Segir íslenskt ferðafólk sýna útlendingunum hroka Garðar Örn Úlfarsson skrifar 29. september 2017 06:00 Góð stemning er meðal nemenda í íslensku fyrir útlendinga í Vík. Mynd/Anna „Ég hef orðið vitni að því oftar en einu sinni að Íslendingar eru bara mjög dónalegir við starfsfólkið okkar af því að það talar ekki íslensku,“ segir Anna Lára Pálsdóttir, starfsmaður í móttökunni á Hótel Kötlu í Vík, sem nú kennir útlendingum á staðnum íslensku. Fræðslunet Suðurlands stendur fyrir námskeiðinu sem haldið er í húsakynnum Kötlusetursins í Vík og hófst á mánudaginn. Anna Lára segir ekki endanlega ljóst hversu margir ætli að sitja námskeiðið sem fram fer tvo eftirmiðdaga í viku þar til í lok nóvember. Fólkið sé allt í vaktavinnu og einhverjir af 24 sem höfðu skráð sig hafi ekki getað fengið sig lausa og afbókað. „En eins og þetta leit út á mánudaginn sýndist mér ég þurfa að vera með tvo hópa, það voru svo margir skráðir,“ segir hún. Útlendingarnir sem búa í Vík og sækja námskeiðið eru allir að vinna í ferðaþjónustu að sögn Önnu. Þetta fólk hafi þegar verið í talsverðan tíma á landinu. „Það er mikið af Pólverjum og Tékkum og á námskeiðinu hjá mér er líka til dæmis fólk frá Frakklandi og Spáni. Það voru allir mjög jákvæðir og spenntir.“Anna Lára Pálsdóttir kennari starfar í móttökunni á Hótel Kötlu í Vík. Anna segir sérstaklega þá sem hafi verið hér á Íslandi um lengri tíma vilja ná betri tökum á íslenskunni. „Markmiðið er að fólk öðlist sjálfstraust til að tala og nota tungumálið og skilja það en ég er ekki að leggja áherslu á að rita mikið eða á málfræði,“ útskýrir hún. „Margir hafa verið hér mjög lengi en skortir kjarkinn til að láta vaða og byrja að tala.“ Að sögn Önnu eru um níutíu prósent af gestunum sem koma á Hótel Kötlu útlendingar. „Við erum nánast bara með útlendinga í þjónustustörfum hérna, þeir eru áttatíu prósent eða meira. Allir þjónarnir eru útlenskir til dæmis þótt við séum íslenskar í móttökunni,“ segir hún. Oft sé komið og kvartað undan þessu við Íslendingana í móttökunni. „Ég veit ekki hvort þetta er óöryggi hjá Íslendingunum en ég hef oftar en einu sinni orðið vitni að því að það er komið fram við fólkið af hroka af því að það talar ekki íslensku. Íslendingum finnst að þeir eigi rétt á því að fá þjónustu á íslensku á Íslandi,“ segir Anna sem kveðst þá benda á að landslagið sé nú breytt. „Ef þetta fólk væri ekki hérna að sinna þessum störfum fyrir okkur þá væri þetta hótel ekkert opið. Það eru ekki Íslendingar hér til að vinna þessi störf.“ Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
„Ég hef orðið vitni að því oftar en einu sinni að Íslendingar eru bara mjög dónalegir við starfsfólkið okkar af því að það talar ekki íslensku,“ segir Anna Lára Pálsdóttir, starfsmaður í móttökunni á Hótel Kötlu í Vík, sem nú kennir útlendingum á staðnum íslensku. Fræðslunet Suðurlands stendur fyrir námskeiðinu sem haldið er í húsakynnum Kötlusetursins í Vík og hófst á mánudaginn. Anna Lára segir ekki endanlega ljóst hversu margir ætli að sitja námskeiðið sem fram fer tvo eftirmiðdaga í viku þar til í lok nóvember. Fólkið sé allt í vaktavinnu og einhverjir af 24 sem höfðu skráð sig hafi ekki getað fengið sig lausa og afbókað. „En eins og þetta leit út á mánudaginn sýndist mér ég þurfa að vera með tvo hópa, það voru svo margir skráðir,“ segir hún. Útlendingarnir sem búa í Vík og sækja námskeiðið eru allir að vinna í ferðaþjónustu að sögn Önnu. Þetta fólk hafi þegar verið í talsverðan tíma á landinu. „Það er mikið af Pólverjum og Tékkum og á námskeiðinu hjá mér er líka til dæmis fólk frá Frakklandi og Spáni. Það voru allir mjög jákvæðir og spenntir.“Anna Lára Pálsdóttir kennari starfar í móttökunni á Hótel Kötlu í Vík. Anna segir sérstaklega þá sem hafi verið hér á Íslandi um lengri tíma vilja ná betri tökum á íslenskunni. „Markmiðið er að fólk öðlist sjálfstraust til að tala og nota tungumálið og skilja það en ég er ekki að leggja áherslu á að rita mikið eða á málfræði,“ útskýrir hún. „Margir hafa verið hér mjög lengi en skortir kjarkinn til að láta vaða og byrja að tala.“ Að sögn Önnu eru um níutíu prósent af gestunum sem koma á Hótel Kötlu útlendingar. „Við erum nánast bara með útlendinga í þjónustustörfum hérna, þeir eru áttatíu prósent eða meira. Allir þjónarnir eru útlenskir til dæmis þótt við séum íslenskar í móttökunni,“ segir hún. Oft sé komið og kvartað undan þessu við Íslendingana í móttökunni. „Ég veit ekki hvort þetta er óöryggi hjá Íslendingunum en ég hef oftar en einu sinni orðið vitni að því að það er komið fram við fólkið af hroka af því að það talar ekki íslensku. Íslendingum finnst að þeir eigi rétt á því að fá þjónustu á íslensku á Íslandi,“ segir Anna sem kveðst þá benda á að landslagið sé nú breytt. „Ef þetta fólk væri ekki hérna að sinna þessum störfum fyrir okkur þá væri þetta hótel ekkert opið. Það eru ekki Íslendingar hér til að vinna þessi störf.“
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira