Það verði regla fremur en undantekning að opinberar framkvæmdir standist áætlanir Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. september 2017 15:15 Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar. vísir/vilhelm Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, mun leggja fram þingsályktunartillögu við upphaf haustþings í næstu viku þar sem það er lagt til að Benedikt Jóhannessyni, fjármála-og efnahagsráðherra, verði falið að útfæra og leggja fram lög og reglugerðir sem hafa það að markmiði að tryggja gæði, hagkvæmni og skilvirkni opinberra fjárfestinga allt frá hugmyndastigi til framkvæmda og út áætlaðan líftíma. Tilgangurinn er að reyna að koma í veg fyrir að opinberar framkvæmdir fari fram úr kostnaðaráætlunum og áætluðum verktíma en alþekkt er hér á landi að slíkt gerist og er nýjasta dæmið ef til vill Vaðlaheiðargöng.Norðmenn snúið sínum málum við á síðustu árum „Fyrst og fremst er tilgangurinn að ná betri tökum á opinberum fjárfestingarverkefnum og að við nýtum almannafé betur, það er að segja að þegar við erum að ráðast í ýmis konar fjárfestingar og verkefni að þær séu líklegar til að skila tilætluðum árangri og séu innan þess ramma sem þeim eru settar,“ segir Jón Steindór í samtali við Vísi. Hann segist einkum horfa til Noregs þegar kemur að fyrirmynd varðandi það hvernig hægt er að bæta það hvernig staðið er að opinberum framkvæmdum hér á landi. Þar var svipuð staða uppi á sínum tíma og er hér, það er að það var undantekning frekar en regla ef opinberar framkvæmdir stóðust áætlanir. „Þar hefur þetta verið tekið dálítið föstum tökum. Á síðustu 15 til 20 árum hafa Norðmenn geta snúið sínum málum við þannig að nú er það meginregla að verkefni eru innan fjárhagsramma, tímaramma og skila tilætluðum árangri og standast þessi þrjú próf ef maður getur sagt sem svo. En áður var það dálítið líkt og hér, það er að það kemur raunverulega engum á óvart ef verkefni standast ekki það sem til var ætlast. Þessu viljum við breyta. Það þarf að breyta lagareglum en fyrst og fremst er þetta hugarfar, vinnubrögð og agi sem þetta snýst um,“ segir Jón Steindór en bætir við að tillagan feli ekki í sér dóm um að hér sé allt ómögulegt í þessum efnum. Staðreyndin sé hins vegar sú að margt megi gera betur.Telur undirbúningsstigið okkar veikleika „Veikleiki okkar er undirbúningsstigið. Þegar við erum að velta fyrir okkur einhverri tiltekinni framkvæmd þá gefum við okkur ekki nógan tíma til þess að undirbúa og meta og sannreyna að það sem við erum að fara að gera sé í lagi. [...] Það eru til ferlar og aðgerðir sem hægt er að beita í ríkara mæli. Norðmenn hafa til að mynda sett sér verklagsreglur og sett ákveðin hlið í sínar framkvæmdir, það er að segja þeir staldra við á tilteknum fresti í verkefnunum eða undirbúningi þeirra og skoða hvort að það sem verið sé að gera og hafi verið gert sé í samræmi við það sem lagt var upp með.“Þingmenn nokkurra flokka standa að tillögunni Samkvæmt þingsályktunartillögunni á ráðherra að leggja fram og kynna Alþingi tillögur sínar eigi síðar en 1. mars 2018. Jón Steindór bendir á að það sé langtímaverkefni að koma þessum málum í samt horf hér á landi enda hafi það tekið nokkur ár í Noregi. „En ég sé enga ástæðu til annars en að við ættum að geta náð hliðstæðu árangri á svipað mörgum árum.“ Jón Steindór segir að þingmenn nokkurra flokka, bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu, muni standa með honum að þingsályktunartillögunni. Alþingi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, mun leggja fram þingsályktunartillögu við upphaf haustþings í næstu viku þar sem það er lagt til að Benedikt Jóhannessyni, fjármála-og efnahagsráðherra, verði falið að útfæra og leggja fram lög og reglugerðir sem hafa það að markmiði að tryggja gæði, hagkvæmni og skilvirkni opinberra fjárfestinga allt frá hugmyndastigi til framkvæmda og út áætlaðan líftíma. Tilgangurinn er að reyna að koma í veg fyrir að opinberar framkvæmdir fari fram úr kostnaðaráætlunum og áætluðum verktíma en alþekkt er hér á landi að slíkt gerist og er nýjasta dæmið ef til vill Vaðlaheiðargöng.Norðmenn snúið sínum málum við á síðustu árum „Fyrst og fremst er tilgangurinn að ná betri tökum á opinberum fjárfestingarverkefnum og að við nýtum almannafé betur, það er að segja að þegar við erum að ráðast í ýmis konar fjárfestingar og verkefni að þær séu líklegar til að skila tilætluðum árangri og séu innan þess ramma sem þeim eru settar,“ segir Jón Steindór í samtali við Vísi. Hann segist einkum horfa til Noregs þegar kemur að fyrirmynd varðandi það hvernig hægt er að bæta það hvernig staðið er að opinberum framkvæmdum hér á landi. Þar var svipuð staða uppi á sínum tíma og er hér, það er að það var undantekning frekar en regla ef opinberar framkvæmdir stóðust áætlanir. „Þar hefur þetta verið tekið dálítið föstum tökum. Á síðustu 15 til 20 árum hafa Norðmenn geta snúið sínum málum við þannig að nú er það meginregla að verkefni eru innan fjárhagsramma, tímaramma og skila tilætluðum árangri og standast þessi þrjú próf ef maður getur sagt sem svo. En áður var það dálítið líkt og hér, það er að það kemur raunverulega engum á óvart ef verkefni standast ekki það sem til var ætlast. Þessu viljum við breyta. Það þarf að breyta lagareglum en fyrst og fremst er þetta hugarfar, vinnubrögð og agi sem þetta snýst um,“ segir Jón Steindór en bætir við að tillagan feli ekki í sér dóm um að hér sé allt ómögulegt í þessum efnum. Staðreyndin sé hins vegar sú að margt megi gera betur.Telur undirbúningsstigið okkar veikleika „Veikleiki okkar er undirbúningsstigið. Þegar við erum að velta fyrir okkur einhverri tiltekinni framkvæmd þá gefum við okkur ekki nógan tíma til þess að undirbúa og meta og sannreyna að það sem við erum að fara að gera sé í lagi. [...] Það eru til ferlar og aðgerðir sem hægt er að beita í ríkara mæli. Norðmenn hafa til að mynda sett sér verklagsreglur og sett ákveðin hlið í sínar framkvæmdir, það er að segja þeir staldra við á tilteknum fresti í verkefnunum eða undirbúningi þeirra og skoða hvort að það sem verið sé að gera og hafi verið gert sé í samræmi við það sem lagt var upp með.“Þingmenn nokkurra flokka standa að tillögunni Samkvæmt þingsályktunartillögunni á ráðherra að leggja fram og kynna Alþingi tillögur sínar eigi síðar en 1. mars 2018. Jón Steindór bendir á að það sé langtímaverkefni að koma þessum málum í samt horf hér á landi enda hafi það tekið nokkur ár í Noregi. „En ég sé enga ástæðu til annars en að við ættum að geta náð hliðstæðu árangri á svipað mörgum árum.“ Jón Steindór segir að þingmenn nokkurra flokka, bæði úr stjórn og stjórnarandstöðu, muni standa með honum að þingsályktunartillögunni.
Alþingi Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira