Gunnar Hrafn segir Sjálfstæðisflokkinn hafa blóð á höndum sínum Ingvar Þór Björnsson skrifar 19. október 2017 23:44 Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata. Vísir/Stefán Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, segir Sjálfstæðisflokkinn hafa blóð á höndum sínum þegar kemur að geðheilbrigðismálum. Þetta segir hann í athugasemd við færslu sem sett var inn á Facebook hópinn Geðsjúk. Þar deilir einn meðlimur hópsins færslu Sjálfstæðisflokksins þar sem flokkurinn segist vilja ljúka framkvæmd geðheilbrigðisstefnunnar og fylgja henni eftir. Í færslunni segir flokkurinn einnig að auka þurfi áherslu á forvarnir og auðvelda heilsugæslunni að sinna frumþjónustu við fólk með geðræn vandamál.Segir Sjálfstæðisflokkinn hafa bannað Óttari og Viðreisn að gera umbætur„Þetta er ljótasta lygi sem ég hef séð í þessari kosningabaráttu. Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem bannaði Óttari og Viðreisn að gera umbætur,“ skrifar þingmaðurinn sem býður sig jafnramt fram fyrir flokkinn aftur fyrir komandi alþingiskosningar. Segist hann hafa setið fundi þar sem þetta var rætt og að þetta hafi verið kristalsljóst. Þá segir þingmaðurinn að Sjálfstæðisflokkurinn hafi blóð á höndum sínum. „Þessir lygarar hafa blóð á höndum sínum. Blóð vina minna.“Uppfært klukkan 06:20.Gunnar Hrafn vill koma eftirfarandi á framfæri: „Það deyja TUGIR ungmenna árlega úr sjúkdómi sem er ekki verið að meðhöndla í mörgum tilfellum, vegna skorts á framlögum og aðstöðu. Þrátt fyrir mikla vitundarvakningu í samfélaginu snertir þetta enn ofboðslega margar fjölskyldur sem ekki þora að koma fram. Tugþúsundir Íslendinga sem eru í sárum. Þeir sem stóðu gegn því að við Óttar Proppé gætum gert það sem við vildum gera, byltingu í þessum málum, voru leiðtogar ríkisstjórnarinnar. Þeir fóru með valdið og upplýsingarnar. Sem varð til þess að stjórnin féll eins Píratar vöruðu við. Ég vona að menn telji þetta ekki brot á einhverjum trúnaði. Það er bara ákaflega mikilvægt að það komi fram hvernig ég og aðrir þurftum að djöflast í þessu og fengum fátt annað til baka frá stjórnarliðum en ósmekklegar aðdróttanir um veikindi mín. Maður þarf auðvitað að vera geðveikur til að vilja koma veg fyrir að tugir Íslendinga fyrirfari sér á hverju ári eftir algjöra höfnun frá kerfinu. Er ég bara svona klikkaður eða er þetta svívirðilegt óréttlæti?"Þingmaðurinn lét ummælin falla á Facebook-hópnum Geðsjúk.Vísir/Skjáskot Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira
Gunnar Hrafn Jónsson, þingmaður Pírata, segir Sjálfstæðisflokkinn hafa blóð á höndum sínum þegar kemur að geðheilbrigðismálum. Þetta segir hann í athugasemd við færslu sem sett var inn á Facebook hópinn Geðsjúk. Þar deilir einn meðlimur hópsins færslu Sjálfstæðisflokksins þar sem flokkurinn segist vilja ljúka framkvæmd geðheilbrigðisstefnunnar og fylgja henni eftir. Í færslunni segir flokkurinn einnig að auka þurfi áherslu á forvarnir og auðvelda heilsugæslunni að sinna frumþjónustu við fólk með geðræn vandamál.Segir Sjálfstæðisflokkinn hafa bannað Óttari og Viðreisn að gera umbætur„Þetta er ljótasta lygi sem ég hef séð í þessari kosningabaráttu. Það var Sjálfstæðisflokkurinn sem bannaði Óttari og Viðreisn að gera umbætur,“ skrifar þingmaðurinn sem býður sig jafnramt fram fyrir flokkinn aftur fyrir komandi alþingiskosningar. Segist hann hafa setið fundi þar sem þetta var rætt og að þetta hafi verið kristalsljóst. Þá segir þingmaðurinn að Sjálfstæðisflokkurinn hafi blóð á höndum sínum. „Þessir lygarar hafa blóð á höndum sínum. Blóð vina minna.“Uppfært klukkan 06:20.Gunnar Hrafn vill koma eftirfarandi á framfæri: „Það deyja TUGIR ungmenna árlega úr sjúkdómi sem er ekki verið að meðhöndla í mörgum tilfellum, vegna skorts á framlögum og aðstöðu. Þrátt fyrir mikla vitundarvakningu í samfélaginu snertir þetta enn ofboðslega margar fjölskyldur sem ekki þora að koma fram. Tugþúsundir Íslendinga sem eru í sárum. Þeir sem stóðu gegn því að við Óttar Proppé gætum gert það sem við vildum gera, byltingu í þessum málum, voru leiðtogar ríkisstjórnarinnar. Þeir fóru með valdið og upplýsingarnar. Sem varð til þess að stjórnin féll eins Píratar vöruðu við. Ég vona að menn telji þetta ekki brot á einhverjum trúnaði. Það er bara ákaflega mikilvægt að það komi fram hvernig ég og aðrir þurftum að djöflast í þessu og fengum fátt annað til baka frá stjórnarliðum en ósmekklegar aðdróttanir um veikindi mín. Maður þarf auðvitað að vera geðveikur til að vilja koma veg fyrir að tugir Íslendinga fyrirfari sér á hverju ári eftir algjöra höfnun frá kerfinu. Er ég bara svona klikkaður eða er þetta svívirðilegt óréttlæti?"Þingmaðurinn lét ummælin falla á Facebook-hópnum Geðsjúk.Vísir/Skjáskot
Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Fleiri fréttir Bjarkargata varð Bjargargötu að falli Tímamótadómur og flugeldahöll björgunarsveitanna Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sjá meira