Aukin rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum bendir til hlaups Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 7. nóvember 2017 20:31 Jökulsá á Fjöllum. Mynd/Vegagerðin Að sögn Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings bendir hækkuð rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum, mórauður litur hennar og jarðhitalykt af ánni til þess að um jökulhlaup sé að ræða.Síðustu tvær vikur hefur rafleiðni í ánni farið hækkandi og hafa mælingar sýnt fram á að hún sé tvöfalt meiri en eðlilegt er fyrir þennan árstíma. Ekki er vitað hver upptökin eru en samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands er líklega um að ræða jarðhitavatnsleka undan jökli. Ármann fullyrti í samtali við Vísi að um tvenn hugsanleg upptök gæti verið að ræða; ýmist Bárðarbungu eða Kverkfjöll. Til þess að ganga úr skugga um upptökin þarf hins vegar að fara á vettvang og kanna aðstæður.Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.Að sögn Ármanns er ekki óalgengt að gengissig í Kverkfjöllum orsaki jökulhlaup. „Síðast hljóp þarna fyrir fjórum eða fimm árum og tók hlaupið með sér göngubrú sem Vatnajökulsþjóðgarður hafði nýverið byggt yfir ána,“ segir Ármann og vísar hér til lítils hlaups sem varð í ánni í ágúst 2013. Aðspurður um hvort algengt sé að hlaup verði í jökulám án þess að vera afleiðing eldgosa segir Ármann að svo sé og bendir á að slíkt gerist til að mynda reglulega í Grímsvötnum. Ármann telur að hlaupið væri að öllum líkindum stærra ef upptökin væru í Bárðarbungu. „En svo er það hins vegar Bárðarbunga og hún er búin að vera að ybba gogg. En ég myndi halda að ef þetta væri að koma frá henni þá væri þetta miklu stærra hlaup. En það er ómögulegt að segja til um þetta, það er ekki hægt að sjá þetta nema að fljúga upp eftir og því skýrist þetta sennilega ekki fyrr en á morgun,“ segir Ármann.En getur jarðhitavatnsleki á borð við þennan verið undanfari frekari jarðhræringa?„Það getur það ef þetta er að koma úr Bárðarbungu. Þá getur þetta verið undanfari meiri viðburða. En ef þetta er að koma úr Kverkfjöllum þá er þetta bara hefðbundið gengissig eins og kallað er. Svo þarf að vera á varðbergi gagnvart skjálftum, ef það fer af stað einhver óvenjuleg skjálftahrina, þá getur verið að eitthvað sé að fara að gerast.“ Tengdar fréttir Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli. 3. mars 2016 19:45 Skjálfti af stærð 4,0 í Bárðarbungu Alls fimm skjálftar í grennd við þessa öflugu eldstöð í dag. 24. október 2017 14:42 Stærstu skjálftar í Bárðarbungu frá 2015 Almannavarnir og Veðurstofan fylgjast vel með gangi mála. 27. október 2017 00:59 Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30 Stórir skjálftar skóku Bárðarbungu í nótt Stærsti skjálftinn var 4,2 að stærð. Þrír tiltölulega stórir skjálftar riðu yfir á þriggja mínútna tímabili. 27. ágúst 2017 10:02 Hraunið jafnstórt og Manhattan Hraunið við eldstöðvarnar við Holuhraun er nú orðið 84,1 ferkílómetri að stærð. 11. janúar 2015 12:49 Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira
Að sögn Ármanns Höskuldssonar eldfjallafræðings bendir hækkuð rafleiðni í Jökulsá á Fjöllum, mórauður litur hennar og jarðhitalykt af ánni til þess að um jökulhlaup sé að ræða.Síðustu tvær vikur hefur rafleiðni í ánni farið hækkandi og hafa mælingar sýnt fram á að hún sé tvöfalt meiri en eðlilegt er fyrir þennan árstíma. Ekki er vitað hver upptökin eru en samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu Íslands er líklega um að ræða jarðhitavatnsleka undan jökli. Ármann fullyrti í samtali við Vísi að um tvenn hugsanleg upptök gæti verið að ræða; ýmist Bárðarbungu eða Kverkfjöll. Til þess að ganga úr skugga um upptökin þarf hins vegar að fara á vettvang og kanna aðstæður.Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur.Að sögn Ármanns er ekki óalgengt að gengissig í Kverkfjöllum orsaki jökulhlaup. „Síðast hljóp þarna fyrir fjórum eða fimm árum og tók hlaupið með sér göngubrú sem Vatnajökulsþjóðgarður hafði nýverið byggt yfir ána,“ segir Ármann og vísar hér til lítils hlaups sem varð í ánni í ágúst 2013. Aðspurður um hvort algengt sé að hlaup verði í jökulám án þess að vera afleiðing eldgosa segir Ármann að svo sé og bendir á að slíkt gerist til að mynda reglulega í Grímsvötnum. Ármann telur að hlaupið væri að öllum líkindum stærra ef upptökin væru í Bárðarbungu. „En svo er það hins vegar Bárðarbunga og hún er búin að vera að ybba gogg. En ég myndi halda að ef þetta væri að koma frá henni þá væri þetta miklu stærra hlaup. En það er ómögulegt að segja til um þetta, það er ekki hægt að sjá þetta nema að fljúga upp eftir og því skýrist þetta sennilega ekki fyrr en á morgun,“ segir Ármann.En getur jarðhitavatnsleki á borð við þennan verið undanfari frekari jarðhræringa?„Það getur það ef þetta er að koma úr Bárðarbungu. Þá getur þetta verið undanfari meiri viðburða. En ef þetta er að koma úr Kverkfjöllum þá er þetta bara hefðbundið gengissig eins og kallað er. Svo þarf að vera á varðbergi gagnvart skjálftum, ef það fer af stað einhver óvenjuleg skjálftahrina, þá getur verið að eitthvað sé að fara að gerast.“
Tengdar fréttir Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli. 3. mars 2016 19:45 Skjálfti af stærð 4,0 í Bárðarbungu Alls fimm skjálftar í grennd við þessa öflugu eldstöð í dag. 24. október 2017 14:42 Stærstu skjálftar í Bárðarbungu frá 2015 Almannavarnir og Veðurstofan fylgjast vel með gangi mála. 27. október 2017 00:59 Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30 Stórir skjálftar skóku Bárðarbungu í nótt Stærsti skjálftinn var 4,2 að stærð. Þrír tiltölulega stórir skjálftar riðu yfir á þriggja mínútna tímabili. 27. ágúst 2017 10:02 Hraunið jafnstórt og Manhattan Hraunið við eldstöðvarnar við Holuhraun er nú orðið 84,1 ferkílómetri að stærð. 11. janúar 2015 12:49 Mest lesið „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Innlent Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Innlent Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Innlent Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni Innlent Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Innlent Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Innlent Ákærður fyrir að drepa móður sína Innlent Hamas og Ísrael komast að samkomulagi um vopnahlé Erlent Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Innlent Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segir dóm um Hvammsvirkjun áhyggjuefni „Ömurlegasta sem fólk getur fengið sem bólfélaga“ Ætlar ekki í formanninn og varar við eftirlíkingum Átti að endast í fimmtán ár en hrundi eftir tvö Stjórnsýslan í kringum sjókvíaeldi sé gölluð Bjóst ekki við greiðslum frá Alþingi Segir nafnlausa konu fara með rangt mál um bróður hans Ákærður fyrir að drepa móður sína Vopnahlé á Gaza, brúin sem klúðraðist og tvöfaldar greiðslur Nýskipaður varaseðlabankastjóri peningastefnu Brýnt að endurskoða atkvæðagreiðslu utan kjörfundar Brottvísuninni frestað fram yfir aðgerð Auglýsa skipulag fyrir 180 íbúðir á Árstúnshöfða Dómurinn valdi vonbrigðum og hafi neikvæðar afleiðingar Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar ógilt Kjörnir fulltrúar þurfi að huga að ímynd sinni Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Sjá meira
Fjögur önnur eldgos urðu í Vatnajökli frá Bárðarbungu Rannsóknir á umbrotunum í Bárðarbungu sumarið 2014 hafa leitt í ljós að fjögur eldgos, sem ekki var áður vitað um, urðu undir Vatnajökli. 3. mars 2016 19:45
Skjálfti af stærð 4,0 í Bárðarbungu Alls fimm skjálftar í grennd við þessa öflugu eldstöð í dag. 24. október 2017 14:42
Stærstu skjálftar í Bárðarbungu frá 2015 Almannavarnir og Veðurstofan fylgjast vel með gangi mála. 27. október 2017 00:59
Hrinu eldgosa spáð næsta áratuginn úr Bárðarbungu Líkindi með goshrinum í Bárðarbungu og Öskju á nítjándu öld. Gæti lokið með miklu sprengigosi. 22. desember 2015 20:30
Stórir skjálftar skóku Bárðarbungu í nótt Stærsti skjálftinn var 4,2 að stærð. Þrír tiltölulega stórir skjálftar riðu yfir á þriggja mínútna tímabili. 27. ágúst 2017 10:02
Hraunið jafnstórt og Manhattan Hraunið við eldstöðvarnar við Holuhraun er nú orðið 84,1 ferkílómetri að stærð. 11. janúar 2015 12:49