Fá leyfi til framkvæmda við Minden til að ná í fjársjóðskistuna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. október 2017 16:33 Kassi sem AMS vill skyggnast í er í sérstyrktu rými undir efsta þilfari Minden sem liggur á 2.242 metra dýpi um 120 mílur undan Íslandi. MYND/AMS Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir breska fyrirtækið Advanced Marine Services Limited (AMS) vegna framkvæmda við skipsflakið Minden en fyrirtækið vill ná verðmætum úr skipinu. Í bréfi lögmanns AMS til Umhverfisstofnunar kemur fram að fyrirtækið telji að finna megi gull og silfur í skipsflakinu en fyrst var greint frá því á vef Fiskifrétta í dag. Minden var þýskt gufuknúið fraktskip sem sökk þann 24. júní 1939. Skipið liggur á 2240 metra dýpi á hafsbotni í 120 sjómílna fjarlægð suðaustur af Íslandi. Samkvæmt frétt á vef Umhverfisstofnunar er starfsleyfið veitt samkvæmt lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir sbr. og reglugerð nr. 785/1999 og gildir til 1. maí 2018. Í umfjöllun Fréttablaðsins í júlí kom fram að AMS hafi í apríl síðastliðnum byrjað að bjástra við Minden. Skipinu sem AMS leigði til verksins, Seabed Constructor, var hins vegar stuggað í land af Landhelgisgæslunni 9. apríl. Umsókn um starfsleyfi til að leita í flakinu barst Umhverfisstofnun síðar í mánuðinum eða þann 27. apríl. Nú hefur starfsleyfið sem sagt fengist og segir í frétt Umhverfisstofnunar að helstu umsóknargögn og drög að starfsleyfistillögu hafi verið send nokkrum stofnunum til umsagnar áður en opinber auglýsing fór í loftið. „Athygli er vakin á því að starfsleyfi Umhverfisstofnunar snýr að hugsanlegum mengunarþáttum en ekki verðmætum sem kunna að finnast í flakinu. Í starfsleyfinu er farið fram á að gerðar séu skráningar m.a. á því sem tekið er úr skipsflakinu (magn og gerð) og þeim upplýsingum komið til stofnunarinnar,“ segir á vef Umhverfisstofnunar. Tengdar fréttir Svara ekki frekar um fjársjóðsleitina í bili "Án þess að það hafi áhrif á réttindi og aðgerðir Hapag-Lloyd AG með tilliti til eignarhaldsins á verðmætum í flakinu eða á skipinu viljum við ekki tjá okkur neitt frekar um málið að svo stöddu,“ segir Nils Haupt, aðalframkvæmdastjóri samskipta hjá þýska skipafélaginu Hapag-Lloyd AG sem lýst hefur sig eiganda að flutningaskipinu SS Minden. 12. október 2017 04:00 Þýskt útgerðarfélag gerir tilkall til fjársjóðsskipsins SS Minden Skipafélagið Hapag-Lloyd gerir tilkall til þýska skipsins Minden sem breska félagið AMS hyggst opna á hafsbotni undan Íslandi til að ná upp verðmætum málmum. AMS minnir Umhverfisstofnun á loforð um að gefa ekki upp staðsetningu Minden. 5. október 2017 06:00 Ráðuneyti segja pass við leit að fjársjóði í skipsflaki úr stríðinu Þar sem ekki er um vísindarannsókn að ræða tekur utanríkisráðuneytið ekki afstöðu til þess hvort leita megi verðmæta í flaki þýska skipsins Minden. Dómsmálaráðuneytið svarar ekki spurningum um málið. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir breska fyrirtækið Advanced Marine Services Limited (AMS) vegna framkvæmda við skipsflakið Minden en fyrirtækið vill ná verðmætum úr skipinu. Í bréfi lögmanns AMS til Umhverfisstofnunar kemur fram að fyrirtækið telji að finna megi gull og silfur í skipsflakinu en fyrst var greint frá því á vef Fiskifrétta í dag. Minden var þýskt gufuknúið fraktskip sem sökk þann 24. júní 1939. Skipið liggur á 2240 metra dýpi á hafsbotni í 120 sjómílna fjarlægð suðaustur af Íslandi. Samkvæmt frétt á vef Umhverfisstofnunar er starfsleyfið veitt samkvæmt lögum nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir sbr. og reglugerð nr. 785/1999 og gildir til 1. maí 2018. Í umfjöllun Fréttablaðsins í júlí kom fram að AMS hafi í apríl síðastliðnum byrjað að bjástra við Minden. Skipinu sem AMS leigði til verksins, Seabed Constructor, var hins vegar stuggað í land af Landhelgisgæslunni 9. apríl. Umsókn um starfsleyfi til að leita í flakinu barst Umhverfisstofnun síðar í mánuðinum eða þann 27. apríl. Nú hefur starfsleyfið sem sagt fengist og segir í frétt Umhverfisstofnunar að helstu umsóknargögn og drög að starfsleyfistillögu hafi verið send nokkrum stofnunum til umsagnar áður en opinber auglýsing fór í loftið. „Athygli er vakin á því að starfsleyfi Umhverfisstofnunar snýr að hugsanlegum mengunarþáttum en ekki verðmætum sem kunna að finnast í flakinu. Í starfsleyfinu er farið fram á að gerðar séu skráningar m.a. á því sem tekið er úr skipsflakinu (magn og gerð) og þeim upplýsingum komið til stofnunarinnar,“ segir á vef Umhverfisstofnunar.
Tengdar fréttir Svara ekki frekar um fjársjóðsleitina í bili "Án þess að það hafi áhrif á réttindi og aðgerðir Hapag-Lloyd AG með tilliti til eignarhaldsins á verðmætum í flakinu eða á skipinu viljum við ekki tjá okkur neitt frekar um málið að svo stöddu,“ segir Nils Haupt, aðalframkvæmdastjóri samskipta hjá þýska skipafélaginu Hapag-Lloyd AG sem lýst hefur sig eiganda að flutningaskipinu SS Minden. 12. október 2017 04:00 Þýskt útgerðarfélag gerir tilkall til fjársjóðsskipsins SS Minden Skipafélagið Hapag-Lloyd gerir tilkall til þýska skipsins Minden sem breska félagið AMS hyggst opna á hafsbotni undan Íslandi til að ná upp verðmætum málmum. AMS minnir Umhverfisstofnun á loforð um að gefa ekki upp staðsetningu Minden. 5. október 2017 06:00 Ráðuneyti segja pass við leit að fjársjóði í skipsflaki úr stríðinu Þar sem ekki er um vísindarannsókn að ræða tekur utanríkisráðuneytið ekki afstöðu til þess hvort leita megi verðmæta í flaki þýska skipsins Minden. Dómsmálaráðuneytið svarar ekki spurningum um málið. 2. ágúst 2017 06:00 Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Shamsudin-bræður, mamma þeirra og fleiri grunuð í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
Svara ekki frekar um fjársjóðsleitina í bili "Án þess að það hafi áhrif á réttindi og aðgerðir Hapag-Lloyd AG með tilliti til eignarhaldsins á verðmætum í flakinu eða á skipinu viljum við ekki tjá okkur neitt frekar um málið að svo stöddu,“ segir Nils Haupt, aðalframkvæmdastjóri samskipta hjá þýska skipafélaginu Hapag-Lloyd AG sem lýst hefur sig eiganda að flutningaskipinu SS Minden. 12. október 2017 04:00
Þýskt útgerðarfélag gerir tilkall til fjársjóðsskipsins SS Minden Skipafélagið Hapag-Lloyd gerir tilkall til þýska skipsins Minden sem breska félagið AMS hyggst opna á hafsbotni undan Íslandi til að ná upp verðmætum málmum. AMS minnir Umhverfisstofnun á loforð um að gefa ekki upp staðsetningu Minden. 5. október 2017 06:00
Ráðuneyti segja pass við leit að fjársjóði í skipsflaki úr stríðinu Þar sem ekki er um vísindarannsókn að ræða tekur utanríkisráðuneytið ekki afstöðu til þess hvort leita megi verðmæta í flaki þýska skipsins Minden. Dómsmálaráðuneytið svarar ekki spurningum um málið. 2. ágúst 2017 06:00