Staðan aldrei betri en nú Gísli Hauksson skrifar 25. október 2017 07:00 Líf mannsins á jörðinni hefur í raun aldrei verið betra en í dag. Þrátt fyrir að daglega dynji á okkur fréttir af eymd, átökum, þrengingum, mengun og öðrum hamförum þá er mikilvægt að hafa í huga að maðurinn hefur náð ótrúlegum árangri í því að bæta lífsgæði sín. Það er alveg sama hvert litið er. Allar tölur sem mæla lífsgæði eru betri nú en þær voru fyrir 50 eða 100 árum og vart þarf að taka fram hvernig þær eru í samanburði við mælanlegar tölur fyrir iðnbyltinguna. Sænski rithöfundurinn Johan Norberg gaf í fyrra út bókina Framfarir (e. Progress) þar sem hann fer með vönduðum hætti yfir þær framfarir sem hafa orðið á undanförnum áratugum og öldum. Bókin kemur út í íslenskri þýðingu í þessari viku í samstarfi Almenna bókafélagsins og GAMMA. Það að lífið sé betra nú en áður er ekki aðeins skoðun Norbergs heldur er fullyrðingin studd með margvíslegum staðreyndum. Norberg lýsir því hvernig fátækt og hungur hefur minnkað verulega og bendir á að það dragi hraðar úr ólæsi, barnaþrælkun og ungbarnadauða en nokkru sinni fyrr í sögu mannkynsins. Lífslíkur við fæðingu hafa aukist yfir tvöfalt meira á síðustu öld en á næstu 200.000 árum á undan. Líkurnar á því að barn sem fæðist nú nái eftirlaunaaldri eru miklu meiri en líkurnar á að forfeður þess næðu að verða fimm ára. „Sannleikurinn er sá ef okkur langar til að hverfa til liðins tíma, að þá voru gömlu góðu dagarnir skelfilegir,“ segir Norberg í bók sinni.Tökum framtíðinni fagnandi Undirtitill bókar Norbergs er: Tíu ástæður til að taka framtíðinni fagnandi. Hann fjallar í tíu köflum um þær framfarir sem hafa orðið á ýmsum sviðum og bætt hafa lífsgæði mannkyns, þar á meðal um baráttuna gegn hungri í heiminum, aukið hreinlæti, bættar lífslíkur og minnkandi fátækt. Hættan á að einstaklingar standi frammi fyrir stríði, deyi af völdum náttúruhamfara eða búi við alræðisstjórn er minni en nokkru sinni fyrr. Norberg fjallar einnig um umhverfið og orkumál, útbreiðslu læsis, aukið frelsi og jafnrétti. Allt er þetta árangur stöðugrar og sjálfsprottinnar þróunar manna sem fengu frelsi til að lifa eigin lífi og bæta heiminn. „Þetta eru framfarir sem enginn leiðtogi, stofnun eða ríkisstjórn getur stjórnað að ofan,“ segir Norberg.Vanþekking er ógn Bók Norbergs fjallar um sigra mannkynsins en hann bendir þó á að mistök væru að taka þessum framförum sem sjálfsögðum. Opið hagkerfi, tækniframfarir og frelsi leiða til framþróunar og bættra lífskjara en í gegnum tíðina hafa sérhagsmunahópar reynt að berjast gegn slíkum breytingum. Við sjáum þess merki enn þann dag í dag, t.d. í andstöðu við alþjóðavæðingu og einstaklingsfrelsi. Lýðskrumarar, jafnt á hægri- sem vinstrivæng stjórnmálanna, reyna að telja okkur trú um að heimurinn sé hættulegur. Einu raunverulegu ógnirnar sem steðja að okkur í dag eru þröngsýni, vanþekking og þeir sem telja sig vita betur en aðrir hvort og þá hvernig heimurinn á að þróast.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Líf mannsins á jörðinni hefur í raun aldrei verið betra en í dag. Þrátt fyrir að daglega dynji á okkur fréttir af eymd, átökum, þrengingum, mengun og öðrum hamförum þá er mikilvægt að hafa í huga að maðurinn hefur náð ótrúlegum árangri í því að bæta lífsgæði sín. Það er alveg sama hvert litið er. Allar tölur sem mæla lífsgæði eru betri nú en þær voru fyrir 50 eða 100 árum og vart þarf að taka fram hvernig þær eru í samanburði við mælanlegar tölur fyrir iðnbyltinguna. Sænski rithöfundurinn Johan Norberg gaf í fyrra út bókina Framfarir (e. Progress) þar sem hann fer með vönduðum hætti yfir þær framfarir sem hafa orðið á undanförnum áratugum og öldum. Bókin kemur út í íslenskri þýðingu í þessari viku í samstarfi Almenna bókafélagsins og GAMMA. Það að lífið sé betra nú en áður er ekki aðeins skoðun Norbergs heldur er fullyrðingin studd með margvíslegum staðreyndum. Norberg lýsir því hvernig fátækt og hungur hefur minnkað verulega og bendir á að það dragi hraðar úr ólæsi, barnaþrælkun og ungbarnadauða en nokkru sinni fyrr í sögu mannkynsins. Lífslíkur við fæðingu hafa aukist yfir tvöfalt meira á síðustu öld en á næstu 200.000 árum á undan. Líkurnar á því að barn sem fæðist nú nái eftirlaunaaldri eru miklu meiri en líkurnar á að forfeður þess næðu að verða fimm ára. „Sannleikurinn er sá ef okkur langar til að hverfa til liðins tíma, að þá voru gömlu góðu dagarnir skelfilegir,“ segir Norberg í bók sinni.Tökum framtíðinni fagnandi Undirtitill bókar Norbergs er: Tíu ástæður til að taka framtíðinni fagnandi. Hann fjallar í tíu köflum um þær framfarir sem hafa orðið á ýmsum sviðum og bætt hafa lífsgæði mannkyns, þar á meðal um baráttuna gegn hungri í heiminum, aukið hreinlæti, bættar lífslíkur og minnkandi fátækt. Hættan á að einstaklingar standi frammi fyrir stríði, deyi af völdum náttúruhamfara eða búi við alræðisstjórn er minni en nokkru sinni fyrr. Norberg fjallar einnig um umhverfið og orkumál, útbreiðslu læsis, aukið frelsi og jafnrétti. Allt er þetta árangur stöðugrar og sjálfsprottinnar þróunar manna sem fengu frelsi til að lifa eigin lífi og bæta heiminn. „Þetta eru framfarir sem enginn leiðtogi, stofnun eða ríkisstjórn getur stjórnað að ofan,“ segir Norberg.Vanþekking er ógn Bók Norbergs fjallar um sigra mannkynsins en hann bendir þó á að mistök væru að taka þessum framförum sem sjálfsögðum. Opið hagkerfi, tækniframfarir og frelsi leiða til framþróunar og bættra lífskjara en í gegnum tíðina hafa sérhagsmunahópar reynt að berjast gegn slíkum breytingum. Við sjáum þess merki enn þann dag í dag, t.d. í andstöðu við alþjóðavæðingu og einstaklingsfrelsi. Lýðskrumarar, jafnt á hægri- sem vinstrivæng stjórnmálanna, reyna að telja okkur trú um að heimurinn sé hættulegur. Einu raunverulegu ógnirnar sem steðja að okkur í dag eru þröngsýni, vanþekking og þeir sem telja sig vita betur en aðrir hvort og þá hvernig heimurinn á að þróast.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun