25 ár á milli mynda: Stoltur körfuboltapabbi orðinn stoltur körfuboltaafi Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. október 2017 10:30 25 ár liðu á milli þessara mynda. myndir/erna ingvarsdóttir/íþróttablaðið Ingvar Jónsson er af flestum talinn guðfaðir körfuboltans í Hafnarfirði en þessi öflugi leikmaður og þjálfari var allt í öllu í körfuboltanum hjá Haukum um langt skeið. Ingvar ól af sér tvo landsliðsmenn; Jón Arnar Ingvarsson og Pétur Ingvarsson, sem báðir voru frábærir leikmenn og síðar þjálfarar. Synir hans eignuðust svo stráka sem spila báðir í Domino´s-deildinni en þeir mættust í gær. Þetta eru Kári Jónsson, Haukum, og Hilmar Pétursson sem gekk í raðir Keflavíkur í sumar. Keflvíkingar sóttu sigur á Ásvelli í gær og eru á toppnum í deildinni. Kári Jónsson átti stórleik og skoraði 28 stig auk þess sem hann tók sjö fráköst en Hilmar var stigalaus. Hann gat þó brosað eftir leik enda fóru Keflvíkingar heim með stigin tvö. Eftir leikinn tók Erna Ingvarsdóttir, dóttir Ingvars Jónssonar, mynd af föður sínum með litlu frændunum og endurskapaði með því mynd sem var tekin af Ingvari með sonum sínum fyrir 25 árum síðan. Eldri myndin var tekin af Ingvari með Pétri (t.v.) og Jóni Arnari (t.h.) eftir leik í efstu deild árið 1992 en það árið var Ingvar að þjálfa syni sína í meistaraflokki Hauka og endaði liðið í 2. sæti í deildinni. Hún birtist í íþróttablaðinu en viðtalið við þá feðga var tekið af engum öðrum en Þorgrími Þráinssyni. Haukarnir fóru alla leið í lokaúrslitin þetta tímabilið en töpuðu 3-0 fyrir Keflavík sem var með frábært lið þennan veturinn sem varð einnig deildarmeistari. Bæði Keflavík og Haukar eru líkleg til afreka í úrslitakeppninni og hver veit nema afi fái annað tækifæri til að láta mynda sig með barnabörnunum.Pétur Ingvarsson, Ingvar Jónsson og Jón Arnar Ingvarsson árið 1992.mynd/íþróttablaðiðHilmar Pétursson, Ingvar Jónsson og Kári Jónsson í gær.mynd/erna ingvarsdóttir Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 87-90 | Suðurnesjamenn sóttu stigin Keflavík vann góðan sigur á Haukum á Ásvöllum í kvöld í fjórðu umferð Dominos-deildar karla. Leikurinn var mjög spennandi og mikil skemmtun. Lokatölur 90-87, Keflavík í vil. 26. október 2017 21:15 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira
Ingvar Jónsson er af flestum talinn guðfaðir körfuboltans í Hafnarfirði en þessi öflugi leikmaður og þjálfari var allt í öllu í körfuboltanum hjá Haukum um langt skeið. Ingvar ól af sér tvo landsliðsmenn; Jón Arnar Ingvarsson og Pétur Ingvarsson, sem báðir voru frábærir leikmenn og síðar þjálfarar. Synir hans eignuðust svo stráka sem spila báðir í Domino´s-deildinni en þeir mættust í gær. Þetta eru Kári Jónsson, Haukum, og Hilmar Pétursson sem gekk í raðir Keflavíkur í sumar. Keflvíkingar sóttu sigur á Ásvelli í gær og eru á toppnum í deildinni. Kári Jónsson átti stórleik og skoraði 28 stig auk þess sem hann tók sjö fráköst en Hilmar var stigalaus. Hann gat þó brosað eftir leik enda fóru Keflvíkingar heim með stigin tvö. Eftir leikinn tók Erna Ingvarsdóttir, dóttir Ingvars Jónssonar, mynd af föður sínum með litlu frændunum og endurskapaði með því mynd sem var tekin af Ingvari með sonum sínum fyrir 25 árum síðan. Eldri myndin var tekin af Ingvari með Pétri (t.v.) og Jóni Arnari (t.h.) eftir leik í efstu deild árið 1992 en það árið var Ingvar að þjálfa syni sína í meistaraflokki Hauka og endaði liðið í 2. sæti í deildinni. Hún birtist í íþróttablaðinu en viðtalið við þá feðga var tekið af engum öðrum en Þorgrími Þráinssyni. Haukarnir fóru alla leið í lokaúrslitin þetta tímabilið en töpuðu 3-0 fyrir Keflavík sem var með frábært lið þennan veturinn sem varð einnig deildarmeistari. Bæði Keflavík og Haukar eru líkleg til afreka í úrslitakeppninni og hver veit nema afi fái annað tækifæri til að láta mynda sig með barnabörnunum.Pétur Ingvarsson, Ingvar Jónsson og Jón Arnar Ingvarsson árið 1992.mynd/íþróttablaðiðHilmar Pétursson, Ingvar Jónsson og Kári Jónsson í gær.mynd/erna ingvarsdóttir
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 87-90 | Suðurnesjamenn sóttu stigin Keflavík vann góðan sigur á Haukum á Ásvöllum í kvöld í fjórðu umferð Dominos-deildar karla. Leikurinn var mjög spennandi og mikil skemmtun. Lokatölur 90-87, Keflavík í vil. 26. október 2017 21:15 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Íslenski boltinn Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Keflavík 87-90 | Suðurnesjamenn sóttu stigin Keflavík vann góðan sigur á Haukum á Ásvöllum í kvöld í fjórðu umferð Dominos-deildar karla. Leikurinn var mjög spennandi og mikil skemmtun. Lokatölur 90-87, Keflavík í vil. 26. október 2017 21:15