Fundur um mögulegt kvennaframboð: Hafna þeirri mýtu að Ísland sé jafnréttisparadís Birgir Olgeirsson skrifar 30. október 2017 23:18 Fundurinn um hugsanlegt kvennaframboð fór fram á Mímisbar á Hótel Sögu í kvöld. Vísir/Eyþór Um 120 konur mættu mætta á Mímisbar á Hótel Sögu í kvöld til að ræða stöðu kvenna í stjórnmálum og jafnvel skoða möguleikann á kvennaframboði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Á fundinum var samþykkt ályktun sem birt var á Facebook-síðunni Kvennaframboð fyrr í kvöld en þar kemur fram að nýafstaðnar þingkosningar séu stórt skref aftur á bak í frelsisbaráttu kvenna.Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að konur séu aðeins fleiri en karlar í einu af sex kjördæmum landsins eftir kosningarnar þar sem 24 konur hlutu kjörgengi á móti 39 körlum. Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi eftir fundinn að eina sem var samþykkt á þessum fundi hafi verið ályktunin sem birt var á Facebook. Sjálf segir hún fundinn hafa verið frábæran og bætir við: „Þetta er upphafið að einhverju stórkostlegu.“ Í ályktuninni segir að niðurstöður þingkosninganna séu í hróplegu ósamræmi við tilefni kosninganna. Kynferðisofbeldi hafi verið í grunninn ástæða stjórnarslitanna en því hafi verið sópað út af dagskrá í kosningabaráttunni.Fundurinn hafnaði þeirri mýtu að Ísland sé einhverskonar jafnréttisparadís. „Og við erum komnar til að sýna fram á að það er rangt að konur hafi ekki kjark, dug eða þor til að taka þátt í pólitík.“Ályktunina má lesa í heild hér fyrir neðan:Ályktun fundar um hugsanlegt kvennaframboðVið lítum á nýafstaðnar kosningar sem stórt skref aftur á bak í frelsisbaráttu kvenna. Niðurstöðurnar eru í hróplegu ósamræmi við tilefni kosninganna. Kynferðisofbeldi var í grunninn ástæða stjórnarslitanna en því var sópað út af dagskrá í kosningabaráttunni. Við höfnum þeirri mýtu að við búum í jafnréttisparadís og við erum hingað komnar til að sýna fram á að það er rangt að konur hafi ekki kjark, dug eða þor til að taka þátt í pólitík.Við lýsum yfir sárum vonbrigðum með þá aðför að réttindum kvenna sem niðurstöður kosninganna eru. Við skorum á öll þau framboð sem náðu kjöri á Alþingi um nýliðna helgi að setja femínisma á oddinn í stjórnarmyndunarviðræðunum sem framundan eru og öllu sínu starfi á nýju kjörtímabili.Við höfum fengið nóg af því að raddir kvenna heyrist ekki, að við séum kerfisbundið þaggaðar niður. Við erum hér og við erum að grípa til aðgerða. Með róttæka tilfinningasemi og tilfinningasama róttækni að vopni. Niður með feðraveldið! Tengdar fréttir „Feðraveldið er seigara en andskotinn“ Konur ætla að koma saman og ræða hlut kvenna í pólitík í kvöld 30. október 2017 19:15 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
Um 120 konur mættu mætta á Mímisbar á Hótel Sögu í kvöld til að ræða stöðu kvenna í stjórnmálum og jafnvel skoða möguleikann á kvennaframboði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Á fundinum var samþykkt ályktun sem birt var á Facebook-síðunni Kvennaframboð fyrr í kvöld en þar kemur fram að nýafstaðnar þingkosningar séu stórt skref aftur á bak í frelsisbaráttu kvenna.Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að konur séu aðeins fleiri en karlar í einu af sex kjördæmum landsins eftir kosningarnar þar sem 24 konur hlutu kjörgengi á móti 39 körlum. Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi eftir fundinn að eina sem var samþykkt á þessum fundi hafi verið ályktunin sem birt var á Facebook. Sjálf segir hún fundinn hafa verið frábæran og bætir við: „Þetta er upphafið að einhverju stórkostlegu.“ Í ályktuninni segir að niðurstöður þingkosninganna séu í hróplegu ósamræmi við tilefni kosninganna. Kynferðisofbeldi hafi verið í grunninn ástæða stjórnarslitanna en því hafi verið sópað út af dagskrá í kosningabaráttunni.Fundurinn hafnaði þeirri mýtu að Ísland sé einhverskonar jafnréttisparadís. „Og við erum komnar til að sýna fram á að það er rangt að konur hafi ekki kjark, dug eða þor til að taka þátt í pólitík.“Ályktunina má lesa í heild hér fyrir neðan:Ályktun fundar um hugsanlegt kvennaframboðVið lítum á nýafstaðnar kosningar sem stórt skref aftur á bak í frelsisbaráttu kvenna. Niðurstöðurnar eru í hróplegu ósamræmi við tilefni kosninganna. Kynferðisofbeldi var í grunninn ástæða stjórnarslitanna en því var sópað út af dagskrá í kosningabaráttunni. Við höfnum þeirri mýtu að við búum í jafnréttisparadís og við erum hingað komnar til að sýna fram á að það er rangt að konur hafi ekki kjark, dug eða þor til að taka þátt í pólitík.Við lýsum yfir sárum vonbrigðum með þá aðför að réttindum kvenna sem niðurstöður kosninganna eru. Við skorum á öll þau framboð sem náðu kjöri á Alþingi um nýliðna helgi að setja femínisma á oddinn í stjórnarmyndunarviðræðunum sem framundan eru og öllu sínu starfi á nýju kjörtímabili.Við höfum fengið nóg af því að raddir kvenna heyrist ekki, að við séum kerfisbundið þaggaðar niður. Við erum hér og við erum að grípa til aðgerða. Með róttæka tilfinningasemi og tilfinningasama róttækni að vopni. Niður með feðraveldið!
Tengdar fréttir „Feðraveldið er seigara en andskotinn“ Konur ætla að koma saman og ræða hlut kvenna í pólitík í kvöld 30. október 2017 19:15 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Sjá meira
„Feðraveldið er seigara en andskotinn“ Konur ætla að koma saman og ræða hlut kvenna í pólitík í kvöld 30. október 2017 19:15