið málefni í fjölmiðlum, t.d. um Landspítala og fjármögnun íslenska heilbrigðiskerfisins. En ég er ekki tilbúinn til að kyngja því að umræðan á Íslandi sé komin á þetta lágt plan – enda verður það til þess að landsmenn veigra sér við að tjá sig um mikilvæg álitaefni. Ég tel mig í fullum rétti að hafa skoðun á því hvernig farið er með landið okkar, sérstaklega þegar ósnortin náttúra á í hlut. Sem skurðlæknir á suðvesturhorninu sinni ég vandamálum Vestfirðinga, líkt og annarra landsmanna, og vil minna á að ég hef oftsinnis áður staðið í mótmælum gegn náttúrurspjöllum í öðrum landshlutum en Vestfjörðum, t.d. í Landmannalagum og á miðhálendinu.Komandi kynslóðir eiga líka rétt á ósnortinni náttúru Að úthrópa mig „óvin Vestfjarða“ er taktík hagsmunaaðila til að dreifa umræðunni og forðast aðalatriði. Við Ólafur værum varla að eyða sumarleyfum okkar í fossadagatalið ef ekki væri fyrir umhyggju okkar fyrir víðernum Vestfjarða. Þar höfum höfum við ferðast um firði, fjöll og firnindi og sennilega er ekker annað svæði á Íslandi sem stendur mér nær hjarta. Við höfum heldur engra hagsmuna að gæta annarra en íslenskrar náttúru og ófæddra Íslendinga. Greinarhöfundur er skurðlæknir, prófessor og náttúruverndarsinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Tómas Guðbjartsson Mest lesið „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Skoðun Við mótmælum… Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur fyrirhuguð Hvalárvirkjun á Ströndum verið mikið til umræðu, ekki síst eftir að við Ólafur Már Björnsson augnlæknir ákváðum að birta myndir á Facebook af fossum sem verða undir verði virkjunin að veruleika. Átakið köllum við #fossadagatal á Ströndum undir formerkjum #LifiNatturan, en við ráðgerum að birta myndir af einum fossi á dag í 30 daga. Með þessu viljum við kynna fyrir almenningi, ráðamönnum og þeim sem koma að þessari umdeildu framkvæmd hvað er í húfi. Og það gerum við á forsendum náttúrunnar. Ástæðan er sú að okkur hefur fundist skorta mjög á upplýsingagjöf um framkvæmdina og við teljum að náttúran á þessu stórkostlega svæði hafi ekki fengið að njóta vafans. Við erum ekki aðeins að beina spjótum okkar að framkvæmdaaðilum virkjunarinnar, HS Orku og Vesturverki, heldur ekki síður þeim sem veitt hafa virkjuninni brautargengi í Rammaáætlun og sveitarstjórn Árneshrepps. Einnig truflar okkur að eigandi Eyvindarfjarðarár sé ítalskur huldu-barónn sem selt hefur vatnsréttindi sín til kanadísks milljarðamærings, Ross Beaty, sem er eigandi 68% hlutar í HS Orku - fyrirtækis sem síðan á 70% í Vesturverki, framkvæmdaaðila virkjunarinnar. Því er vandséð að íslenskir eða vestfirskir hagsmunir séu í forgangi.Ófrægingarherferð hagsmunaaðila Það er ekkert launungarmál að við vildum ná athygli með fossadagatalinu - átaki sem við kostum að öllu leyti sjálfir. Það gleður okkur hversu margir hafa sýnt því áhuga. En því miður fylgir oft böggull skammrifi – því að umræðan um fossadagatalið, og þá sérstaklega á Vestfjörðum, hefur algjörlega snúist á hvolf og fókusinn frekar snúist um mig, starf mitt og persónu heldur en málefnið. Þannig er fullyrt að á samfélagsmiðlum að ég sé „lattelepjandi íbúi í 101 Reykjavík“ og „óvinur Vestfjarða“ sem ekki ætti að „skipta mér af framtíð landshluta sem mér komi ekki við“. Í þessu samhengi vil ég minna á að faðir minn er fæddur á Vestfjörðum, þar búa mörg ættmenni mín og þarna hef ég starfað sem læknir, bæði sumur og vetur. Öllu langsóttara er þó að færni mín sem skurðlæknis eða skortur á henni sé tengd þessari umræðu eða sett spurningarmerki við kynhneigð mína eins og hún komi þessu máli við. Fyrrverandi alþingismenn og ritstjórar segja okkur Ólaf með „upplásið egó“ og formaður bæjarráðs Ísafjarðar hryndur af stað herferð þar sem ég er sakaður um að vera „mikilvægari en aðrir“, „tali niður Vestfirði og Vestfirðinga“, og segi þá „umhverfissóða“. Ekki kannast ég við þessi ummæli en stend við það sem ég hef sagt oftsinnis áður að ég telji að sumir Vestfirðingar hafi látið glepjast af fagurgala HS-Orku um ávinning og arðbærni Hvalárvirkjunar. Ég er sem Íslendingur í fullum rétti til að halda fram þeirri skoðun. Ofangreind ummæli dæma sig sjálf. Engu að síður er undarlegt að einstaklingar í ráðandi stöðum skuli taka umræðuna á jafn lágt plan. Sama á við um suma starfsmenn HS Orku og Flokk mannsins.Umræða á lágu plani Það skal tekið skýrt fram að ég er ekki að kveinka mér undan umræðunni, enda oftsinnis tekist á um erfið málefni í fjölmiðlum, t.d. um Landspítala og fjármögnun íslenska heilbrigðiskerfisins. En ég er ekki tilbúinn til að kyngja því að umræðan á Íslandi sé komin á þetta lágt plan – enda verður það til þess að landsmenn veigra sér við að tjá sig um mikilvæg álitaefni. Ég tel mig í fullum rétti að hafa skoðun á því hvernig farið er með landið okkar, sérstaklega þegar ósnortin náttúra á í hlut. Sem skurðlæknir á suðvesturhorninu sinni ég vandamálum Vestfirðinga, líkt og annarra landsmanna, og vil minna á að ég hef oftsinnis áður staðið í mótmælum gegn náttúrurspjöllum í öðrum landshlutum en Vestfjörðum, t.d. í Landmannalagum og á miðhálendinu.Komandi kynslóðir eiga líka rétt á ósnortinni náttúru Að úthrópa mig „óvin Vestfjarða“ er taktík hagsmunaaðila til að dreifa umræðunni og forðast aðalatriði. Við Ólafur værum varla að eyða sumarleyfum okkar í fossadagatalið ef ekki væri fyrir umhyggju okkar fyrir víðernum Vestfjarða. Þar höfum höfum við ferðast um firði, fjöll og firnindi og sennilega er ekker annað svæði á Íslandi sem stendur mér nær hjarta. Við höfum heldur engra hagsmuna að gæta annarra en íslenskrar náttúru og ófæddra Íslendinga. Greinarhöfundur er skurðlæknir, prófessor og náttúruverndarsinni.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun