Fiskur frá öðrum heimsálfum undir merki Icelandic Seafood Haraldur Guðmundsson skrifar 14. september 2017 06:00 Icelandic samdi við High Liner Foods árið 2011 um sölu á frosnum fiski vestanhafs. Fréttablaðið/Eyþór Mikið magn af fiski sem seldur er í Norður-Ameríku undir vörumerkinu Icelandic Seafood er ekki íslensk sjávarafurð. Svo hefur verið um langt skeið en sjávarútvegsfyrirtækið Icelandic leigði vörumerkið til kanadíska matvælafyrirtækisins High Liner Foods árið 2011. „Það er staðreynd en það er skriflegt samþykki okkar á milli að því verði hætt. Við gerð nýs samnings á næsta ári verður því alfarið hætt. Vörumerkið hefur hingað til ekki verið markaðssett einungis fyrir íslenskar vörur en það er markmið okkar til framtíðar að svo verði og erum við að vinna í að klára það,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, eiganda Icelandic, sem á vörumerkið Icelandic Seafood og heldur utan um markaðssetningu og skráningu þess í Norður-Ameríku.Icelandic, áður Icelandic Group, gerði árið 2011 sérleyfissamning við High Liner, eitt stærsta fyrirtækið í sölu sjávarafurða í Bandaríkjunum, um sölu á frosnum fiski vestanhafs undir vörumerkinu. Það var fyrst skráð í Bandaríkjunum árið 1973 en samkomulagið var liður í sölu Icelandic á starfsemi fyrirtækisins í Bandaríkjunum og Kína. Síðan þá hefur kanadíska fyrirtækið átt rétt á notkun vörumerkisins í Bandaríkjunum, Kanada, og Mexíkó, en það samdi einnig um kaup og dreifingu á íslenskum sjávarafurðum á þessum mörkuðum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru dæmi um að hvítfiskur frá Asíu, eins og kínversk tilapía, hafi verið seldur í miklu magni vestanhafs undir íslenska merkinu. „Ég er ekki með nákvæmar upplýsingar um hvaðan þær koma en þetta eru allt hágæðavörur sem eru undir vörumerkinu. Við erum með mikið gæðaeftirlit og förum vel yfir hvaða vörur fara þarna undir. Við höfum viljað standa vörð um að vörumerkið sé í eigu Íslendinga og að vörur sem fara þar undir til framtíðar séu allar íslenskar,“ segir Herdís, en Framtakssjóður Íslands er í eigu fimmtán lífeyrissjóða og Landsbankans.Herdís Dröfn FjeldstedSamkomulagið við High Liner gildir til desember 2018. Nýr samningur er að sögn Herdísar langt kominn en forsvarsmenn kanadíska fyrirtækisins hafa nú þegar samþykkt að allar vörur undir Icelandic Seafood verði íslenskar að uppruna. Aftur á móti taki tíma að ná þeirri breytingu í gegn. Í frétt Fréttablaðsins á laugardag, um að Icelandic hefði mótmælt skráningu vörumerkisins Icelandic Fish and Chips í Bandaríkjunum, kom fram að High Liner seldi fisk fyrir yfir hundrað milljónir dala á ári undir vörumerkinu. „Mörgum árum áður en við eignuðumst Icelandic voru vörur seldar undir vörumerkinu sem voru ekki að öllu leyti íslenskar,“ segir Herdís Dröfn en Framtakssjóðurinn eignaðist Icelandic í ágúst 2010. Icelandic hefur síðustu ár selt stóran hluta af starfsemi sinni, þar á meðal dótturfyrirtæki í Evrópu, og mun starfsemi fyrirtækisins næstu ár snúast að mestu um vörumerkið Icelandic Seafood. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir Menningarslys ef frumvarpið verði samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Sjá meira
Mikið magn af fiski sem seldur er í Norður-Ameríku undir vörumerkinu Icelandic Seafood er ekki íslensk sjávarafurð. Svo hefur verið um langt skeið en sjávarútvegsfyrirtækið Icelandic leigði vörumerkið til kanadíska matvælafyrirtækisins High Liner Foods árið 2011. „Það er staðreynd en það er skriflegt samþykki okkar á milli að því verði hætt. Við gerð nýs samnings á næsta ári verður því alfarið hætt. Vörumerkið hefur hingað til ekki verið markaðssett einungis fyrir íslenskar vörur en það er markmið okkar til framtíðar að svo verði og erum við að vinna í að klára það,“ segir Herdís Dröfn Fjeldsted, framkvæmdastjóri Framtakssjóðs Íslands, eiganda Icelandic, sem á vörumerkið Icelandic Seafood og heldur utan um markaðssetningu og skráningu þess í Norður-Ameríku.Icelandic, áður Icelandic Group, gerði árið 2011 sérleyfissamning við High Liner, eitt stærsta fyrirtækið í sölu sjávarafurða í Bandaríkjunum, um sölu á frosnum fiski vestanhafs undir vörumerkinu. Það var fyrst skráð í Bandaríkjunum árið 1973 en samkomulagið var liður í sölu Icelandic á starfsemi fyrirtækisins í Bandaríkjunum og Kína. Síðan þá hefur kanadíska fyrirtækið átt rétt á notkun vörumerkisins í Bandaríkjunum, Kanada, og Mexíkó, en það samdi einnig um kaup og dreifingu á íslenskum sjávarafurðum á þessum mörkuðum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru dæmi um að hvítfiskur frá Asíu, eins og kínversk tilapía, hafi verið seldur í miklu magni vestanhafs undir íslenska merkinu. „Ég er ekki með nákvæmar upplýsingar um hvaðan þær koma en þetta eru allt hágæðavörur sem eru undir vörumerkinu. Við erum með mikið gæðaeftirlit og förum vel yfir hvaða vörur fara þarna undir. Við höfum viljað standa vörð um að vörumerkið sé í eigu Íslendinga og að vörur sem fara þar undir til framtíðar séu allar íslenskar,“ segir Herdís, en Framtakssjóður Íslands er í eigu fimmtán lífeyrissjóða og Landsbankans.Herdís Dröfn FjeldstedSamkomulagið við High Liner gildir til desember 2018. Nýr samningur er að sögn Herdísar langt kominn en forsvarsmenn kanadíska fyrirtækisins hafa nú þegar samþykkt að allar vörur undir Icelandic Seafood verði íslenskar að uppruna. Aftur á móti taki tíma að ná þeirri breytingu í gegn. Í frétt Fréttablaðsins á laugardag, um að Icelandic hefði mótmælt skráningu vörumerkisins Icelandic Fish and Chips í Bandaríkjunum, kom fram að High Liner seldi fisk fyrir yfir hundrað milljónir dala á ári undir vörumerkinu. „Mörgum árum áður en við eignuðumst Icelandic voru vörur seldar undir vörumerkinu sem voru ekki að öllu leyti íslenskar,“ segir Herdís Dröfn en Framtakssjóðurinn eignaðist Icelandic í ágúst 2010. Icelandic hefur síðustu ár selt stóran hluta af starfsemi sinni, þar á meðal dótturfyrirtæki í Evrópu, og mun starfsemi fyrirtækisins næstu ár snúast að mestu um vörumerkið Icelandic Seafood.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Erlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Innlent „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Erlent Þrír fundust látnir í Noregi Erlent Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Innlent Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Innlent Segir ÍR að slökkva á skiltinu Innlent Fleiri fréttir Menningarslys ef frumvarpið verði samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Taldi 150 holur á stuttum vegakafla á Suðurlandi „Það er voða hentugt að kenna okkur um þetta en við erum alsaklaus“ Ólögmæt gjaldtaka gæti kostað ríkið milljarða Bílar á víð og dreif hindruðu aðgengi slökkviliðsbíla Þungt yfir Bangkok og lögsókn vegna olíugjalda Endurreisn VG og njósnir á Íslandi Reyndi að stinga lögreglu af á torfæruhjóli Björguðu á þriðja tug af Eyjafjallajökli Ungir skátar sæmdir forsetamerkinu Ný gæðavottun stuðli ekki að mismunun Mikið líf og fjör á Íslandsleikunum á Selfossi Íslendingur á Grænlandi: „Það heyrist ekki múkk í neinum“ Hestar á vappi um Kórana Sjá meira