Fundur um mögulegt kvennaframboð: Hafna þeirri mýtu að Ísland sé jafnréttisparadís Birgir Olgeirsson skrifar 30. október 2017 23:18 Fundurinn um hugsanlegt kvennaframboð fór fram á Mímisbar á Hótel Sögu í kvöld. Vísir/Eyþór Um 120 konur mættu mætta á Mímisbar á Hótel Sögu í kvöld til að ræða stöðu kvenna í stjórnmálum og jafnvel skoða möguleikann á kvennaframboði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Á fundinum var samþykkt ályktun sem birt var á Facebook-síðunni Kvennaframboð fyrr í kvöld en þar kemur fram að nýafstaðnar þingkosningar séu stórt skref aftur á bak í frelsisbaráttu kvenna.Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að konur séu aðeins fleiri en karlar í einu af sex kjördæmum landsins eftir kosningarnar þar sem 24 konur hlutu kjörgengi á móti 39 körlum. Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi eftir fundinn að eina sem var samþykkt á þessum fundi hafi verið ályktunin sem birt var á Facebook. Sjálf segir hún fundinn hafa verið frábæran og bætir við: „Þetta er upphafið að einhverju stórkostlegu.“ Í ályktuninni segir að niðurstöður þingkosninganna séu í hróplegu ósamræmi við tilefni kosninganna. Kynferðisofbeldi hafi verið í grunninn ástæða stjórnarslitanna en því hafi verið sópað út af dagskrá í kosningabaráttunni.Fundurinn hafnaði þeirri mýtu að Ísland sé einhverskonar jafnréttisparadís. „Og við erum komnar til að sýna fram á að það er rangt að konur hafi ekki kjark, dug eða þor til að taka þátt í pólitík.“Ályktunina má lesa í heild hér fyrir neðan:Ályktun fundar um hugsanlegt kvennaframboðVið lítum á nýafstaðnar kosningar sem stórt skref aftur á bak í frelsisbaráttu kvenna. Niðurstöðurnar eru í hróplegu ósamræmi við tilefni kosninganna. Kynferðisofbeldi var í grunninn ástæða stjórnarslitanna en því var sópað út af dagskrá í kosningabaráttunni. Við höfnum þeirri mýtu að við búum í jafnréttisparadís og við erum hingað komnar til að sýna fram á að það er rangt að konur hafi ekki kjark, dug eða þor til að taka þátt í pólitík.Við lýsum yfir sárum vonbrigðum með þá aðför að réttindum kvenna sem niðurstöður kosninganna eru. Við skorum á öll þau framboð sem náðu kjöri á Alþingi um nýliðna helgi að setja femínisma á oddinn í stjórnarmyndunarviðræðunum sem framundan eru og öllu sínu starfi á nýju kjörtímabili.Við höfum fengið nóg af því að raddir kvenna heyrist ekki, að við séum kerfisbundið þaggaðar niður. Við erum hér og við erum að grípa til aðgerða. Með róttæka tilfinningasemi og tilfinningasama róttækni að vopni. Niður með feðraveldið! Tengdar fréttir „Feðraveldið er seigara en andskotinn“ Konur ætla að koma saman og ræða hlut kvenna í pólitík í kvöld 30. október 2017 19:15 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Sjá meira
Um 120 konur mættu mætta á Mímisbar á Hótel Sögu í kvöld til að ræða stöðu kvenna í stjórnmálum og jafnvel skoða möguleikann á kvennaframboði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Á fundinum var samþykkt ályktun sem birt var á Facebook-síðunni Kvennaframboð fyrr í kvöld en þar kemur fram að nýafstaðnar þingkosningar séu stórt skref aftur á bak í frelsisbaráttu kvenna.Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að konur séu aðeins fleiri en karlar í einu af sex kjördæmum landsins eftir kosningarnar þar sem 24 konur hlutu kjörgengi á móti 39 körlum. Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi eftir fundinn að eina sem var samþykkt á þessum fundi hafi verið ályktunin sem birt var á Facebook. Sjálf segir hún fundinn hafa verið frábæran og bætir við: „Þetta er upphafið að einhverju stórkostlegu.“ Í ályktuninni segir að niðurstöður þingkosninganna séu í hróplegu ósamræmi við tilefni kosninganna. Kynferðisofbeldi hafi verið í grunninn ástæða stjórnarslitanna en því hafi verið sópað út af dagskrá í kosningabaráttunni.Fundurinn hafnaði þeirri mýtu að Ísland sé einhverskonar jafnréttisparadís. „Og við erum komnar til að sýna fram á að það er rangt að konur hafi ekki kjark, dug eða þor til að taka þátt í pólitík.“Ályktunina má lesa í heild hér fyrir neðan:Ályktun fundar um hugsanlegt kvennaframboðVið lítum á nýafstaðnar kosningar sem stórt skref aftur á bak í frelsisbaráttu kvenna. Niðurstöðurnar eru í hróplegu ósamræmi við tilefni kosninganna. Kynferðisofbeldi var í grunninn ástæða stjórnarslitanna en því var sópað út af dagskrá í kosningabaráttunni. Við höfnum þeirri mýtu að við búum í jafnréttisparadís og við erum hingað komnar til að sýna fram á að það er rangt að konur hafi ekki kjark, dug eða þor til að taka þátt í pólitík.Við lýsum yfir sárum vonbrigðum með þá aðför að réttindum kvenna sem niðurstöður kosninganna eru. Við skorum á öll þau framboð sem náðu kjöri á Alþingi um nýliðna helgi að setja femínisma á oddinn í stjórnarmyndunarviðræðunum sem framundan eru og öllu sínu starfi á nýju kjörtímabili.Við höfum fengið nóg af því að raddir kvenna heyrist ekki, að við séum kerfisbundið þaggaðar niður. Við erum hér og við erum að grípa til aðgerða. Með róttæka tilfinningasemi og tilfinningasama róttækni að vopni. Niður með feðraveldið!
Tengdar fréttir „Feðraveldið er seigara en andskotinn“ Konur ætla að koma saman og ræða hlut kvenna í pólitík í kvöld 30. október 2017 19:15 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög Innlent Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Innlent Dæla tölvupóstum á ráðherra Innlent Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Líklega fórnarlömb mansals og óhugnanlegt myndband af árás á bráðaliða Grunur um hópnauðgun í Reykjavík Íslenskir höfundar meðal fórnarlamba í stórfelldum þjófnaði Meta Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Sjá meira
„Feðraveldið er seigara en andskotinn“ Konur ætla að koma saman og ræða hlut kvenna í pólitík í kvöld 30. október 2017 19:15