Skattahækkun myndi leiða til taprekstrar gististaða úti á landi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 18. október 2017 07:30 KPMG telur að frekari hækkun verðs á gistiþjónustu muni hafa neikvæð áhrif á fjölda ferðamanna og stytta dvalartíma þeirra. Mikil gengisstyrking og launahækkanir hafa leikið mörg ferðaþjónustufyrirtæki grátt. vísir/anton brink Ef gististaðir á landsbyggðinni þyrftu að taka á sig alla hækkun virðisaukaskatts úr 11 prósentum í 22,5 prósent, eins og ríkisstjórnin lagði til í fjármálaáætlun sinni til næstu fimm ára, myndi það leiða til mikils taprekstrar. Afkoma hótela á höfuðborgarsvæðinu myndi auk þess verða nálægt núlli. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í úttekt ráðgjafarfyrirtækisins KPMG um áhrif boðaðra hækkana á virðisaukaskatti á afkomu fyrirtækja í ferðaþjónustu sem kynnt verður á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar í dag. Í úttektinni kemur meðal annars fram að ef hækkun virðisaukaskatts úr 11 prósentum í 22,5 prósent hefði komið til í byrjun síðasta árs, þá hefðu tekjur hótela lækkað um 1.858 milljónir króna og framlegð þeirra lækkað um sömu fjárhæð, að því gefnu að hótelin hefðu tekið á sig hækkunina að öllu leyti. Það hefði þýtt að afkoma hótelanna yrði sem næst núlli. Skattahækkunin hefði þó komið hvað harðast niður á gististöðum á landsbyggðinni, sér í lagi á Norðausturlandi, og leitt til þess að þeir hefðu verið reknir með miklu tapi. „Það er því varla valkostur fyrir félögin að taka á sig alla hækkun virðisaukaskatts, samhliða því sem þau takast á við kjarasamningsbundnar launahækkanir, þar sem verðlagning þjónustunnar er þegar komin að sársaukamörkum í alþjóðlegum samanburði,“ segir í úttektinni. Ef áhrif hækkunar virðisaukaskatts eru metin út frá rekstri hótela á fyrstu sex mánuðum þessa árs, þá hefðu tekjur þeirra lækkað um 865 milljónir króna og framlegðin lækkað um sömu fjárhæð, að því er segir í úttektinni. EBIDTA-framlegð hótela á höfuðborgarsvæðinu hefði þannig lækkað niður í 95 milljónir króna og á landsbyggðinni hefði hún orðið neikvæð um 242 milljónir króna.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.VÍSIR/ERNIRStaða margra fyrirtækja verulega veik Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir úttekt KPMG að mörgu leyti sláandi. „Mér sýnist úttektin styðja við það sem við vöruðum við í vor þegar umræður um áætlaðar hækkanir á virðisaukaskatti stóðu sem hæst. Við bentum á að rekstrarumhverfi fyrirtækja í ferðaþjónustu hefði þegar versnað, meðal annars vegna mikillar gengisstyrkingar krónunnar og tuttugu prósenta launahækkana á árunum 2015 og 2016, og að boðaðar hækkanir á virðisaukaskatti myndu skaða samkeppnishæfni greinarinnar enn frekar. Við sjáum nú þegar að ferðamenn virðast hafa brugðist við gengisstyrkingunni með breyttu neyslumynstri. Þeir ferðast til að mynda minna um landið og neyta ekki í sama mæli og áður. Meðaldvalartími þeirra hefur auk þess styst. Það má því segja að þær áhyggjur sem við höfðum í vor hafi raungerst í sumar. Staða margra fyrirtækja er verulega veik, sér í lagi á landsbyggðinni, eins og fram kemur í skýrslunni.“ Í úttekt KPMG kemur auk þess fram að rekstrarskilyrði fyrirtækja í ferðaþjónustu, sem verðleggja þjónustu sína í erlendri mynt, hafi breyst verulega til hins verra á undanförnum tveimur árum. Er einnig tekið fram að svo virðist sem verðlagning gististaða sé komin að sársaukamörkum í alþjóðlegum samanburði. Því sé líklegt að frekari hækkun verðs muni hafa neikvæð áhrif á fjölda ferðamanna og leiða til þess að þeir muni dvelja í styttri tíma en áður. „Slíkar breytingar munu koma sérstaklega illa við gististaði úti á landi þar sem ferðamenn munu ferðast minna um landið vegna færri dvalardaga. Greinilegt er af nýjustu tölum um fjölda ferðamanna nú í sumar og fjölda gistinátta eftir landshlutum að þessi þróun er byrjuð,“ segir í úttektinni.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Ef gististaðir á landsbyggðinni þyrftu að taka á sig alla hækkun virðisaukaskatts úr 11 prósentum í 22,5 prósent, eins og ríkisstjórnin lagði til í fjármálaáætlun sinni til næstu fimm ára, myndi það leiða til mikils taprekstrar. Afkoma hótela á höfuðborgarsvæðinu myndi auk þess verða nálægt núlli. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í úttekt ráðgjafarfyrirtækisins KPMG um áhrif boðaðra hækkana á virðisaukaskatti á afkomu fyrirtækja í ferðaþjónustu sem kynnt verður á fundi Samtaka ferðaþjónustunnar í dag. Í úttektinni kemur meðal annars fram að ef hækkun virðisaukaskatts úr 11 prósentum í 22,5 prósent hefði komið til í byrjun síðasta árs, þá hefðu tekjur hótela lækkað um 1.858 milljónir króna og framlegð þeirra lækkað um sömu fjárhæð, að því gefnu að hótelin hefðu tekið á sig hækkunina að öllu leyti. Það hefði þýtt að afkoma hótelanna yrði sem næst núlli. Skattahækkunin hefði þó komið hvað harðast niður á gististöðum á landsbyggðinni, sér í lagi á Norðausturlandi, og leitt til þess að þeir hefðu verið reknir með miklu tapi. „Það er því varla valkostur fyrir félögin að taka á sig alla hækkun virðisaukaskatts, samhliða því sem þau takast á við kjarasamningsbundnar launahækkanir, þar sem verðlagning þjónustunnar er þegar komin að sársaukamörkum í alþjóðlegum samanburði,“ segir í úttektinni. Ef áhrif hækkunar virðisaukaskatts eru metin út frá rekstri hótela á fyrstu sex mánuðum þessa árs, þá hefðu tekjur þeirra lækkað um 865 milljónir króna og framlegðin lækkað um sömu fjárhæð, að því er segir í úttektinni. EBIDTA-framlegð hótela á höfuðborgarsvæðinu hefði þannig lækkað niður í 95 milljónir króna og á landsbyggðinni hefði hún orðið neikvæð um 242 milljónir króna.Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.VÍSIR/ERNIRStaða margra fyrirtækja verulega veik Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir úttekt KPMG að mörgu leyti sláandi. „Mér sýnist úttektin styðja við það sem við vöruðum við í vor þegar umræður um áætlaðar hækkanir á virðisaukaskatti stóðu sem hæst. Við bentum á að rekstrarumhverfi fyrirtækja í ferðaþjónustu hefði þegar versnað, meðal annars vegna mikillar gengisstyrkingar krónunnar og tuttugu prósenta launahækkana á árunum 2015 og 2016, og að boðaðar hækkanir á virðisaukaskatti myndu skaða samkeppnishæfni greinarinnar enn frekar. Við sjáum nú þegar að ferðamenn virðast hafa brugðist við gengisstyrkingunni með breyttu neyslumynstri. Þeir ferðast til að mynda minna um landið og neyta ekki í sama mæli og áður. Meðaldvalartími þeirra hefur auk þess styst. Það má því segja að þær áhyggjur sem við höfðum í vor hafi raungerst í sumar. Staða margra fyrirtækja er verulega veik, sér í lagi á landsbyggðinni, eins og fram kemur í skýrslunni.“ Í úttekt KPMG kemur auk þess fram að rekstrarskilyrði fyrirtækja í ferðaþjónustu, sem verðleggja þjónustu sína í erlendri mynt, hafi breyst verulega til hins verra á undanförnum tveimur árum. Er einnig tekið fram að svo virðist sem verðlagning gististaða sé komin að sársaukamörkum í alþjóðlegum samanburði. Því sé líklegt að frekari hækkun verðs muni hafa neikvæð áhrif á fjölda ferðamanna og leiða til þess að þeir muni dvelja í styttri tíma en áður. „Slíkar breytingar munu koma sérstaklega illa við gististaði úti á landi þar sem ferðamenn munu ferðast minna um landið vegna færri dvalardaga. Greinilegt er af nýjustu tölum um fjölda ferðamanna nú í sumar og fjölda gistinátta eftir landshlutum að þessi þróun er byrjuð,“ segir í úttektinni.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Hvar er opið um páskana? Neytendur Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Sunna veitir Livio samkeppni í frjósemi Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira