Innlent

Spínat innkallað vegna músarmálsins

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Spínatið hefur verið innkallað í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur
Spínatið hefur verið innkallað í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur Vísir/Hari
Innes hefur í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur innkallað innflutt spínat í 150 gr. og 500 gr. einingum vegna gruns um aðskotahlut. Um er að ræða innköllun í varúðarsjónamiði með tilliti til neytendaverndar. Í dag birtust fréttir um að tilkynnt hafi verið um músarunga í salati. 

„Við erum að taka til baka það sem hefur farið í búðir og til stórneytenda. Það er ekki vitað hvort þetta hafi komið erlendis frá eða héðan,“ segir Halldór Jökull Ragnarsson gæðastjóri Innnes í samtali við Vísi. Hann staðfesti að innköllunin tengdist því að tilkynning var gerð um að músarungi hefði fundist í salati.

Einn eiganda Fresco segist fullviss um að músinni hafi verið komið fyrir í salatinu.

„Við erum erum bara að bíða eftir staðfestingu á greiningu á því hvort þetta geti verið íslenskt. Ef þetta er íslenskt þá er þetta ekki frá okkar erlenda byrgja.“

Halldór segir að nú sé verið að er verið að greina það hjá Keldum, tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði.

Samkvæmt tilkynningunni á innköllunin á við um 150gr. Azora spínat í pokum með dagsetningum best fyrir 17.09.2017 og 24.09.2017 og Azora spínat 500 gr. í pokum með dagsetningum best fyrir 17.09.2017 og 24.09.2017. Minni einingunni er dreift í verslanir um land allt en þeirri stærri er dreift til stórnotenda.

Innnes hvetur alla þá sem hafa þessa vöru undir höndum að skila henni í næstu verslun gegn endurgreiðslu vörunnar eða til Innnes ferskvörusviðs að Bæjarflöt 2 Reykjavík. Í tilkynningunni kemur fram að Innnes harmi þetta mjög og biðjist velvirðingar á þessu atviki.

Heilbrigðiseftirlitið bíður niðurstöðu úr rannsókn um hvort músarunginn sem fannst sé íslenskur eða hafi komið erlendis frá.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×