Amis hitti loks „mömmu“ sína á Íslandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. september 2017 06:06 Það var hjartnæm stund þegar Kara Rut Hanssen hitti Amis Agaba í fyrsta sinn í Kópavogi á dögunum. Allt frá því að Kara byrjaði að styrkja Amis mánaðarlega hefur hann kallað Köru mömmu sína, enda segist hann eiga henni allt að þakka. Fjallað var um heimsóknina í Íslandi í dag í gærkvöldi en Amis er frá Úganda, fæddist munaðarlaus og ólst upp á munaðarleysingjahæli. Þegar hann fór í barnaskóla á vegum ABC Barnahjálpar kom fljótt í ljós að hann væri góður nemandi og mikill íþróttamaður. Kara Rut hefur stutt við bakið á Amis undanfarin 9 ár og segist hún reglulega hafa fengið fréttir og myndir af honum. Kara, sem 27 ára gömul, fannst því frekar fyndið að Amis, sem er ekki nema fjórum árum yngri en hún, skildi kalla hana mömmu sína. Það ætti þó engan að undra, með mánaðarlegu framlagi Köru gerði hún Amis kleift að klára grunnskólann, fara reglulega til læknis og kaupa sér að borða.Fékk skólastyrk til Svíþjóðar Sem fyrr segir reyndist Amis vera góður náms- og íþróttamaður og nældi hann sér í skólastyrk til að halda námi sínu áfram í Gautaborg. Þegar þangað var komið áttuðu starfsmenn íþróttafélagsins, þar sem hann lagði stund á hlaup, sig á að um væri að ræða engan venjulegan íþróttamann. Amis er nú 23 ára gamall, orðinn sænskur ríkisborgari og stundar nám í háskóla í Malmö. Hann segist alltaf hafa langað til að hitta Köru og keypti hann sér því miða í fríinu til Íslands. Hann mætti á skrifstofu á ABC - og þá fékk Kara símtalið. „Manstu eftir stráknum sem þú byrjaðir að styrkja árið 2009? Hann situr bara hérna við hliðina á mér,“ lýsir Kara og segir það hafa komið sér rækilega á óvart. Hún hafi bara farið að hlæja og þótt þetta „klikkað.“ Kara segist ekki hafa heyrt um það áður að styrktarbörn komi til landsins og leitað að „foreldrum“ sínum - enda er það fordæmalaust hér á landi.Kallar hana enn mömmu Það var svo við heimili Köru í Kópavogi sem þau loks hittust á dögunum. Það var tilfinningaþrungin stund þegar Amis faðmaði „móður sína“ og átti hann erfitt með að koma þakklæti og tilfinningum sínum í orð. „Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra það, þetta er handan mínum skilningi. Ég hef beðið eftir þessu alla mína tíð,“ sagði Amis og bætti við að hann liti á Köru sem kynmóður sína, í ljósi þess að hann ætti ekki slíka. Hann sagðist handviss um að hann myndi einn daginn hitta Köru, ef Guð væri til. „Ég er þar sem ég er í dag vegna fjárstuðnings hennar. Hún er mamma mín, ég segi það ennþá.“ Innslag Sindra Sindrasonar um þau Köru og Amis má sjá í spilaranum hér að ofan. Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Það var hjartnæm stund þegar Kara Rut Hanssen hitti Amis Agaba í fyrsta sinn í Kópavogi á dögunum. Allt frá því að Kara byrjaði að styrkja Amis mánaðarlega hefur hann kallað Köru mömmu sína, enda segist hann eiga henni allt að þakka. Fjallað var um heimsóknina í Íslandi í dag í gærkvöldi en Amis er frá Úganda, fæddist munaðarlaus og ólst upp á munaðarleysingjahæli. Þegar hann fór í barnaskóla á vegum ABC Barnahjálpar kom fljótt í ljós að hann væri góður nemandi og mikill íþróttamaður. Kara Rut hefur stutt við bakið á Amis undanfarin 9 ár og segist hún reglulega hafa fengið fréttir og myndir af honum. Kara, sem 27 ára gömul, fannst því frekar fyndið að Amis, sem er ekki nema fjórum árum yngri en hún, skildi kalla hana mömmu sína. Það ætti þó engan að undra, með mánaðarlegu framlagi Köru gerði hún Amis kleift að klára grunnskólann, fara reglulega til læknis og kaupa sér að borða.Fékk skólastyrk til Svíþjóðar Sem fyrr segir reyndist Amis vera góður náms- og íþróttamaður og nældi hann sér í skólastyrk til að halda námi sínu áfram í Gautaborg. Þegar þangað var komið áttuðu starfsmenn íþróttafélagsins, þar sem hann lagði stund á hlaup, sig á að um væri að ræða engan venjulegan íþróttamann. Amis er nú 23 ára gamall, orðinn sænskur ríkisborgari og stundar nám í háskóla í Malmö. Hann segist alltaf hafa langað til að hitta Köru og keypti hann sér því miða í fríinu til Íslands. Hann mætti á skrifstofu á ABC - og þá fékk Kara símtalið. „Manstu eftir stráknum sem þú byrjaðir að styrkja árið 2009? Hann situr bara hérna við hliðina á mér,“ lýsir Kara og segir það hafa komið sér rækilega á óvart. Hún hafi bara farið að hlæja og þótt þetta „klikkað.“ Kara segist ekki hafa heyrt um það áður að styrktarbörn komi til landsins og leitað að „foreldrum“ sínum - enda er það fordæmalaust hér á landi.Kallar hana enn mömmu Það var svo við heimili Köru í Kópavogi sem þau loks hittust á dögunum. Það var tilfinningaþrungin stund þegar Amis faðmaði „móður sína“ og átti hann erfitt með að koma þakklæti og tilfinningum sínum í orð. „Ég veit ekki hvernig ég á að útskýra það, þetta er handan mínum skilningi. Ég hef beðið eftir þessu alla mína tíð,“ sagði Amis og bætti við að hann liti á Köru sem kynmóður sína, í ljósi þess að hann ætti ekki slíka. Hann sagðist handviss um að hann myndi einn daginn hitta Köru, ef Guð væri til. „Ég er þar sem ég er í dag vegna fjárstuðnings hennar. Hún er mamma mín, ég segi það ennþá.“ Innslag Sindra Sindrasonar um þau Köru og Amis má sjá í spilaranum hér að ofan.
Mest lesið Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Erlent Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Erlent Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Innlent Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Innlent Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Innlent Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Innlent Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Innlent Halla aðstoðar Loga Innlent Fleiri fréttir Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Engar framkvæmdir á árinu hafi áhrif á vatnshlot Þjórsár Malbika veginn að Ólafsdal í Gilsfirði Leggur strax fram lagabreytingarfrumvarp vegna Hvammsvirkjunar Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn á leið í verkfall Styðja sérlög um Hvammsvirkjun Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Landspítalinn vill lóð sem borgin planar undir íbúðabyggð Barn fæddist á Seyðisfirði í fyrsta sinn í þrjátíu ár Virkjanaleyfið fyrir Hæstarétt og innsetning Trumps Óðu snjóinn upp að mitti meðan þeir slökktu í alelda bíl Fjöldi heimila enn án rafmagns Tveir bílar og smárúta lentu saman á Suðurlandsvegi Telja dóminn rangan og vilja komast beint í Hæstarétt Mjög fínt að vera hætt sem sveitarstjóri Grímsvatnahlaupi lokið Halla aðstoðar Loga Gripinn þrisvar sama kvöldið og skuldar rúma milljón Samþykktu verkfall með yfirburðum Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Sjá meira
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar og aðstæður sem við búum við“ Innlent