Gautur Ívar Halldórsson, framkvæmdastjóri Vegmálun GÍH, segir í samtali við Vísi að þessi hugmynd komi upphaflega frá Nýju Delí, höfuðborgar Indlands, en þar var þetta gert til að lækka umferðarhraða og er vonast til að þessi þrívíddargangbraut á Ísafirði muni hafa sömu áhrif.

Gautur segir hann og Ralf Trylla hafa þurft að æfa sig örlítið í þrívíddarmálun áður en þeir lögðu í verkið. Þeir hófust svo handa eftir hádegi í dag og voru að klára verkið nú á fimmta tímanum í dag.
Hugmyndin kom upp nú í september en nokkrar vikur tók að fá samþykki frá samgöngustofu og lögreglu.




