Lífið

Útgáfu bókarinnar Fjölskyldan mín fagnað hjá Samtökunum ´78

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Það var mikil gleði í sal Samtakanna ´78 á laugardag þegar útgáfu bókarinnar Fjölskyldan  mín var fagnað.
Það var mikil gleði í sal Samtakanna ´78 á laugardag þegar útgáfu bókarinnar Fjölskyldan mín var fagnað.
Á laugardaginn fór fram útgáfuhóf bókarinnar Fjölskyldan mín í sal Samtakanna ´78. Ásta Rún Valgerðardóttir er höfundur bókarinnar en Lára Garðarsdóttir myndskreytti. 

Bókin segir frá Friðjóni og vinum hans í leikskólanum. Dag einn er haldinn fjölskyldudagur og þá komast krakkarnir að því hversu fjölbreyttar fjölskyldur þeirra eru. Til að mynda á Friðjón tvær mömmur, sumir eiga stjúpforeldra, aðrir tala annað tungumál við foreldra sína og svo mætti lengi telja.

Markmiðið með útgáfu bókarinnar er að fagna þeim fjölbreytileika sem finna má í fjölskyldum nútímans og fræða börn um ólík fjölskylduform í gegnum skemmtilega og lifandi sögu sem gerist í umhverfi sem börnin þekkja. Bókin opnar umræðu á milli barna og foreldra um lífið og tilveruna á leikskólanum og heima fyrir.

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá þessum skemmtilega viðburði. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.