Hildur aðstoðar Ívar og hann er búinn að velja landsliðið fyrir nóvember-leikina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. október 2017 15:53 Helena Sverrisdóttir er leikreyndasti leikmaður hópsins. Vísir/Ernir Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, hefur valið fimmtán manna hóp fyrir komandi leiki liðsins í undankeppni EM 2019. Undankeppni EuroBasket kvenna, EM 2019, hefst þann 11. nóvember með heimaleik landsliðsins í Laugardalshöllinni. Þá kemur sterkt lið Svartfjallalands í heimsókn en Ísland leikur í fjögurra liða riðli ásamt Svartfjallalandi, Bosníu og Slóvakíu. Hildur Sigurðardóttir hefur verið að gera frábæra hluti með nýliða Breiðabliks í Domino´s deild kvenna og hún er nú orðin aðstoðarþjálfari Ívars. Um er að ræða mjög sterkan riðil og léku til að mynda Svartfjallaland og Slóvakía á EM kvenna nú í sumar. Leikið verður í landsliðsglugga sem stendur yfir dagana 6.-16. nóvember og verða leikdagar eftirtaldir:11. nóv.: Ísland-Svartfjallaland kl. 16.00 í Laugardalshöll15. nóv.: Slóvakía-Ísland í Ruzomberok, Slóvakíu Ívar Ásgrímsson og hans aðstoðarþjálfarar hans, Bjarni Magnússon og Hildur Sigurðardóttir, hafa valið 15 leikmenn sem þeir ætla að boða inn til æfinga fyrir verkefnið nú í nóvember og eru eftirtaldir leikmenn í hópnum: Það vekur athygli að þarna eru margar stelpur sem geta spilað nálægt körfunni en þá fá ungar stelpur tækifærið hjá Ívari að þessu sinni. Birna Valgerður Benónýsdóttir, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir, Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Ragnheiður Benónísdóttir og Sandra Lind Þrastardóttir mun allar berjast um það að spila undir körfunni í þessum leikjum. Systurnar Helena og Guðbjörg Sverrisdætur eru báðar í landsliðshópnum að þessu sinni. Guðbjörg er ein af fjórum Valskonum í liðinu en ekkert félag á fleiri leikmenn í hópnum að þessu sinni. Hin efnilegi leikstjórnandi úr Haukum, Þóra Kristín Jónsdóttir, kemur nú inn í hópinn í fyrsta sinn fyrir keppnisleik en hún fékk sín fyrstu tækifæri í æfingaferð í sumar. Tveir leikmenn eru í hópnum sem spila erlendis en það eru þær Hildur Björg Kjartansdóttir sem spilar með Leganés á Spáni og Sandra Lind Þrastardóttir sem spilar með Horsholms í Danmörku.Landsliðshópurinn: Berglind Gunnarsdóttir, Snæfell 13 landsleikir Birna Valgerður Benónýsdóttir, Keflavík 3 Elín Sóley Hrafnkelsdóttir, Valur 2 Embla Kristínardóttir, Grindavík 14 Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Keflavík 5 Guðbjörg Sverrisdóttir, Valur 10 Hallveig Jónsdóttir, Valur 10 Helena Sverrisdóttir, Haukar 64 Hildur Björg Kjartansdóttir, Leganés, Spánn 17 Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Stjarnan 40 Ragnheiður Benónísdóttir, Valur 3 Sandra Lind Þrastardóttir, Horsholms, Danmörk 14 Sigrún Sjöfn Ámundardóttir, Skallagrímur 49 Thelma Dís Ágústsdóttir, Keflavík 7 Þóra Kristín Jónsdóttir, Haukar 2 Körfubolti Mest lesið Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti Eyþóra með gullna endurkomu: „Kennslustund í glæsileika“ Sport Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Enski boltinn Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Íslenski boltinn McIlroy vann Masters í bráðabana Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ Sjá meira
Ívar Ásgrímsson, landsliðsþjálfari kvenna í körfubolta, hefur valið fimmtán manna hóp fyrir komandi leiki liðsins í undankeppni EM 2019. Undankeppni EuroBasket kvenna, EM 2019, hefst þann 11. nóvember með heimaleik landsliðsins í Laugardalshöllinni. Þá kemur sterkt lið Svartfjallalands í heimsókn en Ísland leikur í fjögurra liða riðli ásamt Svartfjallalandi, Bosníu og Slóvakíu. Hildur Sigurðardóttir hefur verið að gera frábæra hluti með nýliða Breiðabliks í Domino´s deild kvenna og hún er nú orðin aðstoðarþjálfari Ívars. Um er að ræða mjög sterkan riðil og léku til að mynda Svartfjallaland og Slóvakía á EM kvenna nú í sumar. Leikið verður í landsliðsglugga sem stendur yfir dagana 6.-16. nóvember og verða leikdagar eftirtaldir:11. nóv.: Ísland-Svartfjallaland kl. 16.00 í Laugardalshöll15. nóv.: Slóvakía-Ísland í Ruzomberok, Slóvakíu Ívar Ásgrímsson og hans aðstoðarþjálfarar hans, Bjarni Magnússon og Hildur Sigurðardóttir, hafa valið 15 leikmenn sem þeir ætla að boða inn til æfinga fyrir verkefnið nú í nóvember og eru eftirtaldir leikmenn í hópnum: Það vekur athygli að þarna eru margar stelpur sem geta spilað nálægt körfunni en þá fá ungar stelpur tækifærið hjá Ívari að þessu sinni. Birna Valgerður Benónýsdóttir, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir, Hildur Björg Kjartansdóttir, Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Ragnheiður Benónísdóttir og Sandra Lind Þrastardóttir mun allar berjast um það að spila undir körfunni í þessum leikjum. Systurnar Helena og Guðbjörg Sverrisdætur eru báðar í landsliðshópnum að þessu sinni. Guðbjörg er ein af fjórum Valskonum í liðinu en ekkert félag á fleiri leikmenn í hópnum að þessu sinni. Hin efnilegi leikstjórnandi úr Haukum, Þóra Kristín Jónsdóttir, kemur nú inn í hópinn í fyrsta sinn fyrir keppnisleik en hún fékk sín fyrstu tækifæri í æfingaferð í sumar. Tveir leikmenn eru í hópnum sem spila erlendis en það eru þær Hildur Björg Kjartansdóttir sem spilar með Leganés á Spáni og Sandra Lind Þrastardóttir sem spilar með Horsholms í Danmörku.Landsliðshópurinn: Berglind Gunnarsdóttir, Snæfell 13 landsleikir Birna Valgerður Benónýsdóttir, Keflavík 3 Elín Sóley Hrafnkelsdóttir, Valur 2 Embla Kristínardóttir, Grindavík 14 Emelía Ósk Gunnarsdóttir, Keflavík 5 Guðbjörg Sverrisdóttir, Valur 10 Hallveig Jónsdóttir, Valur 10 Helena Sverrisdóttir, Haukar 64 Hildur Björg Kjartansdóttir, Leganés, Spánn 17 Ragna Margrét Brynjarsdóttir, Stjarnan 40 Ragnheiður Benónísdóttir, Valur 3 Sandra Lind Þrastardóttir, Horsholms, Danmörk 14 Sigrún Sjöfn Ámundardóttir, Skallagrímur 49 Thelma Dís Ágústsdóttir, Keflavík 7 Þóra Kristín Jónsdóttir, Haukar 2
Körfubolti Mest lesið Rory McIlroy: Hvað ætlið þið núna að tala um fyrir næsta Mastersmót? Golf „Aðeins léttari þegar það er saklaus sál heima sem þarf að sjá um“ Íslenski boltinn Saklaus en missti af Ólympíuleikunum eftir mistök félagsins Fótbolti Sjáðu allar tilfinningarnar hjá Rory þegar hann vann Masters mótið Golf Dæmd í bann fyrir að klípa í klof Fótbolti Eyþóra með gullna endurkomu: „Kennslustund í glæsileika“ Sport Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik Enski boltinn Mörkin úr Bestu: Fram afgreiddi meistara Blika á ellefu mínútna kafla Íslenski boltinn Besta-spáin 2025: Stórir draumar í Laugardalnum Íslenski boltinn McIlroy vann Masters í bráðabana Golf Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik