Í heiðarlegri fréttatilkynningu Hauka er staðfest að Kári muni skrifa undir samning í hádeginu á blaðamannafundi á Ásvöllum.
Kári kom heim til Íslands á mánudag eftir að hafa hætt námi við Drexel-háskólann í Bandaríkjunum. Hann tjáði Vísi þá að hann ætlaði að skoða sína möguleika en sagði að eðlilega væru Haukar ofarlega á blaði hjá sér.
Það þarf ekkert að fjölyrða um hversu mikill styrkur þetta er fyrir Hauka en á síðasta tímabili Kára áður en hann hélt út þá var hann einn af bestu leikmönnum Dominos-deildarinnar og Haukar fóru alla leið í úrslit.
— Kári Jónsson (@karijonss) October 13, 2017