Fá leyfi til framkvæmda við Minden til að ná í fjársjóðskistuna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. október 2017 16:33 Kassi sem AMS vill skyggnast í er í sérstyrktu rými undir efsta þilfari Minden sem liggur á 2.242 metra dýpi um 120 mílur undan Íslandi. MYND/AMS Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir breska fyrirtækið Advanced Marine Services Limited (AMS) vegna framkvæmda við skipsflakið Minden en fyrirtækið vill ná verðmætum úr skipinu. Í bréfi lögmanns AMS til Umhverfisstofnunar kemur fram að fyrirtækið telji að finna megi gull og silfur í skipsflakinu en fyrst var greint frá því á vef Fiskifrétta í dag. Minden var þýskt gufuknúið fraktskip sem sökk þann 24. júní 1939. Skipið liggur á 2240 metra dýpi á hafsbotni í 120 sjómílna fjarlægð suðaustur af Íslandi. Samkvæmt frétt á vef Umhverfisstofnunar er starfsleyfið veitt samkvæmt lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir sbr. og reglugerð nr. 785/1999 og gildir til 1. maí 2018. Í umfjöllun Fréttablaðsins í júlí kom fram að AMS hafi í apríl síðastliðnum byrjað að bjástra við Minden. Skipinu sem AMS leigði til verksins, Seabed Constructor, var hins vegar stuggað í land af Landhelgisgæslunni 9. apríl. Umsókn um starfsleyfi til að leita í flakinu barst Umhverfisstofnun síðar í mánuðinum eða þann 27. apríl. Nú hefur starfsleyfið sem sagt fengist og segir í frétt Umhverfisstofnunar að helstu umsóknargögn og drög að starfsleyfistillögu hafi verið send nokkrum stofnunum til umsagnar áður en opinber auglýsing fór í loftið. „Athygli er vakin á því að starfsleyfi Umhverfisstofnunar snýr að hugsanlegum mengunarþáttum en ekki verðmætum sem kunna að finnast í flakinu. Í starfsleyfinu er farið fram á að gerðar séu skráningar m.a. á því sem tekið er úr skipsflakinu (magn og gerð) og þeim upplýsingum komið til stofnunarinnar,“ segir á vef Umhverfisstofnunar. Tengdar fréttir Svara ekki frekar um fjársjóðsleitina í bili "Án þess að það hafi áhrif á réttindi og aðgerðir Hapag-Lloyd AG með tilliti til eignarhaldsins á verðmætum í flakinu eða á skipinu viljum við ekki tjá okkur neitt frekar um málið að svo stöddu,“ segir Nils Haupt, aðalframkvæmdastjóri samskipta hjá þýska skipafélaginu Hapag-Lloyd AG sem lýst hefur sig eiganda að flutningaskipinu SS Minden. 12. október 2017 04:00 Þýskt útgerðarfélag gerir tilkall til fjársjóðsskipsins SS Minden Skipafélagið Hapag-Lloyd gerir tilkall til þýska skipsins Minden sem breska félagið AMS hyggst opna á hafsbotni undan Íslandi til að ná upp verðmætum málmum. AMS minnir Umhverfisstofnun á loforð um að gefa ekki upp staðsetningu Minden. 5. október 2017 06:00 Ráðuneyti segja pass við leit að fjársjóði í skipsflaki úr stríðinu Þar sem ekki er um vísindarannsókn að ræða tekur utanríkisráðuneytið ekki afstöðu til þess hvort leita megi verðmæta í flaki þýska skipsins Minden. Dómsmálaráðuneytið svarar ekki spurningum um málið. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir breska fyrirtækið Advanced Marine Services Limited (AMS) vegna framkvæmda við skipsflakið Minden en fyrirtækið vill ná verðmætum úr skipinu. Í bréfi lögmanns AMS til Umhverfisstofnunar kemur fram að fyrirtækið telji að finna megi gull og silfur í skipsflakinu en fyrst var greint frá því á vef Fiskifrétta í dag. Minden var þýskt gufuknúið fraktskip sem sökk þann 24. júní 1939. Skipið liggur á 2240 metra dýpi á hafsbotni í 120 sjómílna fjarlægð suðaustur af Íslandi. Samkvæmt frétt á vef Umhverfisstofnunar er starfsleyfið veitt samkvæmt lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir sbr. og reglugerð nr. 785/1999 og gildir til 1. maí 2018. Í umfjöllun Fréttablaðsins í júlí kom fram að AMS hafi í apríl síðastliðnum byrjað að bjástra við Minden. Skipinu sem AMS leigði til verksins, Seabed Constructor, var hins vegar stuggað í land af Landhelgisgæslunni 9. apríl. Umsókn um starfsleyfi til að leita í flakinu barst Umhverfisstofnun síðar í mánuðinum eða þann 27. apríl. Nú hefur starfsleyfið sem sagt fengist og segir í frétt Umhverfisstofnunar að helstu umsóknargögn og drög að starfsleyfistillögu hafi verið send nokkrum stofnunum til umsagnar áður en opinber auglýsing fór í loftið. „Athygli er vakin á því að starfsleyfi Umhverfisstofnunar snýr að hugsanlegum mengunarþáttum en ekki verðmætum sem kunna að finnast í flakinu. Í starfsleyfinu er farið fram á að gerðar séu skráningar m.a. á því sem tekið er úr skipsflakinu (magn og gerð) og þeim upplýsingum komið til stofnunarinnar,“ segir á vef Umhverfisstofnunar.
Tengdar fréttir Svara ekki frekar um fjársjóðsleitina í bili "Án þess að það hafi áhrif á réttindi og aðgerðir Hapag-Lloyd AG með tilliti til eignarhaldsins á verðmætum í flakinu eða á skipinu viljum við ekki tjá okkur neitt frekar um málið að svo stöddu,“ segir Nils Haupt, aðalframkvæmdastjóri samskipta hjá þýska skipafélaginu Hapag-Lloyd AG sem lýst hefur sig eiganda að flutningaskipinu SS Minden. 12. október 2017 04:00 Þýskt útgerðarfélag gerir tilkall til fjársjóðsskipsins SS Minden Skipafélagið Hapag-Lloyd gerir tilkall til þýska skipsins Minden sem breska félagið AMS hyggst opna á hafsbotni undan Íslandi til að ná upp verðmætum málmum. AMS minnir Umhverfisstofnun á loforð um að gefa ekki upp staðsetningu Minden. 5. október 2017 06:00 Ráðuneyti segja pass við leit að fjársjóði í skipsflaki úr stríðinu Þar sem ekki er um vísindarannsókn að ræða tekur utanríkisráðuneytið ekki afstöðu til þess hvort leita megi verðmæta í flaki þýska skipsins Minden. Dómsmálaráðuneytið svarar ekki spurningum um málið. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Málið áfall fyrir embættið Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Innlent Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Innlent Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Innlent Fleiri fréttir Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Sjá meira
Svara ekki frekar um fjársjóðsleitina í bili "Án þess að það hafi áhrif á réttindi og aðgerðir Hapag-Lloyd AG með tilliti til eignarhaldsins á verðmætum í flakinu eða á skipinu viljum við ekki tjá okkur neitt frekar um málið að svo stöddu,“ segir Nils Haupt, aðalframkvæmdastjóri samskipta hjá þýska skipafélaginu Hapag-Lloyd AG sem lýst hefur sig eiganda að flutningaskipinu SS Minden. 12. október 2017 04:00
Þýskt útgerðarfélag gerir tilkall til fjársjóðsskipsins SS Minden Skipafélagið Hapag-Lloyd gerir tilkall til þýska skipsins Minden sem breska félagið AMS hyggst opna á hafsbotni undan Íslandi til að ná upp verðmætum málmum. AMS minnir Umhverfisstofnun á loforð um að gefa ekki upp staðsetningu Minden. 5. október 2017 06:00
Ráðuneyti segja pass við leit að fjársjóði í skipsflaki úr stríðinu Þar sem ekki er um vísindarannsókn að ræða tekur utanríkisráðuneytið ekki afstöðu til þess hvort leita megi verðmæta í flaki þýska skipsins Minden. Dómsmálaráðuneytið svarar ekki spurningum um málið. 2. ágúst 2017 06:00
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent
Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Erlent