Eignaupptaka ríkisins á eftirlaun aldraðra er óásættanleg! Harpa Njálsdóttir skrifar 28. september 2017 07:00 Nýlega hefur velferðar- og jafnréttismálráðherra Þorsteinn Víglundsson tjáð opinberlega afstöðu sína til núverandi kerfisbreytinga á almannatryggingum sem tóku gildi í upphafi árs 2017. Ráðherra er fylgjandi núverandi fyrirkomulagi ellilífeyrisgreiðslna. Að hans mati var þessi breyting vel heppnuð og með henni tókst að styrkja nokkuð stöðu tekjulægri ellilífeyrisþega. Hann segir mikilvægt að þeir sem lagt hafi fyrir í lífeyrissjóð á lífsleiðinni hafi ávinning af sparnaði sínum og nýtt ellilífeyriskerfi auki þann ávinning (sjá m.a. grein Lifðu núna, 29.08.2017; erindi FEB, 11.09.2017). Hér skal árétta, að stefna stjórnvalda og markmið með lagasetningu var m.a.: „Að sem flestir aldraðir framfleyti sér sjálfir með tekjum sínum úr lífeyrissjóðum og vinnutekjum.“ Það er ástæða til að fara yfir nokkrar staðreyndir sem sýna klára eignaupptöku ríkisins á réttindum og lífeyri aldraðra, samkvæmt breytingum almannatrygginga, lögfest á Alþingi haustið 2016.Hnepptir í skort og fátækt! Til fjölda ára hafa lífeyrisgreiðslur almannatrygginga (TR) verið ákvarðaðar án nokkurs raunsæis eða réttlætis – við ákvörðun upphæða sem lífeyrisþegum er ætlað að lifa af. Fyrir kerfisbreytingu almannatrygginga var einstaklingur í sambúð með 186 þúsund frá TR og hækkaði í 197 þúsund krónur eftir skatt 2017 (skerðing 45%). Eldri borgari sem bjó einn fékk 207 þúsund eftir skatt og hækkaði í 230 þúsund krónur eftir breytingu (skerðing 56,9%). Þessar staðreyndir ganga þvert á upplýsingar sem ráðherra hefur kynnt – að tekjulægstu hópar aldraðra hafi hækkað um 24-25% með nýju kerfi almannatrygginga. Þá er ljóst samkvæmt opinberum gögnum að 67% eldri borgara, þ.e. viðskiptavinir Tryggingastofnunar, voru með heildartekjur í febrúar sl., frá um 200 þúsund til 280 þúsund krónur eftir skatt og skerðingar. Eldri borgarar á strípuðum bótum hafa ekki til hnífs og skeiðar og búa við skort og fátækt! Á sama tíma og Alþingi lögfesti breytingar á almannatryggingum haustið 2016 – lá fyrir að lífeyrisþegi sem bjó einn á strípuðum bótum TR vantaði 34% til að tekjur dygðu fyrir lágmarks framfærslu – og allt að 50% vantaði upp á að lífeyrir TR dygði fyrir „dæmigerðu neysluviðmiði“ velferðarráðuneytisins sem ráðuneytið telur hvorki lúxus né lágmarksneyslu (sjá Harpa Njáls, Morgunblað 29.09.2016). Fátækt lífeyrisþega er heimatilbúinn vandi stjórnvalda og Alþingis!Hver er ávinningur aldraðra af sparnaði í lífeyrissjóð? Í töflu sem hér fylgir eru þrjú dæmi um eldri borgara, með 281 þúsund frá almannatryggingum (TR) fyrir skatt, þ.e. ellilífeyrir og heimilisuppbót. Af þeirri upphæð fara 50 þúsund krónur í skatt. Ef eldri borgari á lífeyrissjóðsréttindi upp á 150 þúsund krónur á mánuði, skerðist ellilífeyrir TR um 56,9%, þ.e. rúmlega 71 þúsund krónur sem renna beint í ríkissjóð. Í þessu dæmi tekur ríkið rúmlega 151 þúsund krónur í skatt og skerðingar – hinn aldraði heldur tæplega 280 þúsund í eigin vasa. Sú upphæð dugir ekki til lágmarksframfærslu.Taflan sýnir einnig dæmi um eldri borgara með ellilífeyri og heimilisuppbót (TR) og 200 þúsund króna greiðslu úr lífeyrissjóði. Lífeyrissjóðsgreiðslan skerðir ellilífeyri TR um nær 100 þúsund krónur. Skattar og skerðingar í ríkissjóð eru rúmlega 187 þúsund – viðkomandi heldur eftir 293 þúsund krónum í eigin vasa. Þessi dæmi sýna í reynd þann ásetning og markmið stjórnvalda að eldri borgarar standi sjálfir sem mest undir launum sínum og lífsafkomu. Þá er staðreynd að aldraðir greiða sama skatthlutfall (36,94%) og fólk á vinnumarkaði með yfir 800 þúsund krónur í tekjur á mánuði. Með nýjum lögum almannatrygginga er vegið harkalega að öldruðum. Samkvæmt ákvörðun stjórnvalda og Alþingis er stór hluti tekna eldri borgara gerður upptækur í ríkissjóð með sköttum og skerðingum. Hér er um klára eignaupptöku að ræða! Höfundur er sérfræðingur í velferðarrannsóknum og félagslegri stefnumótun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Nýlega hefur velferðar- og jafnréttismálráðherra Þorsteinn Víglundsson tjáð opinberlega afstöðu sína til núverandi kerfisbreytinga á almannatryggingum sem tóku gildi í upphafi árs 2017. Ráðherra er fylgjandi núverandi fyrirkomulagi ellilífeyrisgreiðslna. Að hans mati var þessi breyting vel heppnuð og með henni tókst að styrkja nokkuð stöðu tekjulægri ellilífeyrisþega. Hann segir mikilvægt að þeir sem lagt hafi fyrir í lífeyrissjóð á lífsleiðinni hafi ávinning af sparnaði sínum og nýtt ellilífeyriskerfi auki þann ávinning (sjá m.a. grein Lifðu núna, 29.08.2017; erindi FEB, 11.09.2017). Hér skal árétta, að stefna stjórnvalda og markmið með lagasetningu var m.a.: „Að sem flestir aldraðir framfleyti sér sjálfir með tekjum sínum úr lífeyrissjóðum og vinnutekjum.“ Það er ástæða til að fara yfir nokkrar staðreyndir sem sýna klára eignaupptöku ríkisins á réttindum og lífeyri aldraðra, samkvæmt breytingum almannatrygginga, lögfest á Alþingi haustið 2016.Hnepptir í skort og fátækt! Til fjölda ára hafa lífeyrisgreiðslur almannatrygginga (TR) verið ákvarðaðar án nokkurs raunsæis eða réttlætis – við ákvörðun upphæða sem lífeyrisþegum er ætlað að lifa af. Fyrir kerfisbreytingu almannatrygginga var einstaklingur í sambúð með 186 þúsund frá TR og hækkaði í 197 þúsund krónur eftir skatt 2017 (skerðing 45%). Eldri borgari sem bjó einn fékk 207 þúsund eftir skatt og hækkaði í 230 þúsund krónur eftir breytingu (skerðing 56,9%). Þessar staðreyndir ganga þvert á upplýsingar sem ráðherra hefur kynnt – að tekjulægstu hópar aldraðra hafi hækkað um 24-25% með nýju kerfi almannatrygginga. Þá er ljóst samkvæmt opinberum gögnum að 67% eldri borgara, þ.e. viðskiptavinir Tryggingastofnunar, voru með heildartekjur í febrúar sl., frá um 200 þúsund til 280 þúsund krónur eftir skatt og skerðingar. Eldri borgarar á strípuðum bótum hafa ekki til hnífs og skeiðar og búa við skort og fátækt! Á sama tíma og Alþingi lögfesti breytingar á almannatryggingum haustið 2016 – lá fyrir að lífeyrisþegi sem bjó einn á strípuðum bótum TR vantaði 34% til að tekjur dygðu fyrir lágmarks framfærslu – og allt að 50% vantaði upp á að lífeyrir TR dygði fyrir „dæmigerðu neysluviðmiði“ velferðarráðuneytisins sem ráðuneytið telur hvorki lúxus né lágmarksneyslu (sjá Harpa Njáls, Morgunblað 29.09.2016). Fátækt lífeyrisþega er heimatilbúinn vandi stjórnvalda og Alþingis!Hver er ávinningur aldraðra af sparnaði í lífeyrissjóð? Í töflu sem hér fylgir eru þrjú dæmi um eldri borgara, með 281 þúsund frá almannatryggingum (TR) fyrir skatt, þ.e. ellilífeyrir og heimilisuppbót. Af þeirri upphæð fara 50 þúsund krónur í skatt. Ef eldri borgari á lífeyrissjóðsréttindi upp á 150 þúsund krónur á mánuði, skerðist ellilífeyrir TR um 56,9%, þ.e. rúmlega 71 þúsund krónur sem renna beint í ríkissjóð. Í þessu dæmi tekur ríkið rúmlega 151 þúsund krónur í skatt og skerðingar – hinn aldraði heldur tæplega 280 þúsund í eigin vasa. Sú upphæð dugir ekki til lágmarksframfærslu.Taflan sýnir einnig dæmi um eldri borgara með ellilífeyri og heimilisuppbót (TR) og 200 þúsund króna greiðslu úr lífeyrissjóði. Lífeyrissjóðsgreiðslan skerðir ellilífeyri TR um nær 100 þúsund krónur. Skattar og skerðingar í ríkissjóð eru rúmlega 187 þúsund – viðkomandi heldur eftir 293 þúsund krónum í eigin vasa. Þessi dæmi sýna í reynd þann ásetning og markmið stjórnvalda að eldri borgarar standi sjálfir sem mest undir launum sínum og lífsafkomu. Þá er staðreynd að aldraðir greiða sama skatthlutfall (36,94%) og fólk á vinnumarkaði með yfir 800 þúsund krónur í tekjur á mánuði. Með nýjum lögum almannatrygginga er vegið harkalega að öldruðum. Samkvæmt ákvörðun stjórnvalda og Alþingis er stór hluti tekna eldri borgara gerður upptækur í ríkissjóð með sköttum og skerðingum. Hér er um klára eignaupptöku að ræða! Höfundur er sérfræðingur í velferðarrannsóknum og félagslegri stefnumótun.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun