Vilja vindorkugarð á sauðfjárbú í Dalabyggð Haraldur Guðmundsson skrifar 18. október 2017 06:00 Sveitarfélagið Dalabyggð og eigendur einkahlutafélagsins Storm Orku hafa undirritað viljayfirlýsingu um vindorkugarð með allt að 40 vindmyllum. Eigendur félagsins keyptu í byrjun ágúst jörðina Hróðnýjarstaði, skammt frá Búðardal, og stefna að íbúafundi í nóvember þar sem áformin verða kynnt. „Viljayfirlýsingin var undirrituð í september en hún er almenns eðlis og snýst aðallega um skipulagsmál. Samhliða var ákveðið að halda íbúafund þar sem þetta fyrirtæki myndi kynna sín áform,“ segir Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar. Storm Orka er í eigu Magnúsar B. Jóhannessonar, framkvæmdastjóra hjá bandaríska fyrirtækinu America Renewables. Magnús og fjölskylda hans eiga Hróðnýjarstaði en um er að ræða 26 hektara jörð af ræktuðu landi ásamt fjárstofni, um 1.000 fjár. Samkvæmt þeim upplýsingum sem sveitarfélagið hefur gæti fullkláraður vindorkugarðurinn framleitt allt að 160 megavött af raforku. „Þeir virðast hafa þá trú á þessu að þeir keyptu jörðina og það var skref sem byrjað var á áður en skrifað var undir þessa viljayfirlýsingu. Þeim er reyndar alveg ljóst að þetta getur farið á hvorn veginn sem er. Á svona frumstigi liggur ekki fyrir mikið af gögnum en engu að síður liggja fyrir upplýsingar um áformað afl og fjölda vindmylla. Viljayfirlýsingin snýr að því að við ætlum að vinna skipulagsvinnuna með eðlilegum hætti og tíma. Öll gögn varðandi umhverfismat og fleira því um líkt kemur á síðari stigum,“ segir Sveinn. Magnús vildi ekki tjá sig um áform Storm Orku þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. Félagið hét þangað til í mars síðastliðnum MJDB ehf. Fréttablaðið greindi í ársbyrjun frá tilraunum þess til að kaupa Hellisheiðarvirkjun af Orkuveitu Reykjavíkur. Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð fengu þá einnig tilboð í eignarhluti sína í virkjuninni. Magnús vildi þá ekki tjá sig um tilboðið, sem var síðar hafnað, eða þá hvort aðrir innlendir eða erlendir fjárfestar hefðu komið að því. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira
Sveitarfélagið Dalabyggð og eigendur einkahlutafélagsins Storm Orku hafa undirritað viljayfirlýsingu um vindorkugarð með allt að 40 vindmyllum. Eigendur félagsins keyptu í byrjun ágúst jörðina Hróðnýjarstaði, skammt frá Búðardal, og stefna að íbúafundi í nóvember þar sem áformin verða kynnt. „Viljayfirlýsingin var undirrituð í september en hún er almenns eðlis og snýst aðallega um skipulagsmál. Samhliða var ákveðið að halda íbúafund þar sem þetta fyrirtæki myndi kynna sín áform,“ segir Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar. Storm Orka er í eigu Magnúsar B. Jóhannessonar, framkvæmdastjóra hjá bandaríska fyrirtækinu America Renewables. Magnús og fjölskylda hans eiga Hróðnýjarstaði en um er að ræða 26 hektara jörð af ræktuðu landi ásamt fjárstofni, um 1.000 fjár. Samkvæmt þeim upplýsingum sem sveitarfélagið hefur gæti fullkláraður vindorkugarðurinn framleitt allt að 160 megavött af raforku. „Þeir virðast hafa þá trú á þessu að þeir keyptu jörðina og það var skref sem byrjað var á áður en skrifað var undir þessa viljayfirlýsingu. Þeim er reyndar alveg ljóst að þetta getur farið á hvorn veginn sem er. Á svona frumstigi liggur ekki fyrir mikið af gögnum en engu að síður liggja fyrir upplýsingar um áformað afl og fjölda vindmylla. Viljayfirlýsingin snýr að því að við ætlum að vinna skipulagsvinnuna með eðlilegum hætti og tíma. Öll gögn varðandi umhverfismat og fleira því um líkt kemur á síðari stigum,“ segir Sveinn. Magnús vildi ekki tjá sig um áform Storm Orku þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. Félagið hét þangað til í mars síðastliðnum MJDB ehf. Fréttablaðið greindi í ársbyrjun frá tilraunum þess til að kaupa Hellisheiðarvirkjun af Orkuveitu Reykjavíkur. Reykjavíkurborg, Akraneskaupstaður og Borgarbyggð fengu þá einnig tilboð í eignarhluti sína í virkjuninni. Magnús vildi þá ekki tjá sig um tilboðið, sem var síðar hafnað, eða þá hvort aðrir innlendir eða erlendir fjárfestar hefðu komið að því.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kannast ekki við að vera látinn Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent Fleiri fréttir Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sannfærð um að nýtt bókunarkerfi leysi vandann Bandarísk börn sem var saknað fundust í Reykjavík Samþykktu ályktun á íbúafundi um að vöruhúsið verði fjarlægt Félag forstöðumanna fundar um bréf ráðherra um hagræðingu Sjá meira