Samkeppniseftirlitið heimilar kaup Vodafone á tilteknum eignum og rekstri 365 Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. október 2017 15:59 Ingibjörg Pálmadóttir, forstjóri 365 miðla, og Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, við undirritun kaupsamnings í mars. Samkeppniseftirlitið hefur nú samþykkt kaupin. Vísir/Vilhelm Samkeppniseftirlitið hefur í dag heimilað kaup Fjarskipta hf. (Vodafone) á tilteknum eignum og rekstri 365 miðla hf. (365). Eignirnar sem um ræðir eru allar eignir og rekstur 365 að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour. Inni í kaupunum eru því sjónvarpsstöðvar 365, til dæmis Stöð 2 og Stöð 2 Sport, vefmiðillinn Vísir og útvarpsstöðvar 365, þar með taldar Bylgjan, FM957 og X-ið. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að samruninn sé háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. Þannig hafi samrunaaðilar skuldbundið sig til þess að ráðast í aðgerðir til þess að tryggja samkeppni á fjarskipta- og fjölmiðlamarkaði. Jafnframt sé aðgerðunum ætlað að stuðla að fjölræði og fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði. „Með samrunanum hverfur 365 af fjarskiptamarkaði sem sjálfstæður keppinautur, en verðstefna fyrirtækisins hefur skapað talsverða samkeppni á því sviði. Þá felur samruninn að óbreyttu í sér að keppinautum sem geta boðið „pakka“ fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu fækkar úr þremur í tvo. Sömuleiðis færist á eina hendi sterk staða 365 á sjónvarps- og útvarpsmarkaði og sterk staða Vodafone í dreifikerfum sjónvarps og útvarps. Meðal annars vegna þessa taldi Samkeppniseftirlitið nauðsynlegt að grípa til íhlutunar vegna samrunans,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningu frá Vodafone segir að aðilar muni nú nýta næstu vikur til að leggja lokahönd á viðskiptin með það að markmiði að allir fyrirvarar verði uppfylltir og afhending get farið fram þann 1. desember 2017. „Fjarskipti hafa lýst því yfir við Samkeppniseftirlitið að rekstur þess á starfandi fjölmiðlum, þ.á.m. fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar, sé fyrirtækinu mikilvægur fyrir framtíðar starfsemi félagsins. Þannig verði einnig stuðlað að fjölræði og fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði,“ segir í tilkynningu Vodafone.Vísir.is er í eigu 365 miðla ehf. og er hluti af kaupum Vodafone. Tengdar fréttir Bréf í Vodafone rjúka upp eftir undirskriftina Viðskipti með bréfin nema um 318 milljónum króna það sem af er degi. 14. mars 2017 11:01 Væntir mikils ávinnings af kaupum Vodafone á 365 IFS Greining væntir mikils ávinnings af kaupum Vodafone á 365 miðlum, samkvæmt nýju virðismati, og ráðleggur fjárfestum að kaupa hlutabréf í Vodafone. 5. júlí 2017 09:00 Kaup Vodafone á 365 miðlum undirrituð Vodafone kaupir allar eignir og rekstur 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour. Vísir fylgir með í kaupunum. 14. mars 2017 08:56 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Samkeppniseftirlitið hefur í dag heimilað kaup Fjarskipta hf. (Vodafone) á tilteknum eignum og rekstri 365 miðla hf. (365). Eignirnar sem um ræðir eru allar eignir og rekstur 365 að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour. Inni í kaupunum eru því sjónvarpsstöðvar 365, til dæmis Stöð 2 og Stöð 2 Sport, vefmiðillinn Vísir og útvarpsstöðvar 365, þar með taldar Bylgjan, FM957 og X-ið. Í tilkynningu frá Samkeppniseftirlitinu segir að samruninn sé háður skilyrðum sem Samkeppniseftirlitið og samrunaaðilar hafa gert sátt um. Þannig hafi samrunaaðilar skuldbundið sig til þess að ráðast í aðgerðir til þess að tryggja samkeppni á fjarskipta- og fjölmiðlamarkaði. Jafnframt sé aðgerðunum ætlað að stuðla að fjölræði og fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði. „Með samrunanum hverfur 365 af fjarskiptamarkaði sem sjálfstæður keppinautur, en verðstefna fyrirtækisins hefur skapað talsverða samkeppni á því sviði. Þá felur samruninn að óbreyttu í sér að keppinautum sem geta boðið „pakka“ fjarskipta- og sjónvarpsþjónustu fækkar úr þremur í tvo. Sömuleiðis færist á eina hendi sterk staða 365 á sjónvarps- og útvarpsmarkaði og sterk staða Vodafone í dreifikerfum sjónvarps og útvarps. Meðal annars vegna þessa taldi Samkeppniseftirlitið nauðsynlegt að grípa til íhlutunar vegna samrunans,“ segir í tilkynningunni. Í tilkynningu frá Vodafone segir að aðilar muni nú nýta næstu vikur til að leggja lokahönd á viðskiptin með það að markmiði að allir fyrirvarar verði uppfylltir og afhending get farið fram þann 1. desember 2017. „Fjarskipti hafa lýst því yfir við Samkeppniseftirlitið að rekstur þess á starfandi fjölmiðlum, þ.á.m. fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar, sé fyrirtækinu mikilvægur fyrir framtíðar starfsemi félagsins. Þannig verði einnig stuðlað að fjölræði og fjölbreytni á fjölmiðlamarkaði,“ segir í tilkynningu Vodafone.Vísir.is er í eigu 365 miðla ehf. og er hluti af kaupum Vodafone.
Tengdar fréttir Bréf í Vodafone rjúka upp eftir undirskriftina Viðskipti með bréfin nema um 318 milljónum króna það sem af er degi. 14. mars 2017 11:01 Væntir mikils ávinnings af kaupum Vodafone á 365 IFS Greining væntir mikils ávinnings af kaupum Vodafone á 365 miðlum, samkvæmt nýju virðismati, og ráðleggur fjárfestum að kaupa hlutabréf í Vodafone. 5. júlí 2017 09:00 Kaup Vodafone á 365 miðlum undirrituð Vodafone kaupir allar eignir og rekstur 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour. Vísir fylgir með í kaupunum. 14. mars 2017 08:56 Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Bréf í Vodafone rjúka upp eftir undirskriftina Viðskipti með bréfin nema um 318 milljónum króna það sem af er degi. 14. mars 2017 11:01
Væntir mikils ávinnings af kaupum Vodafone á 365 IFS Greining væntir mikils ávinnings af kaupum Vodafone á 365 miðlum, samkvæmt nýju virðismati, og ráðleggur fjárfestum að kaupa hlutabréf í Vodafone. 5. júlí 2017 09:00
Kaup Vodafone á 365 miðlum undirrituð Vodafone kaupir allar eignir og rekstur 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour. Vísir fylgir með í kaupunum. 14. mars 2017 08:56