Byggingakranarnir álíka margir og árið 2007 Nadine Guðrún Yaghi skrifar 8. nóvember 2017 06:15 Fjöldi byggingakrana á landinu nálgast nú fjöldann sem var árið 2007. Prófessor í hagfræði segir að nú sé byggt á traustari stoðum en ástæða sé þó til að varpa því upp hvort við séum að fara fram úr okkur. Gjarnan hefur því verið haldið fram að greina megi spennu í efnahagslífinu eftir fjölda byggingakrana í notkun. Samkvæmt upplýsingum frá vinnueftirlitinu er búið að skoða 269 krana í ár en það er ansi nálægt því sem var árið 2007 þegar met var slegið í fjölda byggingakrana. Á tímabilinu janúar til október árið 2007 var búið að skoða 299 byggingakrana á landinu öllu. Fjöldinn féll hratt eftir hrun og fór niður í um 100 skoðanir á sama tímabili árið 2010. Hann hefur þó vaxið hratt og þétt síðan og eru skoðaðir kranar í ár alls 269. Athygli vekur að það er eingöngu 30 færri en á sama tímabili árið 2007. Þá er í þessu samhengi oft vísað til orða Roberts Aliber, prófessors í alþjóðahagfræði, sem kom hingað til lands í aðdraganda efnahagshrunsins, í maí 2008. Eftir að hafa talið byggingakrana í umferð sagði hann „You only need to count the cranes“ eða „Þið þurfið aðeins að telja kranana“ en hann var nokkuð ómyrkur í máli um ástand efnahagaslífsins. Í fréttinni hér að ofan er meðal annars rætt við Daða Má Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, sem minnist þess að fyrrnefndur Aliber hafi sagt „Your banks are dead“ eftir að hafa horft út um gluggann á hótelherbergi sínu. Hann hafi reynst alveg ótrúlega sannspár. Kranavísitalan sé ágætis mælikvarði á spennu í hagkerfinu. Hann telur ástandið í dag þó betra en árið 2007. Nú sé verið að byggja upp í eftirspurnargat. Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
Fjöldi byggingakrana á landinu nálgast nú fjöldann sem var árið 2007. Prófessor í hagfræði segir að nú sé byggt á traustari stoðum en ástæða sé þó til að varpa því upp hvort við séum að fara fram úr okkur. Gjarnan hefur því verið haldið fram að greina megi spennu í efnahagslífinu eftir fjölda byggingakrana í notkun. Samkvæmt upplýsingum frá vinnueftirlitinu er búið að skoða 269 krana í ár en það er ansi nálægt því sem var árið 2007 þegar met var slegið í fjölda byggingakrana. Á tímabilinu janúar til október árið 2007 var búið að skoða 299 byggingakrana á landinu öllu. Fjöldinn féll hratt eftir hrun og fór niður í um 100 skoðanir á sama tímabili árið 2010. Hann hefur þó vaxið hratt og þétt síðan og eru skoðaðir kranar í ár alls 269. Athygli vekur að það er eingöngu 30 færri en á sama tímabili árið 2007. Þá er í þessu samhengi oft vísað til orða Roberts Aliber, prófessors í alþjóðahagfræði, sem kom hingað til lands í aðdraganda efnahagshrunsins, í maí 2008. Eftir að hafa talið byggingakrana í umferð sagði hann „You only need to count the cranes“ eða „Þið þurfið aðeins að telja kranana“ en hann var nokkuð ómyrkur í máli um ástand efnahagaslífsins. Í fréttinni hér að ofan er meðal annars rætt við Daða Má Kristófersson, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands, sem minnist þess að fyrrnefndur Aliber hafi sagt „Your banks are dead“ eftir að hafa horft út um gluggann á hótelherbergi sínu. Hann hafi reynst alveg ótrúlega sannspár. Kranavísitalan sé ágætis mælikvarði á spennu í hagkerfinu. Hann telur ástandið í dag þó betra en árið 2007. Nú sé verið að byggja upp í eftirspurnargat.
Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira