„Þetta var mögnuð björgun“ Birgir Olgeirsson skrifar 6. september 2017 22:00 Maðurinn er talinn hafa verið í ánni í 15 til 20 mínútur. Vísir/Magnús Hlynur „Þetta var mögnuð björgun,“ segir Styrmir Sigurðsson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi, um vinnu björgunarsveitarfólks við erfiðar aðstæður eftir að maður stökk út í Ölfusá um klukkan átta í kvöld. Maðurinn ók bíl á brúarhandrið Ölfusárbrúar og stökk þaðan út í ána, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi um málið. Styrmir segir manninn hafa verið í ánni í fimmtán til tuttugu mínútur áður en björgunarmenn náðu honum á land. Þá hafði hann borist um einn og hálfan kílómetra með straumnum. Talið er að hann hafi verið nokkrar mínútur í kafi. Hann var meðvitundarlaus þegar björgunarmenn náðu honum á land og þurfti að beita endurlífgunartilraunum. Maðurinn andaði sjálfur þegar farið var með hann um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti hann á bráðamóttökuna í Fossvogi.Styrmir Sigurðsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.Vísir/Magnús HlynurVar sjálfur á leið yfir brúna Styrmir var sjálfur ekki á vakt þegar tilkynning um málið barst viðbragðsaðilum um áttaleytið í kvöld heldur á ferðinni í bíl yfir Ölfusárbrú. Hann lagði bíl sínum hjá Pylsuvagninum á Selfossi og byrjaði að fylgja manninum eftir. Vitni sögðu manninn hafa ekið á miklum hraða að brúnni áður en hann stökk út í ána. „Menn löbbuðu niður eftir ánni, lögregla og sjúkraflutningamenn, til að halda sjónum á honum þar til bátarnir komu. Það tókst frábærlega,“ segir Styrmir.Fundur björgunarfélagsins mikið happ Meðlimir Björgunarfélags Árborgar voru að funda í húsakynnum björgunarfélagsins við Árveg, sem er við Ölfusá, og voru því snöggir til þegar tilkynningin barst. Húsið er 600-700 metra austan af brúnni. „Það var mikið happ að þessi fundur var hjá björgunarfélaginu. Þeir voru óhugnanlega fljótir að koma bátunum á flot. Þetta voru bara örfáar mínútur sem er grjótmagnað viðbragð. Þessi straumvatnsbjörgunarflokkur hjá Björgunarfélagi Árborgar er einn sá besti hér á landi og þó víðar væri leitað. Þeir æfa mjög stíft hér í kringum straumvötnin og það er er að skila sér alveg greinilega,“ segir Styrmir.Hér má sjá vegalengdina á milli Ölfusárbrúar og húsakynna Björgunarfélags Árborgar, við Árveg á Selfossi.Loftmyndir ehf.Mikill erill hefur verið hjá viðbragðsaðilum á Suðurlandi því fyrr í kvöld höfðu sjúkraflutningamenn sinnt útkalli í uppsveitum þar sem maður hafði klemmst á milli tveggja dráttarvéla. Var þyrla Landhelgisgæslunnar nýbúin að flytja hann í bæinn þegar tilkynningin barst um slysið við Ölfusárbrú. Þeir sem urðu vitni að akstri umræddrar bifreiðar fyrir slysið á Ölfusárbrú eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Suðurlandi á Facebook-síðu hennar, í tölvupóstfangið sudurland@logreglan.is eða í síma 444 2000.Uppfært klukkan 0:05 Búið er að opna fyrir umferð um Ölfusá. Tengdar fréttir Ökumaður hljóp úr bílnum og stökk í Ölfusá eftir að hafa ekið á brúarhandrið Var fluttur á bráðamóttökuna í Fossvogi. 6. september 2017 20:31 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Sjá meira
„Þetta var mögnuð björgun,“ segir Styrmir Sigurðsson, yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi, um vinnu björgunarsveitarfólks við erfiðar aðstæður eftir að maður stökk út í Ölfusá um klukkan átta í kvöld. Maðurinn ók bíl á brúarhandrið Ölfusárbrúar og stökk þaðan út í ána, að því er fram kemur í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi um málið. Styrmir segir manninn hafa verið í ánni í fimmtán til tuttugu mínútur áður en björgunarmenn náðu honum á land. Þá hafði hann borist um einn og hálfan kílómetra með straumnum. Talið er að hann hafi verið nokkrar mínútur í kafi. Hann var meðvitundarlaus þegar björgunarmenn náðu honum á land og þurfti að beita endurlífgunartilraunum. Maðurinn andaði sjálfur þegar farið var með hann um borð í þyrlu Landhelgisgæslunnar sem flutti hann á bráðamóttökuna í Fossvogi.Styrmir Sigurðsson, yfirmaður sjúkraflutninga hjá Heilbrigðisstofnun Suðurlands.Vísir/Magnús HlynurVar sjálfur á leið yfir brúna Styrmir var sjálfur ekki á vakt þegar tilkynning um málið barst viðbragðsaðilum um áttaleytið í kvöld heldur á ferðinni í bíl yfir Ölfusárbrú. Hann lagði bíl sínum hjá Pylsuvagninum á Selfossi og byrjaði að fylgja manninum eftir. Vitni sögðu manninn hafa ekið á miklum hraða að brúnni áður en hann stökk út í ána. „Menn löbbuðu niður eftir ánni, lögregla og sjúkraflutningamenn, til að halda sjónum á honum þar til bátarnir komu. Það tókst frábærlega,“ segir Styrmir.Fundur björgunarfélagsins mikið happ Meðlimir Björgunarfélags Árborgar voru að funda í húsakynnum björgunarfélagsins við Árveg, sem er við Ölfusá, og voru því snöggir til þegar tilkynningin barst. Húsið er 600-700 metra austan af brúnni. „Það var mikið happ að þessi fundur var hjá björgunarfélaginu. Þeir voru óhugnanlega fljótir að koma bátunum á flot. Þetta voru bara örfáar mínútur sem er grjótmagnað viðbragð. Þessi straumvatnsbjörgunarflokkur hjá Björgunarfélagi Árborgar er einn sá besti hér á landi og þó víðar væri leitað. Þeir æfa mjög stíft hér í kringum straumvötnin og það er er að skila sér alveg greinilega,“ segir Styrmir.Hér má sjá vegalengdina á milli Ölfusárbrúar og húsakynna Björgunarfélags Árborgar, við Árveg á Selfossi.Loftmyndir ehf.Mikill erill hefur verið hjá viðbragðsaðilum á Suðurlandi því fyrr í kvöld höfðu sjúkraflutningamenn sinnt útkalli í uppsveitum þar sem maður hafði klemmst á milli tveggja dráttarvéla. Var þyrla Landhelgisgæslunnar nýbúin að flytja hann í bæinn þegar tilkynningin barst um slysið við Ölfusárbrú. Þeir sem urðu vitni að akstri umræddrar bifreiðar fyrir slysið á Ölfusárbrú eru beðnir að hafa samband við lögregluna á Suðurlandi á Facebook-síðu hennar, í tölvupóstfangið sudurland@logreglan.is eða í síma 444 2000.Uppfært klukkan 0:05 Búið er að opna fyrir umferð um Ölfusá.
Tengdar fréttir Ökumaður hljóp úr bílnum og stökk í Ölfusá eftir að hafa ekið á brúarhandrið Var fluttur á bráðamóttökuna í Fossvogi. 6. september 2017 20:31 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Vilja samræmdar reglur um símafrí í skólum Um 150 manns munu fá vinnu við smíði nýrrar Ölfusárbrúar Sjá meira
Ökumaður hljóp úr bílnum og stökk í Ölfusá eftir að hafa ekið á brúarhandrið Var fluttur á bráðamóttökuna í Fossvogi. 6. september 2017 20:31