Spínat innkallað vegna músarmálsins Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 19. september 2017 13:49 Spínatið hefur verið innkallað í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur Vísir/Hari Innes hefur í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað innflutt spínat í 150 gr. og 500 gr. einingum vegna gruns um aðskotahlut. Um er að ræða innköllun í varúðarsjónamiði með tilliti til neytendaverndar. Í dag birtust fréttir um að tilkynnt hafi verið um músarunga í salati. „Við erum að taka til baka það sem hefur farið í búðir og til stórneytenda. Það er ekki vitað hvort þetta hafi komið erlendis frá eða héðan,“ segir Halldór Jökull Ragnarsson gæðastjóri Innnes í samtali við Vísi. Hann staðfesti að innköllunin tengdist því að tilkynning var gerð um að músarungi hefði fundist í salati.Einn eiganda Fresco segist fullviss um að músinni hafi verið komið fyrir í salatinu. „Við erum erum bara að bíða eftir staðfestingu á greiningu á því hvort þetta geti verið íslenskt. Ef þetta er íslenskt þá er þetta ekki frá okkar erlenda byrgja.“ Halldór segir að nú sé verið að er verið að greina það hjá Keldum, tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði. Samkvæmt tilkynningunni á innköllunin á við um 150gr. Azora spínat í pokum með dagsetningum best fyrir 17.09.2017 og 24.09.2017 og Azora spínat 500 gr. í pokum með dagsetningum best fyrir 17.09.2017 og 24.09.2017. Minni einingunni er dreift í verslanir um land allt en þeirri stærri er dreift til stórnotenda. Innnes hvetur alla þá sem hafa þessa vöru undir höndum að skila henni í næstu verslun gegn endurgreiðslu vörunnar eða til Innnes ferskvörusviðs að Bæjarflöt 2 Reykjavík. Í tilkynningunni kemur fram að Innnes harmi þetta mjög og biðjist velvirðingar á þessu atviki.Heilbrigðiseftirlitið bíður niðurstöðu úr rannsókn um hvort músarunginn sem fannst sé íslenskur eða hafi komið erlendis frá. Tengdar fréttir „Músin kom í salatið af völdum manna sem vilja okkur eitthvað illt“ Einar Ásgeirsson, einn eigenda og stjórnarformaður Fresco, segi algjörlega útilokað að músarungi sem karlmaður um þrítugt segist hafa fundið í salati sem hann keypti hjá Fresco, hafi verið í salatinu þegar maðurinn yfirgaf staðinn. 19. september 2017 12:54 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
Innes hefur í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað innflutt spínat í 150 gr. og 500 gr. einingum vegna gruns um aðskotahlut. Um er að ræða innköllun í varúðarsjónamiði með tilliti til neytendaverndar. Í dag birtust fréttir um að tilkynnt hafi verið um músarunga í salati. „Við erum að taka til baka það sem hefur farið í búðir og til stórneytenda. Það er ekki vitað hvort þetta hafi komið erlendis frá eða héðan,“ segir Halldór Jökull Ragnarsson gæðastjóri Innnes í samtali við Vísi. Hann staðfesti að innköllunin tengdist því að tilkynning var gerð um að músarungi hefði fundist í salati.Einn eiganda Fresco segist fullviss um að músinni hafi verið komið fyrir í salatinu. „Við erum erum bara að bíða eftir staðfestingu á greiningu á því hvort þetta geti verið íslenskt. Ef þetta er íslenskt þá er þetta ekki frá okkar erlenda byrgja.“ Halldór segir að nú sé verið að er verið að greina það hjá Keldum, tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði. Samkvæmt tilkynningunni á innköllunin á við um 150gr. Azora spínat í pokum með dagsetningum best fyrir 17.09.2017 og 24.09.2017 og Azora spínat 500 gr. í pokum með dagsetningum best fyrir 17.09.2017 og 24.09.2017. Minni einingunni er dreift í verslanir um land allt en þeirri stærri er dreift til stórnotenda. Innnes hvetur alla þá sem hafa þessa vöru undir höndum að skila henni í næstu verslun gegn endurgreiðslu vörunnar eða til Innnes ferskvörusviðs að Bæjarflöt 2 Reykjavík. Í tilkynningunni kemur fram að Innnes harmi þetta mjög og biðjist velvirðingar á þessu atviki.Heilbrigðiseftirlitið bíður niðurstöðu úr rannsókn um hvort músarunginn sem fannst sé íslenskur eða hafi komið erlendis frá.
Tengdar fréttir „Músin kom í salatið af völdum manna sem vilja okkur eitthvað illt“ Einar Ásgeirsson, einn eigenda og stjórnarformaður Fresco, segi algjörlega útilokað að músarungi sem karlmaður um þrítugt segist hafa fundið í salati sem hann keypti hjá Fresco, hafi verið í salatinu þegar maðurinn yfirgaf staðinn. 19. september 2017 12:54 Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Fleiri fréttir Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Sjá meira
„Músin kom í salatið af völdum manna sem vilja okkur eitthvað illt“ Einar Ásgeirsson, einn eigenda og stjórnarformaður Fresco, segi algjörlega útilokað að músarungi sem karlmaður um þrítugt segist hafa fundið í salati sem hann keypti hjá Fresco, hafi verið í salatinu þegar maðurinn yfirgaf staðinn. 19. september 2017 12:54