Forsætisráðherra faldi málsvörn ritstjóra Stundarinnar Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. október 2017 21:48 Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, gagnrýndi málflutning Bjarna og í kjölfarið var færsla ritstjórans falin þannig að einungis hann og vinir hans geta séð hana. Aðsend/Vísir Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur í dag á Facebook síðu sinni gagnrýnt fréttaflutning af viðskiptum hans, föður hans og föðurbróður við Glitni á árinu 2008 fram að bankahruni. Þar tilgreindi hann nokkrar fréttir um málið og tók umfjöllun Stundarinnar sem dæmi. Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, gagnrýndi málflutning Bjarna og í kjölfarið var færsla ritstjórans falin þannig að einungis hann og vinir hans geta séð hana. Jón Trausti segir að ávirðingar Bjarna séu villandi og ósanngjarnar, þeim sé ætlað að sannfæra fólk ranglega um að ósannindi væru í umfjöllun Stundarinnar. „Aðferðin var að taka setningu úr frétt Stundarinnar, og klippa aftan af henni það sem hefði fellt ásökun hans. Þegar ég birti setninguna í heild sinni í athugasemd undir færslunni, ákvað hann að fela hana. Nú er leiðréttingin mín aðeins sýnileg vinum mínum á Facebook, en ekki öllum hinum þúsundunum sem sáu færslu forsætisráðherrans með ásökununum á hendur Stundinni og blaðamönnum hennar.“ skrifar Jón Trausti á Facebook síðu sinni. Setningin sem um ræðir er svohljóðandi í umfjöllun Stundarinnar: „Bjarni, sem á þessum tíma var meðal annars í efnahags- og skattanefnd, sat fundi á þessum tíma þar sem erfið staða Glitnis var rædd. Hann var einn þriggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem sat neyðarfund um framtíð Glitnis í höfuðstöðvum Stoða, stærsta hluthafa Glitnis, nóttina áður en íslenska ríkið fékk bankann í fangið þann 29. september 2008.“Vonar að forsætisráðherra endurskoði aðferðir sínar Í gagnrýni sinni fyrr í dag sleppti Bjarni seinni setningunni, sem segir til um að hann hafi verið fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á fundi þann 29. september árið 2008. „Samhengið, sem setningin er tekin úr, sýnir greinilega að verið er sérstaklega að vísa í fundarhöld í Stoðum. Ólíkt því sem forsætisráðherra gefur í skyn hefur Stundin aldrei, ekki í einni einustu frétt, haldið því fram að efnahags- og skattanefnd Alþingis hafi fjallað um stöðu Glitnis,“ skrifar Jón Trausti. „Ég vona að forsætisráðherrann endurskoði aðferðir sínar og taki umræðuna í stað þess að taka hluti úr samhengi og fela síðan sérstaklega útskýringar þeirra sem hann ásakar.“Færslu Jóns Trausta má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Bjarni tekur til varna: Segir dylgjað um að hann hafi misnotað aðstöðu sína og stundað innherjasvik Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir öll sín viðskipti við Glitni banka hafa verið eðlileg og að þau hafi staðist ítrekaða skoðun. 6. október 2017 11:33 Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02 Bjarni við The Guardian: „Hvaða skynsami fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma“ Ítarleg umfjöllun um Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og viðskipti hans með hlutabréf í Glitni og eignir í fjárfestingasjóðnum Sjóði 9 birtist á vef breska blaðsins The Guardian í morgun. 6. október 2017 10:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Bjarni Benediktsson forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins hefur í dag á Facebook síðu sinni gagnrýnt fréttaflutning af viðskiptum hans, föður hans og föðurbróður við Glitni á árinu 2008 fram að bankahruni. Þar tilgreindi hann nokkrar fréttir um málið og tók umfjöllun Stundarinnar sem dæmi. Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, gagnrýndi málflutning Bjarna og í kjölfarið var færsla ritstjórans falin þannig að einungis hann og vinir hans geta séð hana. Jón Trausti segir að ávirðingar Bjarna séu villandi og ósanngjarnar, þeim sé ætlað að sannfæra fólk ranglega um að ósannindi væru í umfjöllun Stundarinnar. „Aðferðin var að taka setningu úr frétt Stundarinnar, og klippa aftan af henni það sem hefði fellt ásökun hans. Þegar ég birti setninguna í heild sinni í athugasemd undir færslunni, ákvað hann að fela hana. Nú er leiðréttingin mín aðeins sýnileg vinum mínum á Facebook, en ekki öllum hinum þúsundunum sem sáu færslu forsætisráðherrans með ásökununum á hendur Stundinni og blaðamönnum hennar.“ skrifar Jón Trausti á Facebook síðu sinni. Setningin sem um ræðir er svohljóðandi í umfjöllun Stundarinnar: „Bjarni, sem á þessum tíma var meðal annars í efnahags- og skattanefnd, sat fundi á þessum tíma þar sem erfið staða Glitnis var rædd. Hann var einn þriggja þingmanna Sjálfstæðisflokksins sem sat neyðarfund um framtíð Glitnis í höfuðstöðvum Stoða, stærsta hluthafa Glitnis, nóttina áður en íslenska ríkið fékk bankann í fangið þann 29. september 2008.“Vonar að forsætisráðherra endurskoði aðferðir sínar Í gagnrýni sinni fyrr í dag sleppti Bjarni seinni setningunni, sem segir til um að hann hafi verið fulltrúi Sjálfstæðisflokksins á fundi þann 29. september árið 2008. „Samhengið, sem setningin er tekin úr, sýnir greinilega að verið er sérstaklega að vísa í fundarhöld í Stoðum. Ólíkt því sem forsætisráðherra gefur í skyn hefur Stundin aldrei, ekki í einni einustu frétt, haldið því fram að efnahags- og skattanefnd Alþingis hafi fjallað um stöðu Glitnis,“ skrifar Jón Trausti. „Ég vona að forsætisráðherrann endurskoði aðferðir sínar og taki umræðuna í stað þess að taka hluti úr samhengi og fela síðan sérstaklega útskýringar þeirra sem hann ásakar.“Færslu Jóns Trausta má lesa í heild sinni hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Bjarni tekur til varna: Segir dylgjað um að hann hafi misnotað aðstöðu sína og stundað innherjasvik Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir öll sín viðskipti við Glitni banka hafa verið eðlileg og að þau hafi staðist ítrekaða skoðun. 6. október 2017 11:33 Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02 Bjarni við The Guardian: „Hvaða skynsami fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma“ Ítarleg umfjöllun um Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og viðskipti hans með hlutabréf í Glitni og eignir í fjárfestingasjóðnum Sjóði 9 birtist á vef breska blaðsins The Guardian í morgun. 6. október 2017 10:47 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Bjarni tekur til varna: Segir dylgjað um að hann hafi misnotað aðstöðu sína og stundað innherjasvik Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, segir öll sín viðskipti við Glitni banka hafa verið eðlileg og að þau hafi staðist ítrekaða skoðun. 6. október 2017 11:33
Bjarni seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett Bjarni Benediktsson fundaði með bankastjóra Glitnis og öðlaðist þannig upplýsingar um slæma stöðu bankakerfisins. 6. október 2017 07:02
Bjarni við The Guardian: „Hvaða skynsami fjárfestir sem er hefði verið að íhuga að selja á þessum tíma“ Ítarleg umfjöllun um Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra, og viðskipti hans með hlutabréf í Glitni og eignir í fjárfestingasjóðnum Sjóði 9 birtist á vef breska blaðsins The Guardian í morgun. 6. október 2017 10:47