Bubbi skýtur á forsetann eftir að hann fór rangt með texta úr Rómeó og Júlíu Birgir Olgeirsson skrifar 2. október 2017 20:51 Guðni Th. Jóhannesson Vísir/Anton Brink Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens skýtur glettilega á forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, á Twitter eftir að sá síðarnefndi fór rangt með texta lagsins Rómeó og Júlía á kynningarfundi í Kelduskóla í morgun. Fundurinn var haldinn í tilefni af forvarnardeginum sem verður í skólum landsins á miðvikudag. Í ræðu sinni í Kelduskóla fór Guðni yfir það hverjar væru öflugustu forvarnirnar og sagði að hægt væri að fara þá leið að benda á hörmulegar afleiðingar fíkniefnaneyslu. „Þegar ég var ungur þá gaf Bubbi Morthens góða innsýn inn í þann heim, betur en maður getur gert með svona ræðu, í laginu um Rómeó og Júlíu. Þið krakkar vitið kannski ekkert hvaða lag það er þannig að ég skal þylja smá úr því,“ sagði Guðni og þuldi upp: „Þegar kaldir vindar haustsins blása, naprir um næturnar, sérðu Júlíu ganga, bjóða sig hása, í von um líf í æðarnar.“ Þarna sagði Guðni „næturnar“ í stað „göturnar“. Einnig fór hann rangt með að það mætti sjá Júlíu ganga, því í laginu syngur Bubbi: Sérðu Júlíu standa, bjóða sig hása í von um líf í æðarnar.Bubbi segir á Twitter að forsetanum leyfist allt og nú muni hann syngja „næturnar“ í stað „göturnar“ í Rómeó og Júlíu.Forsetanum leyfist allt nú sing ég næturnar í stað götunar Rómeó og Júlía virðing— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) October 2, 2017 Uppfært kl 22:10 Forsetinn fór á Twitter til að biðja Bubba afsökunar og grínaðist með að það hefði verið eins gott að hann reyndi ekki að fara með texta úr Kál og hníf. Bestu þakkir, Bubbi! Verðum líka kenna krökkunum er í lagi gera mistök. Og eins gott ég reyndi ekki eftir minni að fara með Kál og hnífur :)— Guðni Jóhannesson (@sagnaritari) October 2, 2017 Ræðu forsetans má heyra á vef Ríkisútvarpsins en hann vitnaði frænda sinn Jóa P. og félaga hans Chase sem hafa gert garðinn frægan með laginu Ég vil það. Guðni neitaði þó að rappa línu úr laginu en vitnaði í textabrotið að forsetasið: „Ég er clean, sippa ekki, fæ mér ekki í glas. Slakur á góðu róli í góðum félagsskap. Ég er slakur að njóta og lifa, fagur dagur, já góður, ég finn það,“ sagði Guðni og botnaði svo: „Já, eða slaggur, að njódda og liffa.“ Tengdar fréttir Litli frændi forsetans kveikir í internetinu JóiPé og KRÓLI gáfu út lagið B.O.B.A. á mánudaginn og síðan þá hefur íslenska internetið vera í ljósum logum. Þeir ætla að gefa út plötu á morgun þannig að það má eiga von á fleiri sprengjum á næstunni frá þessum kornungu félögum sem eru bara rétt að byrja. 7. september 2017 15:30 Mest lesið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist Eva flutt inn í verðlaunahús Kára Lífið Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Lífið Fleiri fréttir Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Textaverkaæði í poppinu Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens skýtur glettilega á forseta Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, á Twitter eftir að sá síðarnefndi fór rangt með texta lagsins Rómeó og Júlía á kynningarfundi í Kelduskóla í morgun. Fundurinn var haldinn í tilefni af forvarnardeginum sem verður í skólum landsins á miðvikudag. Í ræðu sinni í Kelduskóla fór Guðni yfir það hverjar væru öflugustu forvarnirnar og sagði að hægt væri að fara þá leið að benda á hörmulegar afleiðingar fíkniefnaneyslu. „Þegar ég var ungur þá gaf Bubbi Morthens góða innsýn inn í þann heim, betur en maður getur gert með svona ræðu, í laginu um Rómeó og Júlíu. Þið krakkar vitið kannski ekkert hvaða lag það er þannig að ég skal þylja smá úr því,“ sagði Guðni og þuldi upp: „Þegar kaldir vindar haustsins blása, naprir um næturnar, sérðu Júlíu ganga, bjóða sig hása, í von um líf í æðarnar.“ Þarna sagði Guðni „næturnar“ í stað „göturnar“. Einnig fór hann rangt með að það mætti sjá Júlíu ganga, því í laginu syngur Bubbi: Sérðu Júlíu standa, bjóða sig hása í von um líf í æðarnar.Bubbi segir á Twitter að forsetanum leyfist allt og nú muni hann syngja „næturnar“ í stað „göturnar“ í Rómeó og Júlíu.Forsetanum leyfist allt nú sing ég næturnar í stað götunar Rómeó og Júlía virðing— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) October 2, 2017 Uppfært kl 22:10 Forsetinn fór á Twitter til að biðja Bubba afsökunar og grínaðist með að það hefði verið eins gott að hann reyndi ekki að fara með texta úr Kál og hníf. Bestu þakkir, Bubbi! Verðum líka kenna krökkunum er í lagi gera mistök. Og eins gott ég reyndi ekki eftir minni að fara með Kál og hnífur :)— Guðni Jóhannesson (@sagnaritari) October 2, 2017 Ræðu forsetans má heyra á vef Ríkisútvarpsins en hann vitnaði frænda sinn Jóa P. og félaga hans Chase sem hafa gert garðinn frægan með laginu Ég vil það. Guðni neitaði þó að rappa línu úr laginu en vitnaði í textabrotið að forsetasið: „Ég er clean, sippa ekki, fæ mér ekki í glas. Slakur á góðu róli í góðum félagsskap. Ég er slakur að njóta og lifa, fagur dagur, já góður, ég finn það,“ sagði Guðni og botnaði svo: „Já, eða slaggur, að njódda og liffa.“
Tengdar fréttir Litli frændi forsetans kveikir í internetinu JóiPé og KRÓLI gáfu út lagið B.O.B.A. á mánudaginn og síðan þá hefur íslenska internetið vera í ljósum logum. Þeir ætla að gefa út plötu á morgun þannig að það má eiga von á fleiri sprengjum á næstunni frá þessum kornungu félögum sem eru bara rétt að byrja. 7. september 2017 15:30 Mest lesið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Tíska og hönnun Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Hundrað hugmyndir að gjöf fyrir hann á Já.is Lífið samstarf Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Tónlist Eva flutt inn í verðlaunahús Kára Lífið Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar Lífið Fleiri fréttir Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Textaverkaæði í poppinu Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Snerting á stuttlista fyrir Óskarsverðlaunin Hittu átrúnaðargoðin: Rúrik ekki miður sín þó hann vanti í ábreiðubandið Fagnaði fjörutíu árum og gaf út textaverk Tryggðu sér sigurinn í úrslitum Kviss á lokaspurningunni Sigga Heimis selur slotið Nýr bóksölulisti: Kúkur, piss og prump stekkur upp um tíu sæti „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Krummar tveir fylgja hópnum uppá jökul Vara við upplýsingaóreiðu um kólesteról Bauð IceGuys upp á alvöru áskorun um helgina Bassi Maraj og raddirnar stálu senunni í Bannað að hlæja „Bara á Íslandi“ Dætur Jóns og Friðriks Dórs stálu senunni Forsetaskjall í bland við kynhlutlaust mál Stjörnulífið: IceGuys tryllingur og 26 ára amma Fór með fyrrverandi í bíó Sjá meira
Litli frændi forsetans kveikir í internetinu JóiPé og KRÓLI gáfu út lagið B.O.B.A. á mánudaginn og síðan þá hefur íslenska internetið vera í ljósum logum. Þeir ætla að gefa út plötu á morgun þannig að það má eiga von á fleiri sprengjum á næstunni frá þessum kornungu félögum sem eru bara rétt að byrja. 7. september 2017 15:30