Þörf á 372 milljörðum í innviði landsins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. október 2017 10:12 Að mati Samtaka iðnaðarins mun hið opinbera ekki geta staðið undir uppsafnaðri þörf í viðhald á innviðum landsins. Einkaaðilar munu því þurfa að koma að málum. vísir/anton brink Uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða landsins er 372 milljarðar króna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Samtaka iðnaðarins (SI) um ástand og framtíðarhorfur innviða hér á landi en skýrslan var kynnt á fundi samtakanna í morgun. Til innviða teljast samgöngukerfið, flugvellir, vegir og hafnir, hitaveitur, fráveitur, vatnsveitur, fasteignir í eigu ríkis og sveitarfélaga, orkuvinnsla, orkuflutningar og úrgangsmál. Viðhaldsþörfin nemur 15,4 prósentum af áætlaðri landsframleiðslu ársins 2017. Er það mat SI að hið opinbera geti ekki mætt þessari þörf eitt og sér heldur þurfi einkaaðilar að koma að uppbyggingu. Samkvæmt skýrslu SI er uppsöfnuð viðhaldsþörf mest, mæld í fjárhæðum, í vegagerð, fasteignum ríkisins, fráveitum og orkuflutningum. Segir í skýrslunni að viðhaldi innviða hafi verið verulega ábótavant á þessum sviðum. Þannig séu hættulegir vegkaflar víða um land og á hringveginum eru enn hátt í 40 einbreiðar brýr. Þá hefur margoft verið fjallað um að bæta þurfi samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins.Skýringarmynd úr skýrslu SI um ástand og framtíðarhorfur innviða hér á landi sem kynnt var í dag.„Heilmikil raforka nýtist ekki sökum þess að flutningskerfi raforku er ófullkomið. Nauðsynlegt er að fara í fjárfestingar í uppbyggingu meginflutningskerfis til að tryggja nægt framboð raforku um land allt. Einkaaðilar verða að koma að uppbyggingu innviða. Hið opinbera getur ekki eitt og sér staðið að framkvæmdum upp á hundruð milljarða á næstu árum. Innlendir jafnt sem erlendir fjárfestar eru áhugasamir um innviðauppbyggingu hér á landi og hér hefur byggst upp þekking á rekstri slíkra verkefna sem má nýta. Ofangreindir innviðir fá gula ör þegar metið er hvort fjárfestingar í þeim muni gera það að verkum að þeir standist væntanlegar kröfur og þörf árið 2027, þ.e. eftir tíu ár. Þetta merkir að þó svo að fjárfest sé í innviðinum á næstu tíu árum mun hann ekki mæta betur en nú kröfum og þörfum á árinu 2027. Nær einkunnargjöfin fyrir framtíðarhorfur frá rauðri upp í græna ör. Í þessu sambandi koma hafnir og innanlandsflugvellir verst út, þ.e. fá rautt. Þetta þýðir að meiri háttar hindranir takmarka getu þessara innviða til að uppfylla kröfur og þarfir ársins 2027. Græna ör fá hins vegar fráveitur, hitaveitur, orkuvinnsla, orkuflutningar, sveitarfélagavegir, úrgangsmál og Keflavíkurflugvöllur, en það merkir að fyrirhugaðar eru fjárfestingar í viðkomandi innviðum sem gerir það að verkum að þeir muni mæta kröfum og þörfum eftir 10 ár,“ segir í skýrslu Samtaka iðnaðarins. Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira
Uppsöfnuð viðhaldsþörf innviða landsins er 372 milljarðar króna. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Samtaka iðnaðarins (SI) um ástand og framtíðarhorfur innviða hér á landi en skýrslan var kynnt á fundi samtakanna í morgun. Til innviða teljast samgöngukerfið, flugvellir, vegir og hafnir, hitaveitur, fráveitur, vatnsveitur, fasteignir í eigu ríkis og sveitarfélaga, orkuvinnsla, orkuflutningar og úrgangsmál. Viðhaldsþörfin nemur 15,4 prósentum af áætlaðri landsframleiðslu ársins 2017. Er það mat SI að hið opinbera geti ekki mætt þessari þörf eitt og sér heldur þurfi einkaaðilar að koma að uppbyggingu. Samkvæmt skýrslu SI er uppsöfnuð viðhaldsþörf mest, mæld í fjárhæðum, í vegagerð, fasteignum ríkisins, fráveitum og orkuflutningum. Segir í skýrslunni að viðhaldi innviða hafi verið verulega ábótavant á þessum sviðum. Þannig séu hættulegir vegkaflar víða um land og á hringveginum eru enn hátt í 40 einbreiðar brýr. Þá hefur margoft verið fjallað um að bæta þurfi samgöngukerfi höfuðborgarsvæðisins.Skýringarmynd úr skýrslu SI um ástand og framtíðarhorfur innviða hér á landi sem kynnt var í dag.„Heilmikil raforka nýtist ekki sökum þess að flutningskerfi raforku er ófullkomið. Nauðsynlegt er að fara í fjárfestingar í uppbyggingu meginflutningskerfis til að tryggja nægt framboð raforku um land allt. Einkaaðilar verða að koma að uppbyggingu innviða. Hið opinbera getur ekki eitt og sér staðið að framkvæmdum upp á hundruð milljarða á næstu árum. Innlendir jafnt sem erlendir fjárfestar eru áhugasamir um innviðauppbyggingu hér á landi og hér hefur byggst upp þekking á rekstri slíkra verkefna sem má nýta. Ofangreindir innviðir fá gula ör þegar metið er hvort fjárfestingar í þeim muni gera það að verkum að þeir standist væntanlegar kröfur og þörf árið 2027, þ.e. eftir tíu ár. Þetta merkir að þó svo að fjárfest sé í innviðinum á næstu tíu árum mun hann ekki mæta betur en nú kröfum og þörfum á árinu 2027. Nær einkunnargjöfin fyrir framtíðarhorfur frá rauðri upp í græna ör. Í þessu sambandi koma hafnir og innanlandsflugvellir verst út, þ.e. fá rautt. Þetta þýðir að meiri háttar hindranir takmarka getu þessara innviða til að uppfylla kröfur og þarfir ársins 2027. Græna ör fá hins vegar fráveitur, hitaveitur, orkuvinnsla, orkuflutningar, sveitarfélagavegir, úrgangsmál og Keflavíkurflugvöllur, en það merkir að fyrirhugaðar eru fjárfestingar í viðkomandi innviðum sem gerir það að verkum að þeir muni mæta kröfum og þörfum eftir 10 ár,“ segir í skýrslu Samtaka iðnaðarins.
Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Viðskipti innlent Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Sjá meira