Erlent

Sprengjugabb í Brighton

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Sprengjusérfræðingar fundu ekkert grunsamlegt á svæðinu.
Sprengjusérfræðingar fundu ekkert grunsamlegt á svæðinu. Vísir/getty
Ráðstefnugestum í Brighton Centre ráðstefnumiðstöðinni og gestum hins nærliggjandi Grand Hotel Brighton var gert að yfirgefa svæðið vegna mögulegrar sprengjuógnar fyrr í kvöld. Frá þessu er greint í frétt Guardian.

Starfsmanni á hótelinu barst símtal frá manni sem vildi ekki láta nafn síns getið en sá varaði við því að búið væri að koma fyrir sprengju á svæðinu. Þetta kemur fram í máli Lögreglunnar í Sussex.

Stjórn hótelsins ákvað í samráði við lögregluyfirvöld að rýma bygginguna. Sprengjuleitasérfræðingar hersins voru í kjölfarið kallaðir til við leitina að mögulegri sprengju.

Eftir fimm klukkustundaleit komst lögreglan að þeirri niðurstöðu að sprengjuhótunin hafi verið gabb.

Hótelið veit að sjávarsíðunni í Brighton og stendur við King‘s Road. Lögreglan hafði girt svæðið af og lokað götunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×