Catalina auglýsir fylgdarþjónustu á ný Sunna Sæmundsdóttir skrifar 13. október 2017 18:45 Lögregla hefur undanfarið látið loka nokkrum síðum á samfélagsmiðlum þar sem vændi er auglýst til sölu. Catalina Ncogo, sem var dæmd fyrir hórmang árið 2010, auglýsir nú fylgdarþjónustu sína á Snapchat. Lögregla segir fylgdarþjónustu vera dulbúið vændi. Catalina Ncogo var dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi árið 2010 fyrir hórmang og brot gegn fíkniefnalöggjöfinni. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að Catalina hafði atvinnu af umfangsmikilli vændisstarfsemi um nokkuð langt skeið. Hún var hins vegar sýknuð af ákæru um mansal. Hún var látin laus árið 2011 og hefur síðan búið hér á landi með hléum. Catalina auglýsti í gær á opnum Snapchat-reikningi sínum fylgdarþjónustu sem hún rekur. Talar hún um „stelpurnar sínar" og birtir myndir af konum sem hægt að komast í kynni við. Segir hún að trúnaði sé heitið og virðist hafa milligöngu um þjónustuna. Þá er tekið fram að hún greiði virðisaukaskatt vegna starfseminnar. Lögregla skoðar nú málið. Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi. Yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar segir að eftirlit með vændisstarfsemi á samfélagsmiðlum hafi verið stóraukið. „Við sjáum oft að þetta er auglýst sem fylgdarsíður. Það er hins vegar ekkert sem flokkast undir fylgd þarna. Það er engin lína. Það er bara eins og við köllum pjúra vændi sem á sér stað á þessum síðum og er í sjálfu sér engin fylgdarþjónusta," segir Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi. Fylgdarþjónustur á Íslandi eru auglýstar víða á netinu og samfélagsmiðlum en lögregla hefur undanfarið unnið staðfast að því að uppræta þær og hefur að minnsta kosti fimmtán síðum verið lokað. „Við höfum líka leitast eftir því við rekstraraðila samfélagsmiðla að þeir loki á þá ef það er rökstuddur grunur um það að vændi sé að fara fram á þessum síðum. Við því hefur verið brugðist með jákvæðum hætti í sumum tilvikum og síðum hefur verið lokað," segir Snorri. Hér á landi er ólöglegt að kaupa vændi og hafa milligöngu um kaupin en sala er í raun heimil. Á síðustu tíu árum hafa um 150 einstaklingar verið kærðir fyrir vændiskaup en á sama tíma hefur lögregla haft samband við seljendur og reynt að aðstoða þá. „Það er bara því miður í þessum málum mjög erfitt að fá einstaklinga í vændi til samstarfs vegna þeirra hótana og blekkinga sem þau eftir atvikum búa við," segir Snorri. Mál Catalinu Ncogo Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Lögregla hefur undanfarið látið loka nokkrum síðum á samfélagsmiðlum þar sem vændi er auglýst til sölu. Catalina Ncogo, sem var dæmd fyrir hórmang árið 2010, auglýsir nú fylgdarþjónustu sína á Snapchat. Lögregla segir fylgdarþjónustu vera dulbúið vændi. Catalina Ncogo var dæmd í þriggja og hálfs árs fangelsi árið 2010 fyrir hórmang og brot gegn fíkniefnalöggjöfinni. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að Catalina hafði atvinnu af umfangsmikilli vændisstarfsemi um nokkuð langt skeið. Hún var hins vegar sýknuð af ákæru um mansal. Hún var látin laus árið 2011 og hefur síðan búið hér á landi með hléum. Catalina auglýsti í gær á opnum Snapchat-reikningi sínum fylgdarþjónustu sem hún rekur. Talar hún um „stelpurnar sínar" og birtir myndir af konum sem hægt að komast í kynni við. Segir hún að trúnaði sé heitið og virðist hafa milligöngu um þjónustuna. Þá er tekið fram að hún greiði virðisaukaskatt vegna starfseminnar. Lögregla skoðar nú málið. Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi. Yfirmaður mansalsteymis lögreglunnar segir að eftirlit með vændisstarfsemi á samfélagsmiðlum hafi verið stóraukið. „Við sjáum oft að þetta er auglýst sem fylgdarsíður. Það er hins vegar ekkert sem flokkast undir fylgd þarna. Það er engin lína. Það er bara eins og við köllum pjúra vændi sem á sér stað á þessum síðum og er í sjálfu sér engin fylgdarþjónusta," segir Snorri Birgisson, lögreglufulltrúi. Fylgdarþjónustur á Íslandi eru auglýstar víða á netinu og samfélagsmiðlum en lögregla hefur undanfarið unnið staðfast að því að uppræta þær og hefur að minnsta kosti fimmtán síðum verið lokað. „Við höfum líka leitast eftir því við rekstraraðila samfélagsmiðla að þeir loki á þá ef það er rökstuddur grunur um það að vændi sé að fara fram á þessum síðum. Við því hefur verið brugðist með jákvæðum hætti í sumum tilvikum og síðum hefur verið lokað," segir Snorri. Hér á landi er ólöglegt að kaupa vændi og hafa milligöngu um kaupin en sala er í raun heimil. Á síðustu tíu árum hafa um 150 einstaklingar verið kærðir fyrir vændiskaup en á sama tíma hefur lögregla haft samband við seljendur og reynt að aðstoða þá. „Það er bara því miður í þessum málum mjög erfitt að fá einstaklinga í vændi til samstarfs vegna þeirra hótana og blekkinga sem þau eftir atvikum búa við," segir Snorri.
Mál Catalinu Ncogo Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira